Renault hyggst keppa til sigurs 31. janúar 2008 14:46 Nýi Renault bíllinn var frumsýndur í París í dag París var vettvangur formlegrar frumsýningar Renault Formúlu 1 liðsins í dag: Flavio Briatore kynnti nýju ökumenn sína til sögunnar, þá Fernando Alonso og Nelson Piquet. Briatore var ekkert að skafa utan af hlutunum, enda kominn með gulldrenginn sinn Alonso í raðir liðsins á ný. "Ég tel að Renault eigi að keppa um verðlaunasæti á ný og berjast til sigurs í mótum. Það er ekki auðvelt að landa meistaratitlinum og það eru helmingslíkur að við getum orðið meðal þeirra fyrstu fjögurra í einstökum mótum á þessu ári," sagði Briatore á kynningu Renault í dag. "Ég tel að Alonso sé orðinn betri ökumaður, en þegar hann fór frá okkur fyrir tveimur árum. Hann sýndi góða takta í fyrra og hefur fært liðinu aukinn kraft og viljastyrk. Það er frábært fyrir Renault sem lið að hann er hjá okkur. Piquet er okkur mikilvægur líka og ungur ökumaður sem á eftir að gera góða hluti." "Það spyrja mig margir afhverju við erum ekki með franskan ökumann hjá frönsku liði og það gæti orðið raunin í framtíðinni. En þessir kappar eru þeir bestu fyrir okkur í dag. Ég er sáttur við stöðuna," sagði Briatore. Sjá nánar á kappakstur.is Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
París var vettvangur formlegrar frumsýningar Renault Formúlu 1 liðsins í dag: Flavio Briatore kynnti nýju ökumenn sína til sögunnar, þá Fernando Alonso og Nelson Piquet. Briatore var ekkert að skafa utan af hlutunum, enda kominn með gulldrenginn sinn Alonso í raðir liðsins á ný. "Ég tel að Renault eigi að keppa um verðlaunasæti á ný og berjast til sigurs í mótum. Það er ekki auðvelt að landa meistaratitlinum og það eru helmingslíkur að við getum orðið meðal þeirra fyrstu fjögurra í einstökum mótum á þessu ári," sagði Briatore á kynningu Renault í dag. "Ég tel að Alonso sé orðinn betri ökumaður, en þegar hann fór frá okkur fyrir tveimur árum. Hann sýndi góða takta í fyrra og hefur fært liðinu aukinn kraft og viljastyrk. Það er frábært fyrir Renault sem lið að hann er hjá okkur. Piquet er okkur mikilvægur líka og ungur ökumaður sem á eftir að gera góða hluti." "Það spyrja mig margir afhverju við erum ekki með franskan ökumann hjá frönsku liði og það gæti orðið raunin í framtíðinni. En þessir kappar eru þeir bestu fyrir okkur í dag. Ég er sáttur við stöðuna," sagði Briatore. Sjá nánar á kappakstur.is
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira