Sigfús: Spurning um hvort liðið langar meira í titilinn 27. apríl 2009 13:34 Sigfús Sigurðsson Mynd/Arnþór "Þetta eru að mínu mati tvö bestu lið landsins í dag og ef sigurinn kostar það að við séum blóðugir og brotnir, þá verður að hafa það. Ég veit að Haukarnir hugsa slíkt hið sama," sagði varnarjaxlinn Sigfús Sigurðsson hjá Val í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fyrsta úrslitaleik Hauka og Vals í N1 deildinni í kvöld. Leikurinn í kvöld er á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 19:45. Vísir spurði Sigfús hvað Valsmenn þyrftu að gera til að landa titlinum. "Við þurfum að spila skynsamlega í sókninni, gera fáa tæknifeila, nýta færin okkar, spila góðan varnarleik og nýta hraðaupphlaupin okkar. Aðall okkar er auðvitað varnarleikurinn og það er hann sem við treystum áfram á. Það er raunar eins hjá Haukunum og því er þetta bara spurning um það hvort liðið langar meira að vinna titilinn," sagði Sigfús. "Ég held að flestir sem eru að æfa séu í þessu til að komast í úrslitin og svitinn, tárin og blóðið er allt fyrir þetta," sagði línumaðurinn sterki. Sigfús hefur ekki verið heill heilsu undanfarið og gat lítið beitt sér gegn HK í undanúrslitarimmunni. "Skrokkurinn er auvitað orðinn dálítið gamall," sagði Sigfús, sem spilaði ekkert í fyrsta leiknum gegn HK í undanúrslitunum en kom aðeins við sögu í næstu tveimur. "Í rauninni hefði ég ekkert átt að spila og er bara að bíða eftir að komast í aðgerð eftir tímabilið. Þá þarf að skoða hvað þarf að laga. Ég veit ekki hvernig ég verð á morgun ef ég fæ þá að spila, en það er seinni tíma vandamál," sagði Sigfús. Hann segist alveg eins eiga von á að úrslitin ráðist ekki fyrr en í oddaleik í úrslitaeinvíginu. "Á miðað við hvernig leikir þessara liða hafa spilast í vetur á ég alveg eins von á því að þetta fari í fimm leiki. Það væri auðvitað þægilegt að vinna 3-0 en ég á nú ekki von á að svo verði." Olís-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
"Þetta eru að mínu mati tvö bestu lið landsins í dag og ef sigurinn kostar það að við séum blóðugir og brotnir, þá verður að hafa það. Ég veit að Haukarnir hugsa slíkt hið sama," sagði varnarjaxlinn Sigfús Sigurðsson hjá Val í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fyrsta úrslitaleik Hauka og Vals í N1 deildinni í kvöld. Leikurinn í kvöld er á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 19:45. Vísir spurði Sigfús hvað Valsmenn þyrftu að gera til að landa titlinum. "Við þurfum að spila skynsamlega í sókninni, gera fáa tæknifeila, nýta færin okkar, spila góðan varnarleik og nýta hraðaupphlaupin okkar. Aðall okkar er auðvitað varnarleikurinn og það er hann sem við treystum áfram á. Það er raunar eins hjá Haukunum og því er þetta bara spurning um það hvort liðið langar meira að vinna titilinn," sagði Sigfús. "Ég held að flestir sem eru að æfa séu í þessu til að komast í úrslitin og svitinn, tárin og blóðið er allt fyrir þetta," sagði línumaðurinn sterki. Sigfús hefur ekki verið heill heilsu undanfarið og gat lítið beitt sér gegn HK í undanúrslitarimmunni. "Skrokkurinn er auvitað orðinn dálítið gamall," sagði Sigfús, sem spilaði ekkert í fyrsta leiknum gegn HK í undanúrslitunum en kom aðeins við sögu í næstu tveimur. "Í rauninni hefði ég ekkert átt að spila og er bara að bíða eftir að komast í aðgerð eftir tímabilið. Þá þarf að skoða hvað þarf að laga. Ég veit ekki hvernig ég verð á morgun ef ég fæ þá að spila, en það er seinni tíma vandamál," sagði Sigfús. Hann segist alveg eins eiga von á að úrslitin ráðist ekki fyrr en í oddaleik í úrslitaeinvíginu. "Á miðað við hvernig leikir þessara liða hafa spilast í vetur á ég alveg eins von á því að þetta fari í fimm leiki. Það væri auðvitað þægilegt að vinna 3-0 en ég á nú ekki von á að svo verði."
Olís-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira