Óheppileg umræða! Þráinn Bertelsson skrifar 21. apríl 2008 06:00 Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með haft neikvæð áhrif." Geir H. Haarde, formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands, á fundi með Samtökum atvinnulífsins 18. apríl 2008. Þessi „sakleysislegu" viðvörunarorð benda ótvírætt til þess að það hafi farið fram hjá þessum forsætisráðherra sem vill sveipa aðgerða- og ráðleysi sitt dulúð, að vestrænt lýðræði og stjórnarskrár allra lýðræðisríkja byggja á einum og sama hornsteini: Sá hornsteinn sem öll hin sameiginlega velferð okkar byggist á heitir TJÁNINGARFRELSI. Opinber umræða getur vissulega verið óheppileg, jafnvel banvæn, fyrir óhæf stjórnvöld en hún er undirstaða velferðar almennings. Á því grundvallaratriði að það sé best fyrir heildina að allir hafi óheftan rétt til að tjá sig hvílir þjóðfélagsgerð okkar. Allt annað í stjórnarskrá okkar leiðir af þessu atriði. Það er ógnvekjandi tilhugsun að skilningur á því sem stjórnarskrá lýðveldisins byggist á skuli ekki hafa náð inn í höfuðkúpuna á þessum forsætisráðherra - heldur. Fyrirrennari hans sem nú er seðlabankastjóri - ekki í Simbabve heldur á Íslandi - vildi setja fornaldarlög um fjölmiðla svo að þeir trufluðu ekki „stjórnvöld" í sinni djúpu hugleiðslu um hagsmunagæslu og samtryggingu útvalinna. Þessi vill ganga feti framar og biðst undan hinum neikvæðu áhrifum sem kunna að vera fylgifiskur mikillar og líflegrar opinberrar umræðu. Ég held að þetta sé skuggalegasta yfirlýsing sem ég hef séð koma frá íslenskum stjórnmálamanni á síðustu áratugum. Þó hef ég fylgst með fjölmiðlafrumvarpi, uppbyggingu greiningardeilda og stofnun sérsveita. Ég hef heyrt og séð menn réttlæta fasískar lögregluaðgerðir gegn kínverska andófs- og heilsuræktarhópnum Falun Gong. Og síðast en ekki síst hef ég ásamt með þjóðinni fylgst með hinum þrákelknislegu yfirlýsingum varaformanns Flokksins um að hún ætli „víst og samt" á Ólympíuleikana í Peking hvað sem tautar og raular og hvað sem líður Tíbet, lýðræði og mannréttindum - sem hún segist vera búin að ræða nægilega oft við Kínverja. Þekkir valdhrokinn engin takmörk lengur? Hvað er eiginlega í gangi hérna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með haft neikvæð áhrif." Geir H. Haarde, formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands, á fundi með Samtökum atvinnulífsins 18. apríl 2008. Þessi „sakleysislegu" viðvörunarorð benda ótvírætt til þess að það hafi farið fram hjá þessum forsætisráðherra sem vill sveipa aðgerða- og ráðleysi sitt dulúð, að vestrænt lýðræði og stjórnarskrár allra lýðræðisríkja byggja á einum og sama hornsteini: Sá hornsteinn sem öll hin sameiginlega velferð okkar byggist á heitir TJÁNINGARFRELSI. Opinber umræða getur vissulega verið óheppileg, jafnvel banvæn, fyrir óhæf stjórnvöld en hún er undirstaða velferðar almennings. Á því grundvallaratriði að það sé best fyrir heildina að allir hafi óheftan rétt til að tjá sig hvílir þjóðfélagsgerð okkar. Allt annað í stjórnarskrá okkar leiðir af þessu atriði. Það er ógnvekjandi tilhugsun að skilningur á því sem stjórnarskrá lýðveldisins byggist á skuli ekki hafa náð inn í höfuðkúpuna á þessum forsætisráðherra - heldur. Fyrirrennari hans sem nú er seðlabankastjóri - ekki í Simbabve heldur á Íslandi - vildi setja fornaldarlög um fjölmiðla svo að þeir trufluðu ekki „stjórnvöld" í sinni djúpu hugleiðslu um hagsmunagæslu og samtryggingu útvalinna. Þessi vill ganga feti framar og biðst undan hinum neikvæðu áhrifum sem kunna að vera fylgifiskur mikillar og líflegrar opinberrar umræðu. Ég held að þetta sé skuggalegasta yfirlýsing sem ég hef séð koma frá íslenskum stjórnmálamanni á síðustu áratugum. Þó hef ég fylgst með fjölmiðlafrumvarpi, uppbyggingu greiningardeilda og stofnun sérsveita. Ég hef heyrt og séð menn réttlæta fasískar lögregluaðgerðir gegn kínverska andófs- og heilsuræktarhópnum Falun Gong. Og síðast en ekki síst hef ég ásamt með þjóðinni fylgst með hinum þrákelknislegu yfirlýsingum varaformanns Flokksins um að hún ætli „víst og samt" á Ólympíuleikana í Peking hvað sem tautar og raular og hvað sem líður Tíbet, lýðræði og mannréttindum - sem hún segist vera búin að ræða nægilega oft við Kínverja. Þekkir valdhrokinn engin takmörk lengur? Hvað er eiginlega í gangi hérna?
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun