Bloggvinkonur með sýningu 23. ágúst 2008 04:30 Katrín og bloggvinkonur hennar ætla að efna til samsýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem verður opnuð 30. ágúst. fréttablaðið/gva Fimm myndlistarkonur sem kynntust á blogginu fyrir einu og hálfu ári ætla að halda samsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem verður opnuð 30. ágúst. „Við erum allar bloggvinkonur. Ég bjó á Englandi, tvær hafa verið á Spáni, ein í Grikklandi og ein í Reykjavík," segir myndlistarkonan Katrín Snæhólm. „Við ætlum að hittast, sumar í fyrsta skipti á ævinni, til að halda sýninguna saman og erum búnar að skipuleggja hana í gegnum netið." Katrín segir sýninguna sérstaklega spennandi því þær komi hver úr sinni áttinni og séu enn þá að kynnast. „Það er fullt af bloggvinum sem eru spenntir að koma. Þetta sýnir líka hvað bloggið er frábært. Það tengir saman fólk sem er að gera svipaða hluti. Maður kynnist öðrum sem eru að vinna að skapandi verkefnum sem maður hefði kannski aldrei kynnst annars." Ekki bundin af listaelítuÁ blogginu hefur Katrín tekið þátt í samsýningum, auk þess sem hún opnaði þar kortaverslun þar sem hún selur eigin kort. Einnig selur hún eftirprentanir af málverkum sínum í gegnum bloggið. „Netið er frábær vettvangur fyrir listamenn. Ég hef heyrt það á öðrum listamönnum að það séu ákveðnir aðilar sem stjórna því hvert þú kemst og hvar þú getur sýnt, enda hafa myndlistarmenn tjaldað í Hljómskálagarðinum í mótmælaskyni yfir því að komast hvergi að. En í gegnum netið geturðu komið þér sjálfur á framfæri og ert ekki endilega bundinn af einhverri listaelítu," segir hún. Bloggvinkonur Katrínar heita Elín Björk Guðbrandsdóttir, Guðný Svava Strandberg, Katrín Níelsdóttir og Zordís og stendur sýning þeirra yfir til 14. september. Áhugasamir geta kynnt sér bloggheim Katrínar á síðunni katrinsnaeholm.blog.is. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fimm myndlistarkonur sem kynntust á blogginu fyrir einu og hálfu ári ætla að halda samsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem verður opnuð 30. ágúst. „Við erum allar bloggvinkonur. Ég bjó á Englandi, tvær hafa verið á Spáni, ein í Grikklandi og ein í Reykjavík," segir myndlistarkonan Katrín Snæhólm. „Við ætlum að hittast, sumar í fyrsta skipti á ævinni, til að halda sýninguna saman og erum búnar að skipuleggja hana í gegnum netið." Katrín segir sýninguna sérstaklega spennandi því þær komi hver úr sinni áttinni og séu enn þá að kynnast. „Það er fullt af bloggvinum sem eru spenntir að koma. Þetta sýnir líka hvað bloggið er frábært. Það tengir saman fólk sem er að gera svipaða hluti. Maður kynnist öðrum sem eru að vinna að skapandi verkefnum sem maður hefði kannski aldrei kynnst annars." Ekki bundin af listaelítuÁ blogginu hefur Katrín tekið þátt í samsýningum, auk þess sem hún opnaði þar kortaverslun þar sem hún selur eigin kort. Einnig selur hún eftirprentanir af málverkum sínum í gegnum bloggið. „Netið er frábær vettvangur fyrir listamenn. Ég hef heyrt það á öðrum listamönnum að það séu ákveðnir aðilar sem stjórna því hvert þú kemst og hvar þú getur sýnt, enda hafa myndlistarmenn tjaldað í Hljómskálagarðinum í mótmælaskyni yfir því að komast hvergi að. En í gegnum netið geturðu komið þér sjálfur á framfæri og ert ekki endilega bundinn af einhverri listaelítu," segir hún. Bloggvinkonur Katrínar heita Elín Björk Guðbrandsdóttir, Guðný Svava Strandberg, Katrín Níelsdóttir og Zordís og stendur sýning þeirra yfir til 14. september. Áhugasamir geta kynnt sér bloggheim Katrínar á síðunni katrinsnaeholm.blog.is. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira