Engar bollur í bandið 7. janúar 2009 09:00 Nýr gítarleikari í Dresscode þarf að vera fjölhæfur, reglumaður og má ekki vera bolla. „Gítarleikarinn okkar, þrusugítarfantur, Gunnar Hilmarsson, er í djassnámi. Og nú vantar okkur í Dresscode gítarleikara," segir Davíð Smári Harðarson, einkaþjálfari, tónlistarmaður og fyrrum Idol-stjarna. Í nógu er að snúast hjá Davíð Smára. Hann segir allt brjálað að gera í líkamsræktinni og virðist kreppan ekki draga úr fólki nema síður sé. Davíð segir til sannfærandi kenningar þess efnis að í kreppu fari fólk að huga að heilsu sinni. Líkamsræktin virðist því ekki hafa verið bundin við uppana og peningaliðið. Og svo er það tónlistin. Hljómsveitin Dresscode hefur nú verið að í um ár og Davíð segir hljómsveitina verulega þétta. Þetta er dansiballahljómsveit, „cover-band" og spilar allan fjárann. „Þetta er þrusuband. Við tókum ball á Ránni í Keflavík um áramótin og þar flugu tanngarðar vinstri hægri. Ekki þó í slagsmálum heldur fjöri," segir Davíð Smári. Nóg er að gera: Fyrir höndum eru árshátíðir, böll á skemmtistöðum og skólum… allur pakkinn. Og þær eru nokkuð strangar kröfurnar sem verðandi gítarleikari þarf að uppfylla. „Já, hann verður að ganga heill til skógar. Vera reglumaður, fjölhæft kvikindi á gítarinn og vera til í að taka á því í ræktinni með mér. Engar bollur koma til greina," segir Davíð. Og þrengist þá heldur hringurinn. „Já, vá, þetta er komið niður í einhverja fjóra mögulega," segir Davíð léttur í bragði. Séu einhverjir gítarleikarar sem telja sig standast þessar kröfur þá er um að gera að hringja í söngvarann og melda sig. Verði margir um hituna verða áheyrnarprufur. „Á Hótel Sögu. Á sama tíma og Idol-prufurnar." - jbg Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Gítarleikarinn okkar, þrusugítarfantur, Gunnar Hilmarsson, er í djassnámi. Og nú vantar okkur í Dresscode gítarleikara," segir Davíð Smári Harðarson, einkaþjálfari, tónlistarmaður og fyrrum Idol-stjarna. Í nógu er að snúast hjá Davíð Smára. Hann segir allt brjálað að gera í líkamsræktinni og virðist kreppan ekki draga úr fólki nema síður sé. Davíð segir til sannfærandi kenningar þess efnis að í kreppu fari fólk að huga að heilsu sinni. Líkamsræktin virðist því ekki hafa verið bundin við uppana og peningaliðið. Og svo er það tónlistin. Hljómsveitin Dresscode hefur nú verið að í um ár og Davíð segir hljómsveitina verulega þétta. Þetta er dansiballahljómsveit, „cover-band" og spilar allan fjárann. „Þetta er þrusuband. Við tókum ball á Ránni í Keflavík um áramótin og þar flugu tanngarðar vinstri hægri. Ekki þó í slagsmálum heldur fjöri," segir Davíð Smári. Nóg er að gera: Fyrir höndum eru árshátíðir, böll á skemmtistöðum og skólum… allur pakkinn. Og þær eru nokkuð strangar kröfurnar sem verðandi gítarleikari þarf að uppfylla. „Já, hann verður að ganga heill til skógar. Vera reglumaður, fjölhæft kvikindi á gítarinn og vera til í að taka á því í ræktinni með mér. Engar bollur koma til greina," segir Davíð. Og þrengist þá heldur hringurinn. „Já, vá, þetta er komið niður í einhverja fjóra mögulega," segir Davíð léttur í bragði. Séu einhverjir gítarleikarar sem telja sig standast þessar kröfur þá er um að gera að hringja í söngvarann og melda sig. Verði margir um hituna verða áheyrnarprufur. „Á Hótel Sögu. Á sama tíma og Idol-prufurnar." - jbg
Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira