Dansandi aftur á svið 8. nóvember 2008 06:00 Kvart Jo Strömgren hlaut Grímuverðlaunin 2008 sem besti danshöfundurinn fyrir Kvart og Emilía Gísladóttir var valinn besti dansarinn fyrir frammistöðu sína í verkinu.Mynd Íd Um helgina hefjast sýningar í Borgarleikhúsinu á nóvemberverkum Íslenska dansflokksins og verða sýningar á þeim næstu sunnudaga. Áhugamönnum um dans gefst um helgina í Borgarleikhúsinu tækifæri á að sjá Dans-anda, vinsæla og verðlaunaða sýningu sem var á fjölunum í fyrra. Dans-andi er yfirskrift yfir tvö frábær en gjörólík verk eftir tvo af mest spennandi danshöfundum Norðurlanda, Jo Strömgren og Alexander Ekman. Í Kvart eftir Jo Strömgren, konung dansleikhússins, dansa dansararnir hvor fyrir annan. Ákafur og fagur dans við magnaða tónlist eftir finnska tónskáldið Kimmo Pohjonen sem hefur meðal annars unnið með Sigur Rós og Múm. Búningar eru eftir Steinunni Sigurðardóttir, einn fremsta fatahönnuð okkar. Höfundur Kvart Jo Strömgren hlaut Grímuverðlaunin 2008 sem besti danshöfundurinn fyrir Kvart og Emilía Gísladóttir var valinn besti dansarinn fyrir frammistöðu sína í verkinu. Hitt verkið er Endastöð eftir Alexander Ekman en ef Strömgren er kóngurinn í norrænu dansleikhúsi þá er Ekman krónprinsinn. Í Endastöð fer saman látbragð og dans þar sem við fylgjumst með hópi gamalmenna í leit þeirra að æskunni. Verkið er leikrænt, létt, fyndið og rómantískt. Sýningin fékk í alla staði frábæra dóma og það komust færri að en vildu. Hér í blaðinu fékk hún þessi ummæli: „Flott sýning og skemmtileg". - „Þessa sýningu gæti ég vel hugsað mér að sjá aftur". Fólki gefst því nú annað tækifæri að sjá þessa skemmtilegu sýningu. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Um helgina hefjast sýningar í Borgarleikhúsinu á nóvemberverkum Íslenska dansflokksins og verða sýningar á þeim næstu sunnudaga. Áhugamönnum um dans gefst um helgina í Borgarleikhúsinu tækifæri á að sjá Dans-anda, vinsæla og verðlaunaða sýningu sem var á fjölunum í fyrra. Dans-andi er yfirskrift yfir tvö frábær en gjörólík verk eftir tvo af mest spennandi danshöfundum Norðurlanda, Jo Strömgren og Alexander Ekman. Í Kvart eftir Jo Strömgren, konung dansleikhússins, dansa dansararnir hvor fyrir annan. Ákafur og fagur dans við magnaða tónlist eftir finnska tónskáldið Kimmo Pohjonen sem hefur meðal annars unnið með Sigur Rós og Múm. Búningar eru eftir Steinunni Sigurðardóttir, einn fremsta fatahönnuð okkar. Höfundur Kvart Jo Strömgren hlaut Grímuverðlaunin 2008 sem besti danshöfundurinn fyrir Kvart og Emilía Gísladóttir var valinn besti dansarinn fyrir frammistöðu sína í verkinu. Hitt verkið er Endastöð eftir Alexander Ekman en ef Strömgren er kóngurinn í norrænu dansleikhúsi þá er Ekman krónprinsinn. Í Endastöð fer saman látbragð og dans þar sem við fylgjumst með hópi gamalmenna í leit þeirra að æskunni. Verkið er leikrænt, létt, fyndið og rómantískt. Sýningin fékk í alla staði frábæra dóma og það komust færri að en vildu. Hér í blaðinu fékk hún þessi ummæli: „Flott sýning og skemmtileg". - „Þessa sýningu gæti ég vel hugsað mér að sjá aftur". Fólki gefst því nú annað tækifæri að sjá þessa skemmtilegu sýningu. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira