Leikið til góðs 26. september 2008 05:30 Við æfingar Martin Berkofsky og Einar Jóhannesson tóku á því í Salnum á miðvikudag.Fréttablaðið/valli Píanóleikarinn Martin Berkofsky og klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi kl. 17 á sunnudag. Einar Jóhannesson þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann er einn af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar. Martin Berkofsky er þrautreyndur bandarískur píanóleikari. Hann bjó hér á landi á árum áður og það var einmitt hér sem hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að lenda í mótórhjólaslysi. Berkofsky meiddist talsvert, en lét það þó ekki aftra sér frá því að koma fram á tónleikum aðeins fáeinum vikum eftir slysið. Árið 2000 greindist Berkofsky svo með krabbamein, en hafði blessunarlega betur í baráttu sinni við það. Eftir þá reynslu ákvað hann að helga líf sitt góðgerðarstarfsemi og hefur síðan þá ekki þegið greiðslu fyrir að koma fram á tónleikum, heldur lætur hann laun sín ávallt renna til góðgerðarmála. Berkofsky stundar að auki maraþonhlaup af miklum móð og hleypur reglulega til góðs. Þannig hljóp hann til að mynda frá Tulsa til Oklahoma til þess að safna fé til kaupa á krabbameinsleitartæki fyrir sjúkrahúsið í Tulsa, en þar gekkst hann sjálfur einmitt undir krabbameinsmeðferð. Á efnisskrá þeirra Einars og Martins á sunnudag eru verk eftir tónskáld á borð við Schumann, Brahms og Þorkel Sigurbjörnsson. Miðasala fer fram í Salnum og er miðaverð 3.900 krónur. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Píanóleikarinn Martin Berkofsky og klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi kl. 17 á sunnudag. Einar Jóhannesson þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann er einn af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar. Martin Berkofsky er þrautreyndur bandarískur píanóleikari. Hann bjó hér á landi á árum áður og það var einmitt hér sem hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að lenda í mótórhjólaslysi. Berkofsky meiddist talsvert, en lét það þó ekki aftra sér frá því að koma fram á tónleikum aðeins fáeinum vikum eftir slysið. Árið 2000 greindist Berkofsky svo með krabbamein, en hafði blessunarlega betur í baráttu sinni við það. Eftir þá reynslu ákvað hann að helga líf sitt góðgerðarstarfsemi og hefur síðan þá ekki þegið greiðslu fyrir að koma fram á tónleikum, heldur lætur hann laun sín ávallt renna til góðgerðarmála. Berkofsky stundar að auki maraþonhlaup af miklum móð og hleypur reglulega til góðs. Þannig hljóp hann til að mynda frá Tulsa til Oklahoma til þess að safna fé til kaupa á krabbameinsleitartæki fyrir sjúkrahúsið í Tulsa, en þar gekkst hann sjálfur einmitt undir krabbameinsmeðferð. Á efnisskrá þeirra Einars og Martins á sunnudag eru verk eftir tónskáld á borð við Schumann, Brahms og Þorkel Sigurbjörnsson. Miðasala fer fram í Salnum og er miðaverð 3.900 krónur.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira