Safnar ástarbréfum Íslendinga 10. mars 2009 06:00 Sunna og Landsbókasafn Íslands efna til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Öll innsend bréf verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. Vísir/GVA „Ég á eftir að fara í gegnum mína skúffu, en það koma eflaust einhver bréf upp úr henni,“ segir Sunna Dís Másdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, spurð um söfnun ástarbréfa sem hún stendur fyrir í samstarfi við Landsbókasafn Íslands. „Ég fékk ljóðabók í jólagjöf sem heitir Ég skal kveða um eina þig alla mína daga, eftir Pál Ólafsson. Mér finnst þessi setning svo falleg ástarjátning og fór út frá því að hugsa um hve mörg ástarbréf leynast eflaust í skúffum út um allt. Mig langaði að safna þeim saman og sjá muninn á gömlum handskrifuðum ástarbréfum og svo ástarjátningum í tölvupóstum, á Facebook eða í sms-skilaboðum í dag.“ Niðurstaðan varð sú að Sunna, í samstarfi við handritadeild Landsbókasafns Íslands, efnir nú til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Óskað er eftir ástarbréfum, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupóstum. „Fólki er svolítið í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar fylgja bréfunum, en nánari upplýsingar um það má finna á Facebook-síðu átaksins,“ útskýrir Sunna. Bréfin verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. „Ég stefni svo á að setja upp sýningu í miðbænum í samráði við eigendur bréfanna í maí til að sýna fólki hvað þetta er sameiginleg tilfinning hjá okkur þó svo að hún sé persónuleg og dreifa smá ást,“ bætir hún við og brosir. Áhugasamir geta sent bréf sín á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, eða á netfangið astarbrefoskast@gmail.com. Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
„Ég á eftir að fara í gegnum mína skúffu, en það koma eflaust einhver bréf upp úr henni,“ segir Sunna Dís Másdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, spurð um söfnun ástarbréfa sem hún stendur fyrir í samstarfi við Landsbókasafn Íslands. „Ég fékk ljóðabók í jólagjöf sem heitir Ég skal kveða um eina þig alla mína daga, eftir Pál Ólafsson. Mér finnst þessi setning svo falleg ástarjátning og fór út frá því að hugsa um hve mörg ástarbréf leynast eflaust í skúffum út um allt. Mig langaði að safna þeim saman og sjá muninn á gömlum handskrifuðum ástarbréfum og svo ástarjátningum í tölvupóstum, á Facebook eða í sms-skilaboðum í dag.“ Niðurstaðan varð sú að Sunna, í samstarfi við handritadeild Landsbókasafns Íslands, efnir nú til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Óskað er eftir ástarbréfum, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupóstum. „Fólki er svolítið í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar fylgja bréfunum, en nánari upplýsingar um það má finna á Facebook-síðu átaksins,“ útskýrir Sunna. Bréfin verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. „Ég stefni svo á að setja upp sýningu í miðbænum í samráði við eigendur bréfanna í maí til að sýna fólki hvað þetta er sameiginleg tilfinning hjá okkur þó svo að hún sé persónuleg og dreifa smá ást,“ bætir hún við og brosir. Áhugasamir geta sent bréf sín á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, eða á netfangið astarbrefoskast@gmail.com.
Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira