Sigurður nýtur stuðnings stjórnar og leikmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júlí 2008 13:23 Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården. Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að leikur Djurgården og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið síðasta tækifæri Sigurðar Jónssonar til að bjarga starfi sínu. Djurgården tapaði leiknum, 2-1, en gestirnir skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Þar með hefur Djurgården ekki unnið í sjö leikjum í röð og er liðið í áttunda sæti með átján stig, ellefu stigum á eftir toppliði Kalmar. Leikmenn eru þegar búnir að afskrifa allar vonir um meistaratitilinn. Djurgården vann síðast leik er liðið vann 3-1 sigur á þriðjudeildarliðinu Råslätt í sænsku bikarkeppninni. Það var 1. maí. Sigurður mun þó þjálfa liðið áfram, segir Bosse Lundquist, einn forráðamanna félagsins. „Ég get ekki séð að þjálfararnir hafi gert nein mistök," sagði hann. „Vissulega er pressa á liðinu en ég held að liðið hafi tekið framförum. Við erum að spila betur, jafnvel þótt við töpum." Hann segir einnig í samtali við Aftonbladet að hann sé þess fullviss að Sigurður og Paul Lindholm, aðstoðarmaður hans, verði við stjórnvölinn út leiktíðina. „Algjörlega. Ég sé enga aðra möguleika í stöðunni. Þetta er ekki þeim að kenna. Þeir hafa staðið sig mjög vel." Leikmenn tóku í svipaðan streng. „Þjálfararnir hafa unnið mjög gott starf og njóta míns stuðnings," sagði bakvörðurinn Lance Davies. Sjálfur sagði Sigurður að hann hugsaði um ekkert annað en næsta leik. „Það kemur mér ekki við hversu mörgum leikjum í röð við höfum tapað. Ég hugsa bara um næsta leik og ætla að gera allt til að vinna hann. Ég set pressu á mig sjálfur og vill ekkert frekar en að Djurgården gangi vel. Ég elska Djurgården og ég veit að vendipunkturinn er skammt undan." Stuðningsmenn Djurgården eru þó allt annað en ánægðir með störf Sigurðar og Lindholm. Þeir gerðu aðsúg að varamannaskýli liðsins í gær eftir að Gautaborg komst yfir og létu ókvæðisorð rigna yfir þá. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að leikur Djurgården og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið síðasta tækifæri Sigurðar Jónssonar til að bjarga starfi sínu. Djurgården tapaði leiknum, 2-1, en gestirnir skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Þar með hefur Djurgården ekki unnið í sjö leikjum í röð og er liðið í áttunda sæti með átján stig, ellefu stigum á eftir toppliði Kalmar. Leikmenn eru þegar búnir að afskrifa allar vonir um meistaratitilinn. Djurgården vann síðast leik er liðið vann 3-1 sigur á þriðjudeildarliðinu Råslätt í sænsku bikarkeppninni. Það var 1. maí. Sigurður mun þó þjálfa liðið áfram, segir Bosse Lundquist, einn forráðamanna félagsins. „Ég get ekki séð að þjálfararnir hafi gert nein mistök," sagði hann. „Vissulega er pressa á liðinu en ég held að liðið hafi tekið framförum. Við erum að spila betur, jafnvel þótt við töpum." Hann segir einnig í samtali við Aftonbladet að hann sé þess fullviss að Sigurður og Paul Lindholm, aðstoðarmaður hans, verði við stjórnvölinn út leiktíðina. „Algjörlega. Ég sé enga aðra möguleika í stöðunni. Þetta er ekki þeim að kenna. Þeir hafa staðið sig mjög vel." Leikmenn tóku í svipaðan streng. „Þjálfararnir hafa unnið mjög gott starf og njóta míns stuðnings," sagði bakvörðurinn Lance Davies. Sjálfur sagði Sigurður að hann hugsaði um ekkert annað en næsta leik. „Það kemur mér ekki við hversu mörgum leikjum í röð við höfum tapað. Ég hugsa bara um næsta leik og ætla að gera allt til að vinna hann. Ég set pressu á mig sjálfur og vill ekkert frekar en að Djurgården gangi vel. Ég elska Djurgården og ég veit að vendipunkturinn er skammt undan." Stuðningsmenn Djurgården eru þó allt annað en ánægðir með störf Sigurðar og Lindholm. Þeir gerðu aðsúg að varamannaskýli liðsins í gær eftir að Gautaborg komst yfir og létu ókvæðisorð rigna yfir þá.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira