Fisichella vandræðalegur eftir klessukeyrslu 13. september 2009 07:14 Giancarlo Fisichella var hinn vandræðalegasti eftir að hafa klesst Ferrari bíl á æfingu fyrir tímatökuna í gær. mynd: Getty Images Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari. Fisichella ekur í raun í staðinn fyrir Luca Badoer sem þótti ekki standa sig nógu vel sem staðgengill Felipe Massa og Fisichella hreppti hnossið. En Fisichella var hinn vandræðlegasti eftir að hafa klessukeyrt Ferrari bílinn í gær á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Hann fór útaf í hraðri beygju og reif framhjól undan eftir að hafa skollið á vegg. "Ég var nokkuð niðurdreginn eftir að hafa keyrt á vegginn. En strákarnir í liðunu unnu kraftaverk með því að raða bílnum saman, þannig að ég næði í tímatökuna í tæka tíð. En þetta þýddi að ég var ekki eins öruggur um borð í bílnum og tel gott að hafa náð fjórtánda sæti, þrátt fyrir allt", sagði Fisichella. Hann er enn að venjast því að aka Ferrari bílnum, sem er ólíkur Force Inida bílnum sem hann keppti á. "Ég er enn að læra á KERS kerfið sem gefur auka hestöfl með takka í stýrinu. Það er nokkuð flókið ferli og krefst athygli og hugsunar á tveimur stöðum á Monza brautinni. En ég ætla að skila mínu þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum og ég sé alls ekki eftir að hafa skipt um lið, þó Force India mönnum hafi gengið betur í tímatökunni", sagði Fisichella. Bein útsending frá kappakstrinum á Monza brautinni er kl. 11:30 í dag. Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari. Fisichella ekur í raun í staðinn fyrir Luca Badoer sem þótti ekki standa sig nógu vel sem staðgengill Felipe Massa og Fisichella hreppti hnossið. En Fisichella var hinn vandræðlegasti eftir að hafa klessukeyrt Ferrari bílinn í gær á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Hann fór útaf í hraðri beygju og reif framhjól undan eftir að hafa skollið á vegg. "Ég var nokkuð niðurdreginn eftir að hafa keyrt á vegginn. En strákarnir í liðunu unnu kraftaverk með því að raða bílnum saman, þannig að ég næði í tímatökuna í tæka tíð. En þetta þýddi að ég var ekki eins öruggur um borð í bílnum og tel gott að hafa náð fjórtánda sæti, þrátt fyrir allt", sagði Fisichella. Hann er enn að venjast því að aka Ferrari bílnum, sem er ólíkur Force Inida bílnum sem hann keppti á. "Ég er enn að læra á KERS kerfið sem gefur auka hestöfl með takka í stýrinu. Það er nokkuð flókið ferli og krefst athygli og hugsunar á tveimur stöðum á Monza brautinni. En ég ætla að skila mínu þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum og ég sé alls ekki eftir að hafa skipt um lið, þó Force India mönnum hafi gengið betur í tímatökunni", sagði Fisichella. Bein útsending frá kappakstrinum á Monza brautinni er kl. 11:30 í dag.
Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira