Mikill munur á tekjum auðmanna Sigríður Mogensen skrifar 30. júlí 2009 18:44 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði. Útreikningar fréttastofu byggja á greiddu útsvari. Um er að ræða tekjur á mánuði árið 2008. Elín Sigfúsdóttir var ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans strax eftir hrun. Hún var áður yfirmaður fyrirtækjasviðs Landsbankans. Hún var með rúmar tólf milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Hinir ríkisbankastjórarnir voru með heldur lægri tekjur. Brina Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 4,6 milljónir en hún starfaði hjá Glitni. Finnur Sveinbjörnsson hjá Kaupþingi, sem vann meðal annars sem ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, var með 3,6 milljónir í tekjur. Og Ásmundur, sem tók við Landsbankanum af Elínu, var með 1,6 milljón í mánaðartekjur. Gríðarlegur munur var í fyrra á tekjum bankastjóra föllnu bankanna. Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar eða rúmar 35 milljónir króna á mánuði. Sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, fylgdi á eftir með tæpar 23 milljónir á mánuði, en hans aðal starfsstöð var í London. Halldór Kristjánsson, sem starfaði við hlið Sigurjóns sem bankastjóri, fékk einungis tæpan þriðjung af tekjum kollega síns eða 6 og hálfa milljón á mánuði. Þá þénaði Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis um 2,4 milljónir á mánuði. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var með tæpar 700 þúsund krónur í mánaðarlaun miðað við greitt útsvar en hann hefur verið búsettur í Bretlandi um langa hríð. Mánaðartekjur Róberts Wessman voru rúmar 7 milljónir og Jón Ásgeir Jóhannesson þénaði rúmar 4 milljónir á mánuði í fyrra. Pálmi Haraldsson var einnig með rúmar 4 milljónir í mánaðartekjur. Félag hans Fons hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands undanfarin ár, var með rúmar 2 milljónir á mánuði en fastlega má gera ráð fyrir að hann hafi greitt mun hærri skatta í Bretlandi. Karl Wernersson, sem stýrði félaginu Milestone sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, var með eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Björgólfur Guðmundsson þénaði 860 þúsund. Og Hannes Smárason var með 350 þúsund, en hann er búsettur í London. Magnús Þorsteinsson var með 272 þúsund í tekjur á mánuði í fyrra. Bú Magnúsar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur hann flutt lögheimili sitt til Rússlands. Tekjur þúsund Íslendinga eru nú aðgengilegar á Vísi, lesendum að kostnaðarlausu. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði. Útreikningar fréttastofu byggja á greiddu útsvari. Um er að ræða tekjur á mánuði árið 2008. Elín Sigfúsdóttir var ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans strax eftir hrun. Hún var áður yfirmaður fyrirtækjasviðs Landsbankans. Hún var með rúmar tólf milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Hinir ríkisbankastjórarnir voru með heldur lægri tekjur. Brina Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 4,6 milljónir en hún starfaði hjá Glitni. Finnur Sveinbjörnsson hjá Kaupþingi, sem vann meðal annars sem ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, var með 3,6 milljónir í tekjur. Og Ásmundur, sem tók við Landsbankanum af Elínu, var með 1,6 milljón í mánaðartekjur. Gríðarlegur munur var í fyrra á tekjum bankastjóra föllnu bankanna. Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar eða rúmar 35 milljónir króna á mánuði. Sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, fylgdi á eftir með tæpar 23 milljónir á mánuði, en hans aðal starfsstöð var í London. Halldór Kristjánsson, sem starfaði við hlið Sigurjóns sem bankastjóri, fékk einungis tæpan þriðjung af tekjum kollega síns eða 6 og hálfa milljón á mánuði. Þá þénaði Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis um 2,4 milljónir á mánuði. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var með tæpar 700 þúsund krónur í mánaðarlaun miðað við greitt útsvar en hann hefur verið búsettur í Bretlandi um langa hríð. Mánaðartekjur Róberts Wessman voru rúmar 7 milljónir og Jón Ásgeir Jóhannesson þénaði rúmar 4 milljónir á mánuði í fyrra. Pálmi Haraldsson var einnig með rúmar 4 milljónir í mánaðartekjur. Félag hans Fons hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands undanfarin ár, var með rúmar 2 milljónir á mánuði en fastlega má gera ráð fyrir að hann hafi greitt mun hærri skatta í Bretlandi. Karl Wernersson, sem stýrði félaginu Milestone sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, var með eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Björgólfur Guðmundsson þénaði 860 þúsund. Og Hannes Smárason var með 350 þúsund, en hann er búsettur í London. Magnús Þorsteinsson var með 272 þúsund í tekjur á mánuði í fyrra. Bú Magnúsar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur hann flutt lögheimili sitt til Rússlands. Tekjur þúsund Íslendinga eru nú aðgengilegar á Vísi, lesendum að kostnaðarlausu.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07