Sómi Íslands Brynhildur Björnsdóttir skrifar 19. júní 2009 06:00 Vinur minn er í Jónafélaginu. Í því eru allir, hvort sem þeir vita það eða ekki, sem heita nöfnum sem dregin eru af nafni Jóhannesar skírara í Biblíunni. Í Jónafélaginu eru því allir Jónar, Jónasar, Jensar, Jóhannesar og Jóhannar, og svo líka þeir sem heita Hannes, Ívan, Jean og John, Sean, Giovanni og öðrum skyldum nöfnum. Og svo auðvitað allar Jónur, Hönnur og Jóhönnur. Hún stóð í fyrradag, hvíthærð og hvítklædd, við hliðina á nafna sínum og forvera og sagði að nú væri hafin ný sjálfstæðisbarátta. En nú snýst baráttan ekki um að slíta samhengi við aðra þjóð heldur að styrkja tengslin við löndin í kringum okkur. Við berjumst ekki fyrir því að fá að vera ein heldur fyrir því að fá að vera með. Hinn 17. júní 2008 stóð dökkhærður og dökkklæddur karlmaður í hennar sporum og sagði að íslenska þjóðin nyti trausts, að ríkissjóður væri nánast skuldlaus og lífeyrissjóðakerfið firnasterkt. Það hefur sumsé ýmislegt breyst frá 17. júní í fyrra. Í dag er hins vegar ekki sautjándi júní heldur sá nítjándi. Kvenréttindadagurinn, baráttudagur íslenskra kvenna, haldinn til að minnast dagsins fyrir 94 árum þegar konur á Íslandi fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Og það hefur líka margt breyst frá 19. júní í fyrra. Kona gegnir nú valdamesta embætti landsins og aldrei hafa fleiri konur setið á Alþingi en núna. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á heimsmælikvarða og íslensk söngkona vann silfurverðlaun á Evrópumótinu í söng og lagasmíð. Jóhanna og Jóhanna kunna báðar að bíða. Önnur beið í tuttugu ár eftir því að hennar tími kæmi, hin í níu. Í ár áttu þær báðar sína stund. Hvorug þeirra náði takmarki sínu í krafti þess að vera lítt klædd og lostafull til augnanna og eru þó báðar hávaxnar og ljóshærðar. Þær komust áfram vegna þess að þær vissu hvað þær vildu, vissu hvað þær þurftu að gera til að ná markmiðum sínum og vissu að þær myndu standa sig þegar á reyndi. Við hin í Jónafélaginu, meðal-Jónar og -Jónur þessa lands, þurfum líka að kunna að bíða af okkur hvassviðrið sem nú skellur á okkur. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Það er satt, þessu mun ljúka. Okkar tími mun koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Vinur minn er í Jónafélaginu. Í því eru allir, hvort sem þeir vita það eða ekki, sem heita nöfnum sem dregin eru af nafni Jóhannesar skírara í Biblíunni. Í Jónafélaginu eru því allir Jónar, Jónasar, Jensar, Jóhannesar og Jóhannar, og svo líka þeir sem heita Hannes, Ívan, Jean og John, Sean, Giovanni og öðrum skyldum nöfnum. Og svo auðvitað allar Jónur, Hönnur og Jóhönnur. Hún stóð í fyrradag, hvíthærð og hvítklædd, við hliðina á nafna sínum og forvera og sagði að nú væri hafin ný sjálfstæðisbarátta. En nú snýst baráttan ekki um að slíta samhengi við aðra þjóð heldur að styrkja tengslin við löndin í kringum okkur. Við berjumst ekki fyrir því að fá að vera ein heldur fyrir því að fá að vera með. Hinn 17. júní 2008 stóð dökkhærður og dökkklæddur karlmaður í hennar sporum og sagði að íslenska þjóðin nyti trausts, að ríkissjóður væri nánast skuldlaus og lífeyrissjóðakerfið firnasterkt. Það hefur sumsé ýmislegt breyst frá 17. júní í fyrra. Í dag er hins vegar ekki sautjándi júní heldur sá nítjándi. Kvenréttindadagurinn, baráttudagur íslenskra kvenna, haldinn til að minnast dagsins fyrir 94 árum þegar konur á Íslandi fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Og það hefur líka margt breyst frá 19. júní í fyrra. Kona gegnir nú valdamesta embætti landsins og aldrei hafa fleiri konur setið á Alþingi en núna. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á heimsmælikvarða og íslensk söngkona vann silfurverðlaun á Evrópumótinu í söng og lagasmíð. Jóhanna og Jóhanna kunna báðar að bíða. Önnur beið í tuttugu ár eftir því að hennar tími kæmi, hin í níu. Í ár áttu þær báðar sína stund. Hvorug þeirra náði takmarki sínu í krafti þess að vera lítt klædd og lostafull til augnanna og eru þó báðar hávaxnar og ljóshærðar. Þær komust áfram vegna þess að þær vissu hvað þær vildu, vissu hvað þær þurftu að gera til að ná markmiðum sínum og vissu að þær myndu standa sig þegar á reyndi. Við hin í Jónafélaginu, meðal-Jónar og -Jónur þessa lands, þurfum líka að kunna að bíða af okkur hvassviðrið sem nú skellur á okkur. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Það er satt, þessu mun ljúka. Okkar tími mun koma.