Kæran kemur að norðan 16. janúar 2008 11:38 Hversvegna skyldi það nú vera að eina kæran sem verið er að undirbúa á hendur kortafyrirtækjunum vegna ólöglegs samráðs (er annars til löglegt samráð?) kemur að norðan? Kaupmannasamtök Akureyrar hafa haft frumkvæði að þessari atlögu að samkrulli Visa og Kreditkorta (eða hvað svo sem þessi fyrirtæki heita í dag). Þau segja: Það var svindlað á okkur. Stórlega. Auðvitað förum við í mál. Og vinnum aftur þá peninga sem risarnir höfðu af okkur (vegna skorts á samkeppni). Gott mál. En afhverju heyrist hvorki hósti né stuna frá Samtökum verslunar og þjónustu hér syðra? Getur verið að í þeirra ranni séu svo sterk tengsl við stórbankana sem eiga greiðslukortafyrirtækin að þau sjái sér ekki fært að fara fram með látum? Eru stærstu fyrirtækin í liði SVÞ í eigu sömu manna og hafa afgerandi völd í bönkunum? Varla er ég einn um það að vilja fá svör við þessum áleitnu spurningum. Og það fljótt. Þögnin er grunsamlega óbærileg ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun
Hversvegna skyldi það nú vera að eina kæran sem verið er að undirbúa á hendur kortafyrirtækjunum vegna ólöglegs samráðs (er annars til löglegt samráð?) kemur að norðan? Kaupmannasamtök Akureyrar hafa haft frumkvæði að þessari atlögu að samkrulli Visa og Kreditkorta (eða hvað svo sem þessi fyrirtæki heita í dag). Þau segja: Það var svindlað á okkur. Stórlega. Auðvitað förum við í mál. Og vinnum aftur þá peninga sem risarnir höfðu af okkur (vegna skorts á samkeppni). Gott mál. En afhverju heyrist hvorki hósti né stuna frá Samtökum verslunar og þjónustu hér syðra? Getur verið að í þeirra ranni séu svo sterk tengsl við stórbankana sem eiga greiðslukortafyrirtækin að þau sjái sér ekki fært að fara fram með látum? Eru stærstu fyrirtækin í liði SVÞ í eigu sömu manna og hafa afgerandi völd í bönkunum? Varla er ég einn um það að vilja fá svör við þessum áleitnu spurningum. Og það fljótt. Þögnin er grunsamlega óbærileg ... -SER.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun