Meistaradeildin: Arsenal vann AC Milan á Ítalíu Elvar Geir Magnússon skrifar 4. mars 2008 18:56 Úr viðureign AC Milan og Arsenal. Andrea Pirlo og Vassiriki Diaby eigast við. Ensku liðin Arsenal og Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal sýndi frábæra frammistöðu á Ítalíu og sló út núverandi Evrópumeistara. Þetta voru síðari leikir þessara liða í sextán liða úrslitum. Hér að neðan má sjá úrslitin í leikjunum en innan sviga er staðan eins og hún var samtals úr báðum viðureignum. Leikur Sevilla og Fenerbache fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem tyrkneska liðið bar sigur úr býtum.AC Milan - Arsenal 0-2 (Samtals: 0-2)Arsenal vann frækinn sigur á AC Milan. Liðið bjargaði á marklínu snemma leiks en það gerði Cesc Fabregas eftir horn. Þá fékk Pato dauðafæri eftir undirbúning Kaka en var of kærulaus og skot slappt. AC Milan byrjaði betur en svo komst Arsenal betur inn í leikinn og átti Fabregas skot í slá eftir rúmlega hálftíma leik. Markalaust í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Arsenal tvö mjög góð færi sem ekki nýttust. Fabregas kórónaði leik sinn með því að koma Arsenal yfir á 84. mínútu með skoti af löngu færi. Emmanuel Adebayor innsiglaði síðan verðskuldaðan sigur Arsenal eftir undirbúning Theo Walcott. Fyrsta mark Adebayor í Meistaradeildinni. Þetta var sögufrægur sigur enda í fyrsta sinn sem enskt lið vinnur AC Milan á San Siro.Barcelona - Celtic 1-0 (Samtals: 4-2)Það tók Börsunga aðeins þrjár mínútur að komast yfir en þá skoraði Xavi. Það reyndist eina mark leiksins og Barcelona örugglega áfram. Thierry Henry kom af bekknum á 38. mínútu í staðinn fyrir Messi sem meiddist. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Börsunga en kom inn sem varamaður á 82. mínútu fyrir markaskorarann Xavi. Cristiano Ronaldo skoraði. Man Utd - Lyon 1-0 (Samtals: 2-1)Manchester United hafði undirtökin í fyrri hálfleiknum og portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo braut ísinn fjórum mínútum fyrir hálfleik. 30 mörk í 30 leikjum hjá Ronaldo! Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka fékk United álitlega sókn en Wayne Rooney fór illa að ráði sínu. Skömmu síðar skaut Keita í stöngina á marki United. Annars var ekki mikið um færi í þessum leik og Manchester United kemst áfram í átta liða úrslitin.Sevilla - Fenerbache 3-2 (Samtals: 5-5)(Fenerbache áfram eftir sigur í vítakeppni) Daniel Alves kom spænska liðinu yfir á 5. mínútu og Keita bætti síðan við öðru marki. Bæði mörkin skrifast að stóru leyti á Volkan Demirel, markvörð tyrkneska liðsins. Fenerbache minnkaði muninn úr sinni fyrstu sókn en það gerði hinn brasilíski Deivid á 20. mínútu. Fyrir hálfleik bætti Sevilla síðan þriðja markinu við. Það skoraði Freddie Kanoute. Staðan 3-1 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Deivid sitt annað mark og minnkaði muninn fyrir Fenerbache í 3-2. Liðið vann fyrri leikinn með sama mun og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og því farið í vítaspyrnukeppni þar sem Fenerbache bar sigur úr býtum. Volkan markvörður Fenerbache bætti upp fyrir mistök sínum í leiknum og varði þrjár spyrnur. Gang vítaspyrnukeppninnar má sjá hér að neðan:1-0 Kanoute skorar1-1 Vederson skorar 1-1 Varið frá Escude 1-1 Varið frá Edu2-1 Dragutinovic skorar2-2 Aurelio skorar 2-2 Varið frá Maresca2-3 Kezman skorar 2-3 Varið frá Alves Þetta er í fyrsta sinn sem Fenerbache kemst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Ensku liðin Arsenal og Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal sýndi frábæra frammistöðu á Ítalíu og sló út núverandi Evrópumeistara. Þetta voru síðari leikir þessara liða í sextán liða úrslitum. Hér að neðan má sjá úrslitin í leikjunum en innan sviga er staðan eins og hún var samtals úr báðum viðureignum. Leikur Sevilla og Fenerbache fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem tyrkneska liðið bar sigur úr býtum.AC Milan - Arsenal 0-2 (Samtals: 0-2)Arsenal vann frækinn sigur á AC Milan. Liðið bjargaði á marklínu snemma leiks en það gerði Cesc Fabregas eftir horn. Þá fékk Pato dauðafæri eftir undirbúning Kaka en var of kærulaus og skot slappt. AC Milan byrjaði betur en svo komst Arsenal betur inn í leikinn og átti Fabregas skot í slá eftir rúmlega hálftíma leik. Markalaust í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Arsenal tvö mjög góð færi sem ekki nýttust. Fabregas kórónaði leik sinn með því að koma Arsenal yfir á 84. mínútu með skoti af löngu færi. Emmanuel Adebayor innsiglaði síðan verðskuldaðan sigur Arsenal eftir undirbúning Theo Walcott. Fyrsta mark Adebayor í Meistaradeildinni. Þetta var sögufrægur sigur enda í fyrsta sinn sem enskt lið vinnur AC Milan á San Siro.Barcelona - Celtic 1-0 (Samtals: 4-2)Það tók Börsunga aðeins þrjár mínútur að komast yfir en þá skoraði Xavi. Það reyndist eina mark leiksins og Barcelona örugglega áfram. Thierry Henry kom af bekknum á 38. mínútu í staðinn fyrir Messi sem meiddist. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Börsunga en kom inn sem varamaður á 82. mínútu fyrir markaskorarann Xavi. Cristiano Ronaldo skoraði. Man Utd - Lyon 1-0 (Samtals: 2-1)Manchester United hafði undirtökin í fyrri hálfleiknum og portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo braut ísinn fjórum mínútum fyrir hálfleik. 30 mörk í 30 leikjum hjá Ronaldo! Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka fékk United álitlega sókn en Wayne Rooney fór illa að ráði sínu. Skömmu síðar skaut Keita í stöngina á marki United. Annars var ekki mikið um færi í þessum leik og Manchester United kemst áfram í átta liða úrslitin.Sevilla - Fenerbache 3-2 (Samtals: 5-5)(Fenerbache áfram eftir sigur í vítakeppni) Daniel Alves kom spænska liðinu yfir á 5. mínútu og Keita bætti síðan við öðru marki. Bæði mörkin skrifast að stóru leyti á Volkan Demirel, markvörð tyrkneska liðsins. Fenerbache minnkaði muninn úr sinni fyrstu sókn en það gerði hinn brasilíski Deivid á 20. mínútu. Fyrir hálfleik bætti Sevilla síðan þriðja markinu við. Það skoraði Freddie Kanoute. Staðan 3-1 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Deivid sitt annað mark og minnkaði muninn fyrir Fenerbache í 3-2. Liðið vann fyrri leikinn með sama mun og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og því farið í vítaspyrnukeppni þar sem Fenerbache bar sigur úr býtum. Volkan markvörður Fenerbache bætti upp fyrir mistök sínum í leiknum og varði þrjár spyrnur. Gang vítaspyrnukeppninnar má sjá hér að neðan:1-0 Kanoute skorar1-1 Vederson skorar 1-1 Varið frá Escude 1-1 Varið frá Edu2-1 Dragutinovic skorar2-2 Aurelio skorar 2-2 Varið frá Maresca2-3 Kezman skorar 2-3 Varið frá Alves Þetta er í fyrsta sinn sem Fenerbache kemst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira