Efast um að ég sé velkominn hjá þjálfaranum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2009 06:00 Kári Árnason. Knattspyrnumaðurinn Kári Árnason segist vilja losna frá danska úrvalsdeildarfélaginu AGF. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann var í láni á síðari hluta síðasta tímabils hjá Esbjerg sem leikur í sömu deild en gat lítið beitt sér þar vegna meiðsla. Það er því útlit fyrir að hann snúi aftur til AGF þegar sumarleyfinu lýkur. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við AGF og fer því aftur þangað í sumar, sem ætti að vera nokkuð sérstakt," sagði Kári. „Það er ástæða fyrir því að ég fór á sínum tíma. Ég og þjálfarinn deilum ekki sömu sýn á fótbolta og fór ég til Esbjerg í þeirri von að ég fengi að spila og yrði svo seldur í kjölfarið. En þá meiddist ég og þurfti að fara í tvær aðgerðir. Ég gat því lítið spilað. Ég er þó allur að koma til og er hættur að finna fyrir meiðslunum." Hann segir að hann hafi ekki skilið við þjálfara sinn hjá AGF á góðum nótum. „Það voru ákveðnir hlutir sagðir og ég veit ekki hvort við getum átt samleið aftur. Ég ber engar slæmar tilfinningar í hans garð en ég efast um að ég sé velkominn aftur hjá honum. Við erum ekki bestu vinir." Það var núverandi þjálfari Esbjerg sem keypti Kára til AGF frá Djurgården í Svíþjóð á sínum tíma. Hann efast þó um að Esbjerg geti keypt sig nú. „Það kom til greina en ég held að fjárhagsstaða félagsins sé ekki það góð að það sé mögulegt. Ég efast um að það sé í spilunum lengur." Kári er þó ekki að stressa sig um of á öllu saman. „Ég er með umboðsmenn sem eru að vinna í því að finna félög sem hefðu hugsanlega áhuga og ég er opinn fyrir öllu. Ég hefði auðvitað mestan áhuga á því að komast að í bestu deildunum en það er oft spurning um heppni. Ég væri líka til í að prófa að fara til annars lands þó svo að Danmerkurdvölin hafi verið mjög góð. Það tekur auðvitað sinn tíma að aðlagast nýju landi en fyrir utan meiðslin hefur mér gengið mjög vel." Ef Kára bjóðast engir aðrir möguleikar verður hann væntanlega áfram í herbúðum AGF. „Ég er á fínum launum í eitt ár til viðbótar en auðvitað vil ég helst fá að spila." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kári Árnason segist vilja losna frá danska úrvalsdeildarfélaginu AGF. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann var í láni á síðari hluta síðasta tímabils hjá Esbjerg sem leikur í sömu deild en gat lítið beitt sér þar vegna meiðsla. Það er því útlit fyrir að hann snúi aftur til AGF þegar sumarleyfinu lýkur. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við AGF og fer því aftur þangað í sumar, sem ætti að vera nokkuð sérstakt," sagði Kári. „Það er ástæða fyrir því að ég fór á sínum tíma. Ég og þjálfarinn deilum ekki sömu sýn á fótbolta og fór ég til Esbjerg í þeirri von að ég fengi að spila og yrði svo seldur í kjölfarið. En þá meiddist ég og þurfti að fara í tvær aðgerðir. Ég gat því lítið spilað. Ég er þó allur að koma til og er hættur að finna fyrir meiðslunum." Hann segir að hann hafi ekki skilið við þjálfara sinn hjá AGF á góðum nótum. „Það voru ákveðnir hlutir sagðir og ég veit ekki hvort við getum átt samleið aftur. Ég ber engar slæmar tilfinningar í hans garð en ég efast um að ég sé velkominn aftur hjá honum. Við erum ekki bestu vinir." Það var núverandi þjálfari Esbjerg sem keypti Kára til AGF frá Djurgården í Svíþjóð á sínum tíma. Hann efast þó um að Esbjerg geti keypt sig nú. „Það kom til greina en ég held að fjárhagsstaða félagsins sé ekki það góð að það sé mögulegt. Ég efast um að það sé í spilunum lengur." Kári er þó ekki að stressa sig um of á öllu saman. „Ég er með umboðsmenn sem eru að vinna í því að finna félög sem hefðu hugsanlega áhuga og ég er opinn fyrir öllu. Ég hefði auðvitað mestan áhuga á því að komast að í bestu deildunum en það er oft spurning um heppni. Ég væri líka til í að prófa að fara til annars lands þó svo að Danmerkurdvölin hafi verið mjög góð. Það tekur auðvitað sinn tíma að aðlagast nýju landi en fyrir utan meiðslin hefur mér gengið mjög vel." Ef Kára bjóðast engir aðrir möguleikar verður hann væntanlega áfram í herbúðum AGF. „Ég er á fínum launum í eitt ár til viðbótar en auðvitað vil ég helst fá að spila."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira