Lögfræðingur frekar en skáld 23. nóvember 2008 06:00 Mætir skilningi heima fyrir Lapidus er lögfræðingur að mennt og starfar sem slíkur dags daglega. Hans helstu skjólstæðingar eru glæpamenn og undirheimaforingjar. Fréttablaðið/Stefán Sænski rithöfundurinn Jens Lapidus hefur slegið í gegn í heimalandi sínu með bók sinni Fundið fé. Nú er röðin kominn að Íslandi. Freyr Gígja Gunnarsson hitti þennan best klædda mann Svíþjóðar og forvitnaðist um það hvernig lögfræðingur verður skáld. Lapidus er óneitanlega svolítið sér á báti. Hann er menntaður lögfræðingur og starfar sem slíkur dags daglega. Ritstörfin eru því einhvers konar hjáverk og áhugamál. Enn sem komið er. Lapidus er í beinni tengingu við undirheimana því margir af skjólstæðingum hans eru með alræmdustu glæpamönnum Svíþjóðar. Lapidus vildi ómöglega gefa upp nöfnin á þeim en upplýsti að meðal skjólstæðinga hans væru félagar í alræmdum mótorhjólasamtökum sem oftar en ekki komast í kast við lögin fyrir hegningarlagabrot. Stífla sem brast Lapidus hóf að skrifa litlar sögur þegar hann starfaði sem aðstoðarmaður dómara í undirrétti í Stokkhólmi. Sögurnar, fólkið og umhverfið var einhvern veginn svo yfirþyrmandi og þrúgandi að þetta var hans leið til að létta aðeins af sér. Þegar hann var hins vegar kominn yfir hundrað blaðsíður tók hann ákvörðun um að búa til eina samfellda heild og fór með handritið til útgefanda. „Ég bjóst hins vegar aldrei við því að fá hana útgefna," segir Lapidus. Útgefandinn varð hins vegar himinlifandi. Sama má segja um lögfræðingastéttina í Svíþjóð. „Lögfræðingar hafa þessa ímynd að vera frekar leiðinlegir og kassalagaðir karakterar. Ég man að yfirmaðurinn var mjög ánægður með að ég skyldi fá útgáfusamning en hafði eina spurningu; hvort bókin væru nokkuð um fyrirtækið hans." Lapidus segir yfirmanninnnefnilega hafa óttast að bókin væri sænsk útgáfa af The Firm eftir John Grisham. Fyrsta bók Lapidus, Fundið fé, sló í gegn hjá sænskum lesendum fyrir tveimur árum. Svíar hafa um árabil sökkt sér ofan í spennuþrungna veröld Henning Mankell, Stieg Larsson og Lizu Marklund sem hafa gnæft yfir þessa bókmenntahefð. Umhverfi og persónur Lapidusar eiga hins vegar lítið sameiginlegt með þessum risum því hetjurnar í bókum Lapidusar, eða réttara sagt andhetjurnar, eru glæpamennirnir. Ekki rannsóknarlögreglumenn eða blaðamenn. Lapidus segir þetta meðvitað. Hann hafi viljað gera eitthvað nýtt. „Ég er sannfærður um að ef þú tækir allar bækur þessara stóru rithöfunda og legðir þær hverja ofan á aðra fengir þú út eina bók," útskýrir Lapidus og viðurkennir að hafa ekki lesið neitt eftir hina íslensku glæpasagnarithöfunda. „Nei, en ég veit hver Arnaldur [Indriðason] er. Ég hef hins vegar ekkert lesið eftir hann," viðurkennir Lapidus. Konan sýnir þessu skilning Lapidus segist fyrst og fremst vera lögfræðingur. Meðan á viðtalinu stóð kom meira að segja upp eitthvert stórmál á lögfræðiskrifstofunni og neyddist rithöfundurinn til að bregða sér í líki lögfræðingsins um stundarsakir. Lapidus er kvæntur og eignaðist sitt fyrsta barn fyrir ári. Hann segir það vera eilítið erfitt að koma heim úr einni vinnu og fara beint yfir í aðra. „Konan mín styður mig upp að vissu marki. Auðvitað getur þetta verið erfitt en hún reynir að sýna þessu skilning," segir Lapidus en eiginkona hans er einnig lögfræðingur. Hann bætir því við að hún hafi lítinn áhuga á hvers kyns glæpabókmenntum. Henni sé í raun meinilla við þenna heim. „Hún las yfir fyrsta handritið og sagði að það væri gott. Þetta væri ekki hennar tebolli en þetta væri gott." Lapidus hefur verið vinsæll meðal sænsku blaðanna og í fyrra var hann meðal annars kjörinn best klæddi karlmaðurinn í Svíþjóð. Skáldið segir hann vera fórnarlamb aðstæðna sinna. „ Þetta var hálfgerð tilviljun. Þegar ég var að kynna bókina hitti ég blaðamennina yfirleitt í hádegishléum frá vinnunni minni og sem lögfræðingur þarf maður auðvitað að vera vel til fara. Þannig að ég var alltaf í „einkennisbúningnum" þegar viðtölin fóru fram." Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
Sænski rithöfundurinn Jens Lapidus hefur slegið í gegn í heimalandi sínu með bók sinni Fundið fé. Nú er röðin kominn að Íslandi. Freyr Gígja Gunnarsson hitti þennan best klædda mann Svíþjóðar og forvitnaðist um það hvernig lögfræðingur verður skáld. Lapidus er óneitanlega svolítið sér á báti. Hann er menntaður lögfræðingur og starfar sem slíkur dags daglega. Ritstörfin eru því einhvers konar hjáverk og áhugamál. Enn sem komið er. Lapidus er í beinni tengingu við undirheimana því margir af skjólstæðingum hans eru með alræmdustu glæpamönnum Svíþjóðar. Lapidus vildi ómöglega gefa upp nöfnin á þeim en upplýsti að meðal skjólstæðinga hans væru félagar í alræmdum mótorhjólasamtökum sem oftar en ekki komast í kast við lögin fyrir hegningarlagabrot. Stífla sem brast Lapidus hóf að skrifa litlar sögur þegar hann starfaði sem aðstoðarmaður dómara í undirrétti í Stokkhólmi. Sögurnar, fólkið og umhverfið var einhvern veginn svo yfirþyrmandi og þrúgandi að þetta var hans leið til að létta aðeins af sér. Þegar hann var hins vegar kominn yfir hundrað blaðsíður tók hann ákvörðun um að búa til eina samfellda heild og fór með handritið til útgefanda. „Ég bjóst hins vegar aldrei við því að fá hana útgefna," segir Lapidus. Útgefandinn varð hins vegar himinlifandi. Sama má segja um lögfræðingastéttina í Svíþjóð. „Lögfræðingar hafa þessa ímynd að vera frekar leiðinlegir og kassalagaðir karakterar. Ég man að yfirmaðurinn var mjög ánægður með að ég skyldi fá útgáfusamning en hafði eina spurningu; hvort bókin væru nokkuð um fyrirtækið hans." Lapidus segir yfirmanninnnefnilega hafa óttast að bókin væri sænsk útgáfa af The Firm eftir John Grisham. Fyrsta bók Lapidus, Fundið fé, sló í gegn hjá sænskum lesendum fyrir tveimur árum. Svíar hafa um árabil sökkt sér ofan í spennuþrungna veröld Henning Mankell, Stieg Larsson og Lizu Marklund sem hafa gnæft yfir þessa bókmenntahefð. Umhverfi og persónur Lapidusar eiga hins vegar lítið sameiginlegt með þessum risum því hetjurnar í bókum Lapidusar, eða réttara sagt andhetjurnar, eru glæpamennirnir. Ekki rannsóknarlögreglumenn eða blaðamenn. Lapidus segir þetta meðvitað. Hann hafi viljað gera eitthvað nýtt. „Ég er sannfærður um að ef þú tækir allar bækur þessara stóru rithöfunda og legðir þær hverja ofan á aðra fengir þú út eina bók," útskýrir Lapidus og viðurkennir að hafa ekki lesið neitt eftir hina íslensku glæpasagnarithöfunda. „Nei, en ég veit hver Arnaldur [Indriðason] er. Ég hef hins vegar ekkert lesið eftir hann," viðurkennir Lapidus. Konan sýnir þessu skilning Lapidus segist fyrst og fremst vera lögfræðingur. Meðan á viðtalinu stóð kom meira að segja upp eitthvert stórmál á lögfræðiskrifstofunni og neyddist rithöfundurinn til að bregða sér í líki lögfræðingsins um stundarsakir. Lapidus er kvæntur og eignaðist sitt fyrsta barn fyrir ári. Hann segir það vera eilítið erfitt að koma heim úr einni vinnu og fara beint yfir í aðra. „Konan mín styður mig upp að vissu marki. Auðvitað getur þetta verið erfitt en hún reynir að sýna þessu skilning," segir Lapidus en eiginkona hans er einnig lögfræðingur. Hann bætir því við að hún hafi lítinn áhuga á hvers kyns glæpabókmenntum. Henni sé í raun meinilla við þenna heim. „Hún las yfir fyrsta handritið og sagði að það væri gott. Þetta væri ekki hennar tebolli en þetta væri gott." Lapidus hefur verið vinsæll meðal sænsku blaðanna og í fyrra var hann meðal annars kjörinn best klæddi karlmaðurinn í Svíþjóð. Skáldið segir hann vera fórnarlamb aðstæðna sinna. „ Þetta var hálfgerð tilviljun. Þegar ég var að kynna bókina hitti ég blaðamennina yfirleitt í hádegishléum frá vinnunni minni og sem lögfræðingur þarf maður auðvitað að vera vel til fara. Þannig að ég var alltaf í „einkennisbúningnum" þegar viðtölin fóru fram."
Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira