Þjóðin þarf krútt og ljóð 3. nóvember 2008 02:00 Gerður Kristný gefur nú út fimmtándu bókina sína, barnasöguna Garðurinn.Fréttablaðið/anton „Ég hef þá kenningu að krúttin séu ekki dauð heldur eru þau bara farin að lúlla," segir Gerður Kristný rithöfundur, sem kom krútt-hugtakinu upphaflega á koppinn í Mannlífsgrein sem hún fékk Ragnar Pétursson til að skrifa. Nokkur umræða hefur farið fram um krúttkynslóðina að undanförnu, hvort hún sé lifandi eða dauð og hvort kreppan muni breyta henni. „Það hefur alltaf verið kreppa hjá krúttunum. Þau hafa verið í lopapeysu í um áratug," segir Gerður. „Þetta er áberandi hópur fólks, aðallega tónlistarmanna, með ákveðin lífsviðhorf, tala fyrir náttúruvernd og eru rólynd og fylgin sér. Krútt eiga að vera stolt af því að vera krútt því þau eru það sem þjóðin þarf á að halda núna." Gerður „krútt-mamma" segist ekki eiga von á að fútt færist í krúttin í kreppunni. „Nei, læti fara krúttunum ekki. Og ég sé ekki heldur að nýr hópur uppreisnargjarnari listafólks sé í deiglunni. Hvaða fólk ætti það að vera? FM Belfast?" Sjálf hefur Gerður gert ljóðadisk með einu krúttinu, tónlistarkonunni Kiru Kiru. „Ég les ljóð úr ljóðabókunum mínum þremur og hún býr til ákaflega falleg og um leið krúttleg stef þar sem þó er eitthvað hættulegt undirliggjandi. Ég býst við að diskurinn seljist í bílförmum, enda þarf þjóðin á ljóðum að halda þessi misserin." Aðkoma Gerðar í jólabókaflóðinu í ár er svo barnabókin Garðurinn. „Þetta er spennandi draugasaga fyrir 9-14 ára krakka sem gerist í nútímanum. Ógn steðjar að fjölskyldu í Vesturbænum og spíritismi og spænska veikin fléttast inn í söguna. Þetta er fimmtánda bókin mín. Maður verður að framfleyta sér og sínum. Það er ekki eins og maður fái frítt í strætó." Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég hef þá kenningu að krúttin séu ekki dauð heldur eru þau bara farin að lúlla," segir Gerður Kristný rithöfundur, sem kom krútt-hugtakinu upphaflega á koppinn í Mannlífsgrein sem hún fékk Ragnar Pétursson til að skrifa. Nokkur umræða hefur farið fram um krúttkynslóðina að undanförnu, hvort hún sé lifandi eða dauð og hvort kreppan muni breyta henni. „Það hefur alltaf verið kreppa hjá krúttunum. Þau hafa verið í lopapeysu í um áratug," segir Gerður. „Þetta er áberandi hópur fólks, aðallega tónlistarmanna, með ákveðin lífsviðhorf, tala fyrir náttúruvernd og eru rólynd og fylgin sér. Krútt eiga að vera stolt af því að vera krútt því þau eru það sem þjóðin þarf á að halda núna." Gerður „krútt-mamma" segist ekki eiga von á að fútt færist í krúttin í kreppunni. „Nei, læti fara krúttunum ekki. Og ég sé ekki heldur að nýr hópur uppreisnargjarnari listafólks sé í deiglunni. Hvaða fólk ætti það að vera? FM Belfast?" Sjálf hefur Gerður gert ljóðadisk með einu krúttinu, tónlistarkonunni Kiru Kiru. „Ég les ljóð úr ljóðabókunum mínum þremur og hún býr til ákaflega falleg og um leið krúttleg stef þar sem þó er eitthvað hættulegt undirliggjandi. Ég býst við að diskurinn seljist í bílförmum, enda þarf þjóðin á ljóðum að halda þessi misserin." Aðkoma Gerðar í jólabókaflóðinu í ár er svo barnabókin Garðurinn. „Þetta er spennandi draugasaga fyrir 9-14 ára krakka sem gerist í nútímanum. Ógn steðjar að fjölskyldu í Vesturbænum og spíritismi og spænska veikin fléttast inn í söguna. Þetta er fimmtánda bókin mín. Maður verður að framfleyta sér og sínum. Það er ekki eins og maður fái frítt í strætó."
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira