Kjartan stendur við orð sín - vissi ekki um styrkina 12. apríl 2009 18:03 Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, stendur við orð sín frá því fyrir helgi og segist ekki hafa vitað um tvo stóra styrki sem flokkurinn hlaut árið 2006. Kjartan sagði ósatt um vitneskju sína um risastyrkina tvo ef marka má orð Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem telur að báðir framkvæmdastjórar flokksins hafi vitað af styrkjunum. „Ég kýs að svo komnu máli ekki tjá sig um orð Bjarna," sagði Kjartan í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag. Hann telur að ummæli Bjarna hafi verið tekinn úr samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Fyrir mér er það augljóst að þeir sem voru hér á skrifstofunni og gengdu æðstu embættisstörfum höfðu vitneskju að styrkir höfðu borist. Það sem máli skipti hinsvegar er ekki þetta heldur hitt. Hver tekur ákvörðun um færa þær upphæðir í bækur flokksins," sagði Bjarni. „Ég tel að báðir framkvæmdastjórarnir, Kjartan sem var þá að ljúka störfum og Andri sem var að hefja störf, hafi haft vitneskju eftir að styrkurinn kom í hús." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Kjartan sagði ósatt ef marka má orð Bjarna Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði ósatt um vitneskju sína um risastyrkina tvo ef marka má orð formanns flokksins, sem telur að báðir framkvæmdastjórar flokksins hafi vitað af styrkjunum. 12. apríl 2009 12:05 „Ég held ekki nei“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvölfréttum Stöðvar 2 að hann teldi að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi haft vitneskju um styrkina eftir að styrkirnir komu í hús eins og Bjarni orðaði það. 11. apríl 2009 19:01 Telur að Kjartan hafi vitað af risastyrkjum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi vitað af risastyrkjum sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2006 skömmu áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Þá styrktu FL Group flokkinn um 30 milljónir króna og Landsbankinn fyrst um 5 milljónir og síðar á árinu 25 milljónir. 11. apríl 2009 18:38 Kjartan vissi ekki um FL styrkinn Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006. Hann heyrði fyrst af styrknum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir málið sér algjörlega óviðkomandi. 8. apríl 2009 17:16 Bolli í 17: Trúi ekki að Kjartan hafi samþykkt þetta Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, trúir því hreinlega ekki að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi samþykkt styrk frá FL Group upp á 30 milljónir rétt undir lok árs 2006. 8. apríl 2009 16:17 Kjartan Gunnarsson fer undan í flæmingi Enginn í forystu Sjálfstæðisflokksins eða starfsmenn hans, að Geir H, Haarde undanskildum, kannast við að hafa óskað eftir tugum milljóna í styrk frá FL Group og Landsbankanum. 9. apríl 2009 18:56 Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, stendur við orð sín frá því fyrir helgi og segist ekki hafa vitað um tvo stóra styrki sem flokkurinn hlaut árið 2006. Kjartan sagði ósatt um vitneskju sína um risastyrkina tvo ef marka má orð Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem telur að báðir framkvæmdastjórar flokksins hafi vitað af styrkjunum. „Ég kýs að svo komnu máli ekki tjá sig um orð Bjarna," sagði Kjartan í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag. Hann telur að ummæli Bjarna hafi verið tekinn úr samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Fyrir mér er það augljóst að þeir sem voru hér á skrifstofunni og gengdu æðstu embættisstörfum höfðu vitneskju að styrkir höfðu borist. Það sem máli skipti hinsvegar er ekki þetta heldur hitt. Hver tekur ákvörðun um færa þær upphæðir í bækur flokksins," sagði Bjarni. „Ég tel að báðir framkvæmdastjórarnir, Kjartan sem var þá að ljúka störfum og Andri sem var að hefja störf, hafi haft vitneskju eftir að styrkurinn kom í hús."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Kjartan sagði ósatt ef marka má orð Bjarna Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði ósatt um vitneskju sína um risastyrkina tvo ef marka má orð formanns flokksins, sem telur að báðir framkvæmdastjórar flokksins hafi vitað af styrkjunum. 12. apríl 2009 12:05 „Ég held ekki nei“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvölfréttum Stöðvar 2 að hann teldi að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi haft vitneskju um styrkina eftir að styrkirnir komu í hús eins og Bjarni orðaði það. 11. apríl 2009 19:01 Telur að Kjartan hafi vitað af risastyrkjum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi vitað af risastyrkjum sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2006 skömmu áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Þá styrktu FL Group flokkinn um 30 milljónir króna og Landsbankinn fyrst um 5 milljónir og síðar á árinu 25 milljónir. 11. apríl 2009 18:38 Kjartan vissi ekki um FL styrkinn Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006. Hann heyrði fyrst af styrknum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir málið sér algjörlega óviðkomandi. 8. apríl 2009 17:16 Bolli í 17: Trúi ekki að Kjartan hafi samþykkt þetta Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, trúir því hreinlega ekki að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi samþykkt styrk frá FL Group upp á 30 milljónir rétt undir lok árs 2006. 8. apríl 2009 16:17 Kjartan Gunnarsson fer undan í flæmingi Enginn í forystu Sjálfstæðisflokksins eða starfsmenn hans, að Geir H, Haarde undanskildum, kannast við að hafa óskað eftir tugum milljóna í styrk frá FL Group og Landsbankanum. 9. apríl 2009 18:56 Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Kjartan sagði ósatt ef marka má orð Bjarna Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði ósatt um vitneskju sína um risastyrkina tvo ef marka má orð formanns flokksins, sem telur að báðir framkvæmdastjórar flokksins hafi vitað af styrkjunum. 12. apríl 2009 12:05
„Ég held ekki nei“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvölfréttum Stöðvar 2 að hann teldi að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi haft vitneskju um styrkina eftir að styrkirnir komu í hús eins og Bjarni orðaði það. 11. apríl 2009 19:01
Telur að Kjartan hafi vitað af risastyrkjum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi vitað af risastyrkjum sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2006 skömmu áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Þá styrktu FL Group flokkinn um 30 milljónir króna og Landsbankinn fyrst um 5 milljónir og síðar á árinu 25 milljónir. 11. apríl 2009 18:38
Kjartan vissi ekki um FL styrkinn Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006. Hann heyrði fyrst af styrknum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir málið sér algjörlega óviðkomandi. 8. apríl 2009 17:16
Bolli í 17: Trúi ekki að Kjartan hafi samþykkt þetta Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, trúir því hreinlega ekki að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi samþykkt styrk frá FL Group upp á 30 milljónir rétt undir lok árs 2006. 8. apríl 2009 16:17
Kjartan Gunnarsson fer undan í flæmingi Enginn í forystu Sjálfstæðisflokksins eða starfsmenn hans, að Geir H, Haarde undanskildum, kannast við að hafa óskað eftir tugum milljóna í styrk frá FL Group og Landsbankanum. 9. apríl 2009 18:56
Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00