Bjartmar leigir leikhús í London 26. september 2008 05:00 Mr. Kolpert verður sýnt frá 1. til 12. október í Greenwich Playhouse í London, en verkið er frumraun Bjartmars í leikstjórn. Bjartmar Þórðarson þreytti frumraun sína sem leikstjóri í verki sem frumsýnt var í London í gær. „Ég og félagi minn erum að setja upp tvær sýningar með hléi á milli, sem við leikstýrum hvor í sínu lagi," segir Bjartmar Þórðarson leikari, sem leikstýrir verkinu Mr. Kolpert í Greenwich Playhouse í London. Leikritið var frumsýnt í gær og er frumraun Bjartmars í leikstjórn. Hann útskrifaðist sem leikari árið 2004, en er nú að ljúka mastersnámi í leikstjórn frá Rose Bruiford-leiklistarskólanum. „Ég og Ryland Alexander, félagi minn, fengum svokallaðan „career development"-styrk sem við ákváðum að nota til að leigja leikhús. Ryland setti upp einleik en fimm leikarar eru í sýningunni minni, sem er bæði lokaverkefni og fyrsta sýning eftir nám. Ég réði leikarana eftir prufur sem ég hélt úti í ágúst, en nokkra þekkti ég frá því að ég var í Webber-Douglas-leiklistarskólanum," útskýrir Bjartmar, sem hefur verið búsettur í London undanfarið ár. Aðspurður segist hann stefna á að flytja aftur til Íslands að námi loknu. „Ég er að fara í smá leikstjórnarverkefni á Íslandi í október, en annars er ég bara að leita að verkefnum, hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Það sem heillar mig mest er að geta starfað bæði við leikstjórn og leiklist, svo maður fái örugglega ekki leiða á öðru hvoru. Það væri draumastaðan," segir Bjartmar. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bjartmar Þórðarson þreytti frumraun sína sem leikstjóri í verki sem frumsýnt var í London í gær. „Ég og félagi minn erum að setja upp tvær sýningar með hléi á milli, sem við leikstýrum hvor í sínu lagi," segir Bjartmar Þórðarson leikari, sem leikstýrir verkinu Mr. Kolpert í Greenwich Playhouse í London. Leikritið var frumsýnt í gær og er frumraun Bjartmars í leikstjórn. Hann útskrifaðist sem leikari árið 2004, en er nú að ljúka mastersnámi í leikstjórn frá Rose Bruiford-leiklistarskólanum. „Ég og Ryland Alexander, félagi minn, fengum svokallaðan „career development"-styrk sem við ákváðum að nota til að leigja leikhús. Ryland setti upp einleik en fimm leikarar eru í sýningunni minni, sem er bæði lokaverkefni og fyrsta sýning eftir nám. Ég réði leikarana eftir prufur sem ég hélt úti í ágúst, en nokkra þekkti ég frá því að ég var í Webber-Douglas-leiklistarskólanum," útskýrir Bjartmar, sem hefur verið búsettur í London undanfarið ár. Aðspurður segist hann stefna á að flytja aftur til Íslands að námi loknu. „Ég er að fara í smá leikstjórnarverkefni á Íslandi í október, en annars er ég bara að leita að verkefnum, hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Það sem heillar mig mest er að geta starfað bæði við leikstjórn og leiklist, svo maður fái örugglega ekki leiða á öðru hvoru. Það væri draumastaðan," segir Bjartmar.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira