Ómælanleg náttúrufegurð 14. júní 2008 06:00 Horfin náttúra Rúrí í innsetningunni Sökkvun.Fréttablaðið/GVA Myndlistarkonan Rúrí er höfundur sýningarinnar Sökkvun sem nú stendur yfir í StartArt-listamannahúsi á Laugavegi. Rúrí er þjóðinni vel kunn fyrir verk sín sem oft má finna á óvæntum stöðum í umhverfinu, en á Sökkvun er viðfangsefni hennar náttúran og nýting okkar á henni. Sýningin opnaði um miðjan síðasta mánuð og er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Titilverk sýningarinnar er myndbandsinnsetning í stærsta sal sýningarrýmisins; myndskeiði er varpað á vegg og á skjám sem komið hefur verið fyrir í rýminu má sjá svipmyndir af gæsahreiðrum og textabrot. Í tveimur minni sölum má svo sjá ljósmyndir og skúlptúr. „Það er sleginn sami grunntónn í þessum verkum; þau snerta öll á tengslum mannsins við jörðina og umhverfi sitt, en á ólíkan hátt þó," segir Rúrí. „Ljósmyndirnar og myndbandsverkin tengjast nýtingu okkar á vatnsauðlindum, en þriðja verkið er það fyrsta af nýjum verkum sem ég er að vinna að sem kallast Tilvistarleg. Verkið fjallar um þau efnahagslegu gildi sem virðast hafa sérstöðu í nútímanum og sýnir okkur því nokkrar tegundir efna sem hafa mikið vægi í efnahagslífinu: svartolíu, maís, vatn og loft." Í titilverkinu Sökkvun má sjá myndskeið af náttúrulegu umhverfi sem nú er horfið sjónum. „Verkið er allt tekið á svæðinu í kringum Kárahnjúka fyrir nokkrum árum. Myndskeiðið sýnir hvernig lónið stækkar smám saman og drekkir umhverfinu, fegurðinni og hreiðrum gæsanna. Það voru mörg hundruð hreiður sem fóru undir lónið. Þegar maður verður vitni að þessari atburðarás vekur það upp spurninguna: höfum við heimild til þess að taka svona yfir náttúruna og breyta henni? Það hefur tekið jörðina óratíð að finna vatninu sínu farveg og við ætlum að breyta því á örskotsstundu. Mannkynið virðist sífellt vilja sigra náttúruna, en það er ekki til neinn sigur gagnvart jörðinni; það eina sem við getum sigrað erum við sjálf með því að finna eitthvert gullið jafnvægi með umhverfi okkar. Það er eini sigurinn sem er raunhæfur." Myndin sem sýning Rúríar dregur upp af sambýli mannsins við náttúruna er því bæði átakanleg og erfið, en fegurðin er þó aldrei langt undan. „Sökkvun sýnir fyrst og fremst fegurðina í náttúrunni; þetta er fegurð sem ekki er hægt að verðleggja eða mæla á nokkurn hátt." Sökkvun stendur yfir í StartArt-listamannahúsi, Laugavegi 12b, til 30. júní. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Myndlistarkonan Rúrí er höfundur sýningarinnar Sökkvun sem nú stendur yfir í StartArt-listamannahúsi á Laugavegi. Rúrí er þjóðinni vel kunn fyrir verk sín sem oft má finna á óvæntum stöðum í umhverfinu, en á Sökkvun er viðfangsefni hennar náttúran og nýting okkar á henni. Sýningin opnaði um miðjan síðasta mánuð og er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Titilverk sýningarinnar er myndbandsinnsetning í stærsta sal sýningarrýmisins; myndskeiði er varpað á vegg og á skjám sem komið hefur verið fyrir í rýminu má sjá svipmyndir af gæsahreiðrum og textabrot. Í tveimur minni sölum má svo sjá ljósmyndir og skúlptúr. „Það er sleginn sami grunntónn í þessum verkum; þau snerta öll á tengslum mannsins við jörðina og umhverfi sitt, en á ólíkan hátt þó," segir Rúrí. „Ljósmyndirnar og myndbandsverkin tengjast nýtingu okkar á vatnsauðlindum, en þriðja verkið er það fyrsta af nýjum verkum sem ég er að vinna að sem kallast Tilvistarleg. Verkið fjallar um þau efnahagslegu gildi sem virðast hafa sérstöðu í nútímanum og sýnir okkur því nokkrar tegundir efna sem hafa mikið vægi í efnahagslífinu: svartolíu, maís, vatn og loft." Í titilverkinu Sökkvun má sjá myndskeið af náttúrulegu umhverfi sem nú er horfið sjónum. „Verkið er allt tekið á svæðinu í kringum Kárahnjúka fyrir nokkrum árum. Myndskeiðið sýnir hvernig lónið stækkar smám saman og drekkir umhverfinu, fegurðinni og hreiðrum gæsanna. Það voru mörg hundruð hreiður sem fóru undir lónið. Þegar maður verður vitni að þessari atburðarás vekur það upp spurninguna: höfum við heimild til þess að taka svona yfir náttúruna og breyta henni? Það hefur tekið jörðina óratíð að finna vatninu sínu farveg og við ætlum að breyta því á örskotsstundu. Mannkynið virðist sífellt vilja sigra náttúruna, en það er ekki til neinn sigur gagnvart jörðinni; það eina sem við getum sigrað erum við sjálf með því að finna eitthvert gullið jafnvægi með umhverfi okkar. Það er eini sigurinn sem er raunhæfur." Myndin sem sýning Rúríar dregur upp af sambýli mannsins við náttúruna er því bæði átakanleg og erfið, en fegurðin er þó aldrei langt undan. „Sökkvun sýnir fyrst og fremst fegurðina í náttúrunni; þetta er fegurð sem ekki er hægt að verðleggja eða mæla á nokkurn hátt." Sökkvun stendur yfir í StartArt-listamannahúsi, Laugavegi 12b, til 30. júní. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp