Ætli ég fái ekki kauphækkun 4. júní 2008 17:42 Magnús Gunnarsson hefur lyft sínum síðasta bikar með Keflavík - í bili Mynd/Heiða Magnús Þór Gunnarsson hefur leikið allan sinn feril með Keflavík, en í kvöld gengur hann formlega í raðir erkifjendanna í Njarðvík. Vísir spurði Magnús hvernig tilhugsun það væri að fara að spila í grænu. Magnús sagði í samtali við Vísi fyrir nokkru að 80% líkur væru á því að hann myndi framlengja við Keflavík, en bætti þó við að það hefði lengi freistað hans að breyta til. Þessar vangaveltur hans eru nú orðnar að veruleika, en hvernig datt Magnúsi í hug að ganga í raðir Njarðvíkinga? "Þeir eru nú ófáir búnir að spyrja mig að þessu í dag," sagði Magnús léttur í bragði þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Mig langaði rosalega að fara frá Keflavík í fyrra og þá bara til að prófa eitthvað nýtt, en þá ákvað ég að vera áfram af því ég var svo ósáttur við hvað við vorum lélegir árið á undan. Mig langaði frekar að taka eitt ár enn þar sem við værum góðir og næðum titlinum aftur og það tókst. Svo kom þetta tilboð frá Njarðvík og ég bara ákvað að stökkva á það," sagði Magnús. "Mig langaði bara að breyta til og það er þægilegt fyrir mig að þurfa ekki að flytja eða neitt þannig. Þetta er áskorun fyrir mig og ég held að við eigum að geta verið með mjög gott lið í Njarðvík. Ef þetta gengur ekki upp, þá bara kem ég í Keflavík aftur á næsta ári ef ég verð velkominn aftur," sagði Magnús. Honum líst vel á að spila fyrir Val Ingimundarson, sem eins og flestir vita er bróðir Sigurðar Ingimundarsonar hjá Keflavík. "Mér líst mjög vel á að spila fyrir Val. Það hefur verið frábært að spila fyrir Sigga og ef Valur kemst eitthvað nálægt því að vera eins góður þjálfari og bróðir hans, erum við í góðum málum," sagði Magnús. En hvernig tók Sigurður þjálfari Keflavíkur í þessi tíðindi? "Ég hringdi auðvitað fyrst í hann og hann var frekar fúll með þetta, en eins og hann sagði sjálfur, þá erum við báðir fagmenn og reynum bara að gera það sem við höldum að sé best að gera fyrir okkur sjálfa." Við spurðum Magnús hvort peningar hefðu spilað eitthvað inn í ákvörðun hans um að fara til Njarðvíkur. "Peningar hafa auðvitað alltaf eitthvað með þetta að gera, en svo var í rauninni ekki hjá mér. Það sem mestu skiptir hjá mér í þessu sambandi var að ég þurfti ekki að flytja neitt og gat verið í sömu vinnu. Það er nú líka einu sinni þannig að fyrirtækið sem ég vinn hjá er í eigu Njarðvíkinga, svo þeir eru hæst ánægðir. Ætli ég fái ekki launahækkun frá þeim frekar en frá Njarðvík. Nú segja þeir bara já já og amen ef maður þarf að hætta snemma," sagði Magnús hlæjandi. En verður ekki skrítið að klæðast græna búningnum og spila sem gestur í Sláturhúsinu? "Ætli fólk þurfi ekki bara að venjast því að sjá mig í grænu. Það verður rosalegt að koma og spila í Keflavík og ég get eiginlega ekki beðið eftir fyrsta leiknum í Sláturhúsinu. Ég hugsa að stuðningsmenn Keflavíkur láti vel í sér heyra og ef kyndingarnar verða innan skynsamlegra marka hjá þeim - mun ég bara eflast við mótlætið," sagði Magnús. Dominos-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson hefur leikið allan sinn feril með Keflavík, en í kvöld gengur hann formlega í raðir erkifjendanna í Njarðvík. Vísir spurði Magnús hvernig tilhugsun það væri að fara að spila í grænu. Magnús sagði í samtali við Vísi fyrir nokkru að 80% líkur væru á því að hann myndi framlengja við Keflavík, en bætti þó við að það hefði lengi freistað hans að breyta til. Þessar vangaveltur hans eru nú orðnar að veruleika, en hvernig datt Magnúsi í hug að ganga í raðir Njarðvíkinga? "Þeir eru nú ófáir búnir að spyrja mig að þessu í dag," sagði Magnús léttur í bragði þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Mig langaði rosalega að fara frá Keflavík í fyrra og þá bara til að prófa eitthvað nýtt, en þá ákvað ég að vera áfram af því ég var svo ósáttur við hvað við vorum lélegir árið á undan. Mig langaði frekar að taka eitt ár enn þar sem við værum góðir og næðum titlinum aftur og það tókst. Svo kom þetta tilboð frá Njarðvík og ég bara ákvað að stökkva á það," sagði Magnús. "Mig langaði bara að breyta til og það er þægilegt fyrir mig að þurfa ekki að flytja eða neitt þannig. Þetta er áskorun fyrir mig og ég held að við eigum að geta verið með mjög gott lið í Njarðvík. Ef þetta gengur ekki upp, þá bara kem ég í Keflavík aftur á næsta ári ef ég verð velkominn aftur," sagði Magnús. Honum líst vel á að spila fyrir Val Ingimundarson, sem eins og flestir vita er bróðir Sigurðar Ingimundarsonar hjá Keflavík. "Mér líst mjög vel á að spila fyrir Val. Það hefur verið frábært að spila fyrir Sigga og ef Valur kemst eitthvað nálægt því að vera eins góður þjálfari og bróðir hans, erum við í góðum málum," sagði Magnús. En hvernig tók Sigurður þjálfari Keflavíkur í þessi tíðindi? "Ég hringdi auðvitað fyrst í hann og hann var frekar fúll með þetta, en eins og hann sagði sjálfur, þá erum við báðir fagmenn og reynum bara að gera það sem við höldum að sé best að gera fyrir okkur sjálfa." Við spurðum Magnús hvort peningar hefðu spilað eitthvað inn í ákvörðun hans um að fara til Njarðvíkur. "Peningar hafa auðvitað alltaf eitthvað með þetta að gera, en svo var í rauninni ekki hjá mér. Það sem mestu skiptir hjá mér í þessu sambandi var að ég þurfti ekki að flytja neitt og gat verið í sömu vinnu. Það er nú líka einu sinni þannig að fyrirtækið sem ég vinn hjá er í eigu Njarðvíkinga, svo þeir eru hæst ánægðir. Ætli ég fái ekki launahækkun frá þeim frekar en frá Njarðvík. Nú segja þeir bara já já og amen ef maður þarf að hætta snemma," sagði Magnús hlæjandi. En verður ekki skrítið að klæðast græna búningnum og spila sem gestur í Sláturhúsinu? "Ætli fólk þurfi ekki bara að venjast því að sjá mig í grænu. Það verður rosalegt að koma og spila í Keflavík og ég get eiginlega ekki beðið eftir fyrsta leiknum í Sláturhúsinu. Ég hugsa að stuðningsmenn Keflavíkur láti vel í sér heyra og ef kyndingarnar verða innan skynsamlegra marka hjá þeim - mun ég bara eflast við mótlætið," sagði Magnús.
Dominos-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga