Hálfviti leikur Skugga-Svein 7. desember 2008 08:00 Baldur Ragnarsson þykir hafa staðið sig með prýði í hlutverki Skugga-Sveins. fréttablaðið/arnþór Baldur Ragnarsson, meðlimur Ljótu hálfvitanna, leikur í kvöld í síðustu sýningu Skugga-Sveins sem Leikfélag Kópavogs hefur sýnt við góðar undirtektir í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Baldur telst vera einn sá yngsti, ef ekki yngsti leikarinn sem hefur farið með hlutverk Skugga-Sveins hér á landi. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og þetta er svo „grand" verk. Síðan er ótrúlega gaman að fá að vera vondur einu sinni," segir Baldur sem segir það ganga vel að samræma leikinn og tónlistina. „Við erum meira og minna einhvern veginn tengdir leiklist. Við höfum allir verið að spila í leikritum og flestir hafa verið að leika líka." Þrennir tónleikar eru fram undan hjá Ljótu hálfvitunum. Fyrst spila þeir á Akranesi á laugardag, síðan á Rósenberg 13. desember og loks á Græna hattinum á Akureyri 2. janúar. Baldur játar að þeir félagar séu allir komnir í löðrandi jólaskap. „Við eigum slatta af jólalögum. Við gáfum út eitt í fyrra og eigum fleiri á lager. Við erum búnir að vera duglegir að semja upp á síðkastið og stefnum á að gefa út plötu sem fyrst," segir hann. Þeir sem vilja sjá Baldur og félaga í Leikfélagi Kópavogs leika í Skugga-Sveini í hinsta sinn geta nælt sér í miða á síðunni kopleik.is. Leikritið er sýnt í glænýju leikhúsi í Funalind sem meðlimir leikfélagsins tóku þátt í að byggja meðfram æfingum fyrir Skugga-Svein. „Þetta var strembinn tími en fyrir vikið eigum við þetta fína leikhús," segir hann. - fb Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Baldur Ragnarsson, meðlimur Ljótu hálfvitanna, leikur í kvöld í síðustu sýningu Skugga-Sveins sem Leikfélag Kópavogs hefur sýnt við góðar undirtektir í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Baldur telst vera einn sá yngsti, ef ekki yngsti leikarinn sem hefur farið með hlutverk Skugga-Sveins hér á landi. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og þetta er svo „grand" verk. Síðan er ótrúlega gaman að fá að vera vondur einu sinni," segir Baldur sem segir það ganga vel að samræma leikinn og tónlistina. „Við erum meira og minna einhvern veginn tengdir leiklist. Við höfum allir verið að spila í leikritum og flestir hafa verið að leika líka." Þrennir tónleikar eru fram undan hjá Ljótu hálfvitunum. Fyrst spila þeir á Akranesi á laugardag, síðan á Rósenberg 13. desember og loks á Græna hattinum á Akureyri 2. janúar. Baldur játar að þeir félagar séu allir komnir í löðrandi jólaskap. „Við eigum slatta af jólalögum. Við gáfum út eitt í fyrra og eigum fleiri á lager. Við erum búnir að vera duglegir að semja upp á síðkastið og stefnum á að gefa út plötu sem fyrst," segir hann. Þeir sem vilja sjá Baldur og félaga í Leikfélagi Kópavogs leika í Skugga-Sveini í hinsta sinn geta nælt sér í miða á síðunni kopleik.is. Leikritið er sýnt í glænýju leikhúsi í Funalind sem meðlimir leikfélagsins tóku þátt í að byggja meðfram æfingum fyrir Skugga-Svein. „Þetta var strembinn tími en fyrir vikið eigum við þetta fína leikhús," segir hann. - fb
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira