Ísland á allra vörum Þorvaldur Gylfason skrifar 19. nóvember 2009 06:00 Íslenzk spilling er nú almælt í öðrum löndum. Hvernig ætti annað að vera? Mikill fjöldi útlendinga hefur beðið stórfellt tjón af viðskiptum sínum við íslenzka banka og kallar á upplýsingar og uppgjör og engar refjar. Skaði erlendra lánardrottna bankanna, fjárfesta og annarra er nú talinn nema um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands. Við þá tölu þarf að bæta eignatjóninu, sem Íslendingar urðu sjálfir fyrir, þegar bankarnir hrundu, en það er nú metið á um tvöfalda landsframleiðslu. Fjárskaðinn allur er því nú talinn nema um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands eins og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lýst. Reynist þetta mat rétt, hefur ekkert bankahrun í samanlagðri hagsögu heimsins valdið öðru eins fjártjóni miðað við umfang þjóðarbúskaparins, og er þá ýmislegt enn ótalið, svo sem aukin skuldabyrði heimila og fyrirtækja af völdum hrunsins og ýmis kostnaður vegna uppgjörsins. Og þá er enn ótalið það, sem mestu skiptir: álitshnekkir landsins. Hann verður ekki metinn til fjár. Góður orðstír deyr aldregi, segir í Hávamálum. Það getur tekið Ísland langan tíma að endurheimta glataðan orðstír og gagnkvæmt traust innan lands og utan. Fregnir frá Íslandi@Megin-Ol Idag 8,3p :Erlendir blaðamenn reyna skiljanlega að grafast fyrir um tildrög hrunsins til að geta upplýst lesendur sína um þau. Brezka stórblaðið Financial Times lagði alla forsíðu helgarblaðs síns um síðustu helgi og meira til undir frásögn af starfi Evu Joly á Íslandi. Joly segir þar, að hneykslið á bak við bankahrunið sé umfangsmeira en Elf-hneykslið í Frakklandi fyrir áratug, en það var fram að hruni talið mesta fjármálahneyksli álfunnar eftir stríð. Hún ætti að vita það, hafandi stjórnað rannsókninni. Joly kom þrem yfirmönnum ríkisolíufélagsins Elf-Aquitaine (og eiginkonu eins þeirra) bak við lás og slá fyrir fjárdrátt, en þau vörðust með þeim rökum, að ríkisstjórnin hefði verið höfð með í ráðum frá degi til dags. Dómsmálaráðherrann sagði af sér. Réttarhöldin sviptu hulunni af fjárdrætti, mútum og spillingu í efstu lögum stjórnkerfisins, þótt aðeins fjórir sakborningar af 37 fengju fangelsisdóma auk fjársekta. Lífverðir þurftu að gæta Joly dag og nótt í sex ár. Eva Joly lofar ákærum hér heima fyrir lok næsta árs. Hún er bezta trygging þjóðarinnar fyrir því, að rannsókn hrunsins verði ekki einskær hvítþvottur eins og bersýnilega stóð til í byrjun og saksókn ríkisins renni ekki út í sandinn. Dagbladet í Noregi birti fyrir nokkrum dögum frétt um, að tveir þriðju hlutar Íslendinga teldu stjórnsýsluna spillta. Blöð í öðrum löndum flytja tíðar fregnir af þessum toga. Íslendingar ættu að fagna slíkum fréttaflutningi, því að hann eykur líkurnar á, að rannsókn hrunsins og saksókn ríkisins að henni lokinni skili árangri. Hér er mikið í húfi. Íslendingar geta aldrei bætt útlendingum nema brot af þeim skaða, sem bankarnir og bandamenn þeirra hafa valdið. Þeim mun brýnna er, að Íslendingar rétti umheiminum sáttahönd og heiti því að afhjúpa sannleikann um tildrög hrunsins og draga ekkert undan, hversu illa sem nakinn sannleikurinn kann að koma sér fyrir innlenda menn. Aðeins þannig getur landið vænzt þess að endurheimta traust umheimsins. Bréf framkvæmdastjóra AGSFyrir skömmu fékk hópur manna, sem hafði beint spurningum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og beðið um fund með forstjóra sjóðsins, svar frá forstjóranum, Dominique Strauss-Kahn. Þar segist hann sammála hópnum um, að upptök kreppunnar á Íslandi megi rekja til bankanna. Hann segir (í þýðingu minni): "Bankarnir tóku of mikla áhættu, og eftirlit og regluverk brugðust. Grunnurinn var lagður með einkavæðingu bankanna, en hún átti sér ekki stað að undirlagi AGS: sjóðurinn hafði ekki þá og hefur yfirhöfuð ekki markað sér þá stefnu, að bankar skuli einkavæddir." Forstjórinn lýsir því í bréfinu, að krafan um lausn IceSave-deilunnar sé krafa Norðurlanda, og án fulltingis þeirra hefðu endar ekki náð saman. Hann segir, að án efnahagsáætlunarinnar og aðstoðar sjóðsins hefði gengi krónunnar fallið mun meira en raun varð á og samdráttur framleiðslu og atvinnu orðið meiri en ella. Allt er þetta satt og rétt frá mínum bæjardyrum séð, svo sem ég hef lýst áður á þessum stað. Ekki kemur á óvart, að þeir, sem mesta ábyrgð bera á hruninu, reyni að skella skuldinni á sjóðinn. Hitt kemur mér á óvart, að fólk, sem ber enga ábyrgð á hruninu, skuli bergmála gamla gagnrýni á sjóðinn með háreysti og reyna að draga hann til ábyrgðar á ástandinu nú. Slíkar ásakanir hneigjast til að dreifa athygli almennings frá ábyrgð innlendra sökudólga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Íslenzk spilling er nú almælt í öðrum löndum. Hvernig ætti annað að vera? Mikill fjöldi útlendinga hefur beðið stórfellt tjón af viðskiptum sínum við íslenzka banka og kallar á upplýsingar og uppgjör og engar refjar. Skaði erlendra lánardrottna bankanna, fjárfesta og annarra er nú talinn nema um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands. Við þá tölu þarf að bæta eignatjóninu, sem Íslendingar urðu sjálfir fyrir, þegar bankarnir hrundu, en það er nú metið á um tvöfalda landsframleiðslu. Fjárskaðinn allur er því nú talinn nema um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands eins og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lýst. Reynist þetta mat rétt, hefur ekkert bankahrun í samanlagðri hagsögu heimsins valdið öðru eins fjártjóni miðað við umfang þjóðarbúskaparins, og er þá ýmislegt enn ótalið, svo sem aukin skuldabyrði heimila og fyrirtækja af völdum hrunsins og ýmis kostnaður vegna uppgjörsins. Og þá er enn ótalið það, sem mestu skiptir: álitshnekkir landsins. Hann verður ekki metinn til fjár. Góður orðstír deyr aldregi, segir í Hávamálum. Það getur tekið Ísland langan tíma að endurheimta glataðan orðstír og gagnkvæmt traust innan lands og utan. Fregnir frá Íslandi@Megin-Ol Idag 8,3p :Erlendir blaðamenn reyna skiljanlega að grafast fyrir um tildrög hrunsins til að geta upplýst lesendur sína um þau. Brezka stórblaðið Financial Times lagði alla forsíðu helgarblaðs síns um síðustu helgi og meira til undir frásögn af starfi Evu Joly á Íslandi. Joly segir þar, að hneykslið á bak við bankahrunið sé umfangsmeira en Elf-hneykslið í Frakklandi fyrir áratug, en það var fram að hruni talið mesta fjármálahneyksli álfunnar eftir stríð. Hún ætti að vita það, hafandi stjórnað rannsókninni. Joly kom þrem yfirmönnum ríkisolíufélagsins Elf-Aquitaine (og eiginkonu eins þeirra) bak við lás og slá fyrir fjárdrátt, en þau vörðust með þeim rökum, að ríkisstjórnin hefði verið höfð með í ráðum frá degi til dags. Dómsmálaráðherrann sagði af sér. Réttarhöldin sviptu hulunni af fjárdrætti, mútum og spillingu í efstu lögum stjórnkerfisins, þótt aðeins fjórir sakborningar af 37 fengju fangelsisdóma auk fjársekta. Lífverðir þurftu að gæta Joly dag og nótt í sex ár. Eva Joly lofar ákærum hér heima fyrir lok næsta árs. Hún er bezta trygging þjóðarinnar fyrir því, að rannsókn hrunsins verði ekki einskær hvítþvottur eins og bersýnilega stóð til í byrjun og saksókn ríkisins renni ekki út í sandinn. Dagbladet í Noregi birti fyrir nokkrum dögum frétt um, að tveir þriðju hlutar Íslendinga teldu stjórnsýsluna spillta. Blöð í öðrum löndum flytja tíðar fregnir af þessum toga. Íslendingar ættu að fagna slíkum fréttaflutningi, því að hann eykur líkurnar á, að rannsókn hrunsins og saksókn ríkisins að henni lokinni skili árangri. Hér er mikið í húfi. Íslendingar geta aldrei bætt útlendingum nema brot af þeim skaða, sem bankarnir og bandamenn þeirra hafa valdið. Þeim mun brýnna er, að Íslendingar rétti umheiminum sáttahönd og heiti því að afhjúpa sannleikann um tildrög hrunsins og draga ekkert undan, hversu illa sem nakinn sannleikurinn kann að koma sér fyrir innlenda menn. Aðeins þannig getur landið vænzt þess að endurheimta traust umheimsins. Bréf framkvæmdastjóra AGSFyrir skömmu fékk hópur manna, sem hafði beint spurningum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og beðið um fund með forstjóra sjóðsins, svar frá forstjóranum, Dominique Strauss-Kahn. Þar segist hann sammála hópnum um, að upptök kreppunnar á Íslandi megi rekja til bankanna. Hann segir (í þýðingu minni): "Bankarnir tóku of mikla áhættu, og eftirlit og regluverk brugðust. Grunnurinn var lagður með einkavæðingu bankanna, en hún átti sér ekki stað að undirlagi AGS: sjóðurinn hafði ekki þá og hefur yfirhöfuð ekki markað sér þá stefnu, að bankar skuli einkavæddir." Forstjórinn lýsir því í bréfinu, að krafan um lausn IceSave-deilunnar sé krafa Norðurlanda, og án fulltingis þeirra hefðu endar ekki náð saman. Hann segir, að án efnahagsáætlunarinnar og aðstoðar sjóðsins hefði gengi krónunnar fallið mun meira en raun varð á og samdráttur framleiðslu og atvinnu orðið meiri en ella. Allt er þetta satt og rétt frá mínum bæjardyrum séð, svo sem ég hef lýst áður á þessum stað. Ekki kemur á óvart, að þeir, sem mesta ábyrgð bera á hruninu, reyni að skella skuldinni á sjóðinn. Hitt kemur mér á óvart, að fólk, sem ber enga ábyrgð á hruninu, skuli bergmála gamla gagnrýni á sjóðinn með háreysti og reyna að draga hann til ábyrgðar á ástandinu nú. Slíkar ásakanir hneigjast til að dreifa athygli almennings frá ábyrgð innlendra sökudólga.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun