Ragnari Magnússyni var líka hótað um helgina Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2008 13:59 Ragnar Magnússon athafnamaður segist hafa fengið hótanir um helgina. Mynd/Stöð 2. Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. Í Kompási í kvöld er fjallað um handrukkara og átök sem áttu sér stað á milli Benjamíns og Ragnars í sumar. Benjamín fór fram á lögbann á þáttinn en Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri kröfu. Jóhannesi barst svo líflátshótun um helgina, sem hann telur að tengist þættinum, eins og greint var frá á Vísi í morgun. „Já, bróðir minn var að segja mér þetta rétt áðan bara," sagði Benjamín þegar Vísir spurði hvort hann hefði heyrt af hótuninni í garð Jóhannesar. Hann sagðist ekki vita hver stæði fyrir hótuninni. „Er þetta ekki bara Ragnar sjálfur. Maðurinn er bara að reyna að láta mig líta illa út. Hann er bara svoleiðis týpa," segir Benjamín. Benjamín fullyrðir að enginn sem tengist honum hafi staðið að hótuninni. Ragnar segist sjálfur hafa fengið hótanir um helgina. „Ég fékk þau skilaboð í gegnum þriðja aðila að hann ætlaði að ganga frá mér," segir Ragnar. Hann vísar alfarið á bug fullyrðingum Benjamíns um að hótanirnar sem Jóhannesi bárust hafi verið frá sér komnar. „Þetta er bara eins heimskulegt og það hljómar," segir Ragnar. Hann segist sjálfur hafa frétt fyrst um hótanirnar í garð Jóhannesar þegar hann las um þær á Vísi. Ragnar segist telja að Benjamín standi fyrir þessum hótunum. Kompás er sýndur í opinni dagskrá í kvöld, strax á eftir fréttum og Íslandi í dag. Handrukkun Tengdar fréttir Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37 Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56 Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. Í Kompási í kvöld er fjallað um handrukkara og átök sem áttu sér stað á milli Benjamíns og Ragnars í sumar. Benjamín fór fram á lögbann á þáttinn en Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri kröfu. Jóhannesi barst svo líflátshótun um helgina, sem hann telur að tengist þættinum, eins og greint var frá á Vísi í morgun. „Já, bróðir minn var að segja mér þetta rétt áðan bara," sagði Benjamín þegar Vísir spurði hvort hann hefði heyrt af hótuninni í garð Jóhannesar. Hann sagðist ekki vita hver stæði fyrir hótuninni. „Er þetta ekki bara Ragnar sjálfur. Maðurinn er bara að reyna að láta mig líta illa út. Hann er bara svoleiðis týpa," segir Benjamín. Benjamín fullyrðir að enginn sem tengist honum hafi staðið að hótuninni. Ragnar segist sjálfur hafa fengið hótanir um helgina. „Ég fékk þau skilaboð í gegnum þriðja aðila að hann ætlaði að ganga frá mér," segir Ragnar. Hann vísar alfarið á bug fullyrðingum Benjamíns um að hótanirnar sem Jóhannesi bárust hafi verið frá sér komnar. „Þetta er bara eins heimskulegt og það hljómar," segir Ragnar. Hann segist sjálfur hafa frétt fyrst um hótanirnar í garð Jóhannesar þegar hann las um þær á Vísi. Ragnar segist telja að Benjamín standi fyrir þessum hótunum. Kompás er sýndur í opinni dagskrá í kvöld, strax á eftir fréttum og Íslandi í dag.
Handrukkun Tengdar fréttir Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37 Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56 Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37
Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56
Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25