Aldrei fullnuma í leiklist 27. ágúst 2008 04:00 Hannes, Stefán, Lilja, Þorbjörg, Walter og Bjartur eru óhrædd við næsta skref ferils síns. Fréttablaðið/Rósa Nemendaleikhúsið er einhvers konar millibilsástand milli skóla og atvinnulífs leikara. Við ræddum við hópinn um áfangann, íþróttagallana, fyrsta verkið og framtíðina. Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Bjartur Guðmundsson, Walter Geir Grímsson og Vigdís Másdóttir eru leikarar framtíðarinnar. Hvernig er að vera kominn á þetta lokastig? „Ég segi bara loksins," dæsir Walter. „Manni finnst maður aldrei vera tilbúinn, en svo finnur maður núna að nemendaleikhúsið kemur akkúrat á réttum tíma," bætir Þorbjörg við. „Það er líka skemmtilegt að byrja á þessu verkefni. Við förum beint í að skapa og erum ábyrg fyrir sýningunni. Við erum að gera okkar og því finnst mér þetta sérstaklega ögrandi verkefni," segir Bjartur og á þar við „devised"-verk þeirra undir stjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Verkið er enn í mótun og því erfitt fyrir hópinn að tjá sig um það. „Við vitum að sýningin verður öðruvísi," segir Lilja. „Og náttúrlega meistaraverk," segir Stefán. Þau virðast spennt. „Það fylgir því ákveðinn kraftur að losna út úr skólabyggingunni," segir Walter. „En það er ljúfsárt líka," skýtur Hannes inn. Liðsheild bekkjarins endurspeglast í sérhönnuðum búningum þeirra. „Við ákváðum að setja rauða þráðinn úr náminu okkar, Kerfið, aftan á búningana okkar. Eitt lið, eitt logo," segir Bjartur. „Það má líka geta þess að við erum ósigraðir Listaháskólameistarar í knattspyrnu og þetta er líka íþróttagalli. Við erum saman í liði," bætir Lilja við. Þau segjast vera í góðum höndum og að Borgarleikhúsið taki þeim vel. „Við þurfum ekkert að víkja í röðinni við kaffivélina," segir Walter. Þau líta þó ekki svo á að eftir árið séu þau fullnuma. „Einhver sagði við okkur að maður er ekki frekar útskrifaður úr leiklist heldur en úr lífinu. Það er ágætis mottó," segir Bjartur. Fyrsta frumsýning hópsins verður á Litla sviði Borgarleikhússins 3. október. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Nemendaleikhúsið er einhvers konar millibilsástand milli skóla og atvinnulífs leikara. Við ræddum við hópinn um áfangann, íþróttagallana, fyrsta verkið og framtíðina. Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Bjartur Guðmundsson, Walter Geir Grímsson og Vigdís Másdóttir eru leikarar framtíðarinnar. Hvernig er að vera kominn á þetta lokastig? „Ég segi bara loksins," dæsir Walter. „Manni finnst maður aldrei vera tilbúinn, en svo finnur maður núna að nemendaleikhúsið kemur akkúrat á réttum tíma," bætir Þorbjörg við. „Það er líka skemmtilegt að byrja á þessu verkefni. Við förum beint í að skapa og erum ábyrg fyrir sýningunni. Við erum að gera okkar og því finnst mér þetta sérstaklega ögrandi verkefni," segir Bjartur og á þar við „devised"-verk þeirra undir stjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Verkið er enn í mótun og því erfitt fyrir hópinn að tjá sig um það. „Við vitum að sýningin verður öðruvísi," segir Lilja. „Og náttúrlega meistaraverk," segir Stefán. Þau virðast spennt. „Það fylgir því ákveðinn kraftur að losna út úr skólabyggingunni," segir Walter. „En það er ljúfsárt líka," skýtur Hannes inn. Liðsheild bekkjarins endurspeglast í sérhönnuðum búningum þeirra. „Við ákváðum að setja rauða þráðinn úr náminu okkar, Kerfið, aftan á búningana okkar. Eitt lið, eitt logo," segir Bjartur. „Það má líka geta þess að við erum ósigraðir Listaháskólameistarar í knattspyrnu og þetta er líka íþróttagalli. Við erum saman í liði," bætir Lilja við. Þau segjast vera í góðum höndum og að Borgarleikhúsið taki þeim vel. „Við þurfum ekkert að víkja í röðinni við kaffivélina," segir Walter. Þau líta þó ekki svo á að eftir árið séu þau fullnuma. „Einhver sagði við okkur að maður er ekki frekar útskrifaður úr leiklist heldur en úr lífinu. Það er ágætis mottó," segir Bjartur. Fyrsta frumsýning hópsins verður á Litla sviði Borgarleikhússins 3. október.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira