Stím-málið ekki enn borist ákæruvaldinu 20. október 2009 06:00 Glitnir Grunur leikur á að Glitnir og móðurfélagið FL Group hafi lánað Stími, sem var að stórum hluta í eigu Glitnis, til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group gegn veðum í bréfunum. Þannig hafi átt að hífa upp verðið á bréfunum. fréttablaðið/heiða Mál eignarhaldsfélagsins Stíms hefur hvorki borist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra né sérstökum saksóknara til ákærumeðferðar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í júní, fyrir hálfum fimmta mánuði, greindi Morgunblaðið frá því að FME myndi „á næstunni“ senda málið til ákæruvalds. Stím-málið var eitt fyrsta málið sem tengt er meintum óeðlilegum viðskiptum sem rataði í fjölmiðla eftir hrunið fyrir ári. Stím hét áður FS37 og var stofnað af Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar. Gamli Glitnir, sem var að stórum hluta í eigu eins helsta viðskiptafélaga Pálma, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók félagið yfir og skírði það Stím. Félaginu var ætlað að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir tæpa 24,8 milljarða króna. Helstu viðskiptavinum Glitnis var síðan boðið að kaupa í Stími, en Glitnir var eftir sem áður stærsti eigandinn með 32,5 prósenta hlut. Glitnir og FL Group lánuðu svo Stími fyrir 90 prósentum af hlutabréfakaupunum með veðum í bréfunum sjálfum. Fjármálaeftirlitið tók viðskiptin fyrst til skoðunar haustið 2007 án þess að grípa til aðgerða og síðan aftur þegar málið komst í hámæli í fyrra. Þá kom ýmislegt nýtt í ljós og hefur síðan verið í rannsókn hvort um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun var að ræða, til þess ætluð að hífa upp verð á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið reynst öllu flóknara en búist var við og rannsókn FME því sóst mun hægar en menn áttu von á í sumar. Heimildir herma að líklega muni málið að endingu lenda hjá sérstökum saksóknara. Stjórnarformaður Stíms, útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason úr Bolungarvík, var skráður fyrir félaginu. Hann átti jafnframt tíu prósent í félaginu. Jakob Valgeir sagðist í fjölmiðlum á sínum tíma fullviss um að athugun FME á Stími myndi ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós. stigur@frettabladid.is Stím málið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Mál eignarhaldsfélagsins Stíms hefur hvorki borist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra né sérstökum saksóknara til ákærumeðferðar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í júní, fyrir hálfum fimmta mánuði, greindi Morgunblaðið frá því að FME myndi „á næstunni“ senda málið til ákæruvalds. Stím-málið var eitt fyrsta málið sem tengt er meintum óeðlilegum viðskiptum sem rataði í fjölmiðla eftir hrunið fyrir ári. Stím hét áður FS37 og var stofnað af Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar. Gamli Glitnir, sem var að stórum hluta í eigu eins helsta viðskiptafélaga Pálma, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók félagið yfir og skírði það Stím. Félaginu var ætlað að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir tæpa 24,8 milljarða króna. Helstu viðskiptavinum Glitnis var síðan boðið að kaupa í Stími, en Glitnir var eftir sem áður stærsti eigandinn með 32,5 prósenta hlut. Glitnir og FL Group lánuðu svo Stími fyrir 90 prósentum af hlutabréfakaupunum með veðum í bréfunum sjálfum. Fjármálaeftirlitið tók viðskiptin fyrst til skoðunar haustið 2007 án þess að grípa til aðgerða og síðan aftur þegar málið komst í hámæli í fyrra. Þá kom ýmislegt nýtt í ljós og hefur síðan verið í rannsókn hvort um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun var að ræða, til þess ætluð að hífa upp verð á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið reynst öllu flóknara en búist var við og rannsókn FME því sóst mun hægar en menn áttu von á í sumar. Heimildir herma að líklega muni málið að endingu lenda hjá sérstökum saksóknara. Stjórnarformaður Stíms, útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason úr Bolungarvík, var skráður fyrir félaginu. Hann átti jafnframt tíu prósent í félaginu. Jakob Valgeir sagðist í fjölmiðlum á sínum tíma fullviss um að athugun FME á Stími myndi ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós. stigur@frettabladid.is
Stím málið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira