Pirraður Geir 18. mars 2008 14:25 Forsætisráðherra þjóðarinnar var heldur pirraður á nýafstöðnum blaðamannfundi í Stjórnarráðinu í dag. Gott ef ekki úrillur. Hann svaraði spurningum blaða- og fréttamanna um stöðu og horfur í efnahagsmálum heldur önuglega. Og kvaðst einfaldlega ekki ætla að svara sumum þeirra. Punktur, basta. Þetta er ekki rétta skapið. Og ekki heldur rétta taktíkin þegar þess er freistað að róa heila þjóð og þess utan fjármálakerfið allt í kringum okkur. Þetta veit jafn vandaður og ábyrgur stjórnmálamaður og Geir H. Haarde. Þjóðin heldur ekki ró sinni ef formaðurinn á bátnum virkar á hana píndur og skældur. Og illa fyrir kallaður ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Forsætisráðherra þjóðarinnar var heldur pirraður á nýafstöðnum blaðamannfundi í Stjórnarráðinu í dag. Gott ef ekki úrillur. Hann svaraði spurningum blaða- og fréttamanna um stöðu og horfur í efnahagsmálum heldur önuglega. Og kvaðst einfaldlega ekki ætla að svara sumum þeirra. Punktur, basta. Þetta er ekki rétta skapið. Og ekki heldur rétta taktíkin þegar þess er freistað að róa heila þjóð og þess utan fjármálakerfið allt í kringum okkur. Þetta veit jafn vandaður og ábyrgur stjórnmálamaður og Geir H. Haarde. Þjóðin heldur ekki ró sinni ef formaðurinn á bátnum virkar á hana píndur og skældur. Og illa fyrir kallaður ... -SER.