Breskir bankar á fallandi fæti 20. janúar 2009 03:00 Hlutabréf Royal Bank of Scotland, sem nú er í meirihlutaeigu breska ríkisins, hríðféllu í gær eftir afkomuviðvörun bankans. Hlutabréf banka og fjármálastofnana í Bretlandi hríðféllu á mörkuðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir nýja áætlun til bjargar fjármálakerfinu sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, kynnti í gær. Einna mest var lækkun hlutabréfa Royal Bank of Scotland, um 67,4 prósent, eftir að bankinn gaf út afkomuviðvörun þar sem hann varaði við því að tap bankans á nýliðnu ári kynni að nema allt að 28 milljörðum punda, eða yfir 5.200 milljörðum íslenskra króna. Slíkt tap hefur ekki áður sést hjá fjármálastofnun í Bretlandi. Ríkið á þegar 58 prósenta hlut í bankanum og áætlanir um að það auki eignarhlut sinn í 70 prósent. Aukinn eignarhlutur ríkisins í bankanum er hluti af björgunaráætlun sem ætlað er að koma ró á fjármálakerfi Bretlands. Þar eru einnig áætlanir um að bönkum verði gert kleift að kaupa tryggingu gegn framtíðartapi af áhættusömum eignasöfnum, að því er Market Watch greinir frá. Þar kemur einnig fram að þótt fjárfestar hafi í fyrstu fagnað áætlunum breska ríkisins hafi þeir svo tekið að efast. „Ég er ekki sannfærður um að tilætluðum árangri verði náð og útlán aukist, því þótt ríkisstjórnin tryggi veðlán þá er bönkunum ekki í raun gert að hreinsa ruslið úr eignasafni sínu,“ hefur Market Watch eftir Peter Dixon, greinanda hjá Commerzbank í Þýskalandi. - óká Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréf banka og fjármálastofnana í Bretlandi hríðféllu á mörkuðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir nýja áætlun til bjargar fjármálakerfinu sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, kynnti í gær. Einna mest var lækkun hlutabréfa Royal Bank of Scotland, um 67,4 prósent, eftir að bankinn gaf út afkomuviðvörun þar sem hann varaði við því að tap bankans á nýliðnu ári kynni að nema allt að 28 milljörðum punda, eða yfir 5.200 milljörðum íslenskra króna. Slíkt tap hefur ekki áður sést hjá fjármálastofnun í Bretlandi. Ríkið á þegar 58 prósenta hlut í bankanum og áætlanir um að það auki eignarhlut sinn í 70 prósent. Aukinn eignarhlutur ríkisins í bankanum er hluti af björgunaráætlun sem ætlað er að koma ró á fjármálakerfi Bretlands. Þar eru einnig áætlanir um að bönkum verði gert kleift að kaupa tryggingu gegn framtíðartapi af áhættusömum eignasöfnum, að því er Market Watch greinir frá. Þar kemur einnig fram að þótt fjárfestar hafi í fyrstu fagnað áætlunum breska ríkisins hafi þeir svo tekið að efast. „Ég er ekki sannfærður um að tilætluðum árangri verði náð og útlán aukist, því þótt ríkisstjórnin tryggi veðlán þá er bönkunum ekki í raun gert að hreinsa ruslið úr eignasafni sínu,“ hefur Market Watch eftir Peter Dixon, greinanda hjá Commerzbank í Þýskalandi. - óká
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira