Handjárnuð blóm Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Sigurður Pálsson. Sigurður Pálsson, skáld og þýðandi, heldur í dag fyrirlestur sem hann kallar Handjárn á blómin – Vangaveltur um leikritaþýðingar. Fyrirlesturinn fer fram í Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 16.30. Sigurður ætlar einkum að ræða þýðingu sína á leikritinu …og þeir settu handjárn á blómin eftir Fernando Arrabal. Hann mun einnig víkja að öðrum leikritum sem hann hefur þýtt, einkum Svölunum eftir Jean Genet, ásamt almennum vangaveltum um þýðingastarfið. Á 35 ára ferli sem þýðandi hefur Sigurður þýtt bæði ljóð, skáldsögur, ritgerðir og leikrit. Fyrsta verkið sem hann þýddi var einmitt leikritið …og þeir settu handjárn á blómin. Leikritið fjallar um minningar, drauma og hugrenningar pólitískra fanga á Spáni, en höfundurinn sat þar sjálfur um tíma í fangelsi af pólitískum ástæðum. Í erindi sínu ræðir Sigurður fyrst og fremst um þýðingarvinnuna við þetta verk en hann mun einnig velta fyrir sér þýðingastarfinu almennt, t.d. hvort hægt sé að læra af reynslunni og þá hvernig, þegar ljóst er að hverjum texta fylgja algjörlega ný vandamál. Hann mun þó helst dvelja við sértæk vandamál sem upp koma í leikritaþýðingum. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni um þýðingar öndvegisverka og er hún haldin á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og hafa margir af þekktustu þýðendum þjóðarinnar tekið þátt í henni. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sigurður Pálsson, skáld og þýðandi, heldur í dag fyrirlestur sem hann kallar Handjárn á blómin – Vangaveltur um leikritaþýðingar. Fyrirlesturinn fer fram í Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 16.30. Sigurður ætlar einkum að ræða þýðingu sína á leikritinu …og þeir settu handjárn á blómin eftir Fernando Arrabal. Hann mun einnig víkja að öðrum leikritum sem hann hefur þýtt, einkum Svölunum eftir Jean Genet, ásamt almennum vangaveltum um þýðingastarfið. Á 35 ára ferli sem þýðandi hefur Sigurður þýtt bæði ljóð, skáldsögur, ritgerðir og leikrit. Fyrsta verkið sem hann þýddi var einmitt leikritið …og þeir settu handjárn á blómin. Leikritið fjallar um minningar, drauma og hugrenningar pólitískra fanga á Spáni, en höfundurinn sat þar sjálfur um tíma í fangelsi af pólitískum ástæðum. Í erindi sínu ræðir Sigurður fyrst og fremst um þýðingarvinnuna við þetta verk en hann mun einnig velta fyrir sér þýðingastarfinu almennt, t.d. hvort hægt sé að læra af reynslunni og þá hvernig, þegar ljóst er að hverjum texta fylgja algjörlega ný vandamál. Hann mun þó helst dvelja við sértæk vandamál sem upp koma í leikritaþýðingum. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni um þýðingar öndvegisverka og er hún haldin á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og hafa margir af þekktustu þýðendum þjóðarinnar tekið þátt í henni.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira