Einvígi Hafdísar og Jóhönnu heldur áfram í Danmörku um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2009 17:00 Hafdís Sigurðardóttir hefur verið í frábæru formi í vetur. Mynd/Anton Innanhústímabilinu í frjálsum íþróttum er formlega lokið hjá fullorðnum á Íslandi en sex íslenskir frjálsíþróttamenn eru komnir til Danmerkur þar sem þau keppa á opna danska meistaramótinu í Skive um helgina. Hafdís Sigurðardóttir úr HSÞ, keppir í flestum greinum á mótinu eða þremur en hún mætir líka Íslendingum í öllum greinum. Hafdís mætir Blikanum Lindu Björk Lárusdóttur í 60 metra hlaupi, ÍR-ingnum Jóhönnu Ingadóttur í langstökki og Blikanum Arndísi Maríu Einarsdóttur í 200 metra hlaupi. Hafdís og Jóhanna hafa barist hart um gullverðlaunin í langstökki í vetur og nú er einvígi þeirra komið alla leið til Danmerkur. Hafdís vann Jóhönnu í langstökki í Bikarkeppninni um síðustu helgi en Jóhanna hafði betur á Meistaramótinu. Hafdís stökk 5,81 metra í bikarnum og 5,82 metra á MÍ en Jóhanna stökk 6,10 metra á MÍ og 5,75 í bikarnum. Það verður því gaman að sjá hvor þeirra stekkur lengra á danska meistaramótinu. Kristinn Torfason úr FH náði sínu besta langstökki á ferlinum þegar hann stökk 7,45 metra í Bikarkeppninni um síðustu helgi. Eftir að hann bætti 30 ára met í þrístökki innanhúss á dögunum þá sagðist Kristinn ætla að stefna á Íslandsmetið innanhúss í langstökki. Jón Arnar Magnússon á það met en hann stökk 7,82 metra 5. mars 2000. Þessi keppa á opna danska meistaramótinu: Arndís María Einarsdóttir Breiðabliki, keppir í 200m og 400m. Bjartmar Örnuson UFA, keppir í 400m og 800m. Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, keppir í langstökki, 60m og 200m. Jóhanna Ingadóttir ÍR, keppir í langstökki og þrístökki. Kristinn Torfason FH, keppir í langstökki. Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki, keppir í 60m og 60m grindahlaupi. Innlendar Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira
Innanhústímabilinu í frjálsum íþróttum er formlega lokið hjá fullorðnum á Íslandi en sex íslenskir frjálsíþróttamenn eru komnir til Danmerkur þar sem þau keppa á opna danska meistaramótinu í Skive um helgina. Hafdís Sigurðardóttir úr HSÞ, keppir í flestum greinum á mótinu eða þremur en hún mætir líka Íslendingum í öllum greinum. Hafdís mætir Blikanum Lindu Björk Lárusdóttur í 60 metra hlaupi, ÍR-ingnum Jóhönnu Ingadóttur í langstökki og Blikanum Arndísi Maríu Einarsdóttur í 200 metra hlaupi. Hafdís og Jóhanna hafa barist hart um gullverðlaunin í langstökki í vetur og nú er einvígi þeirra komið alla leið til Danmerkur. Hafdís vann Jóhönnu í langstökki í Bikarkeppninni um síðustu helgi en Jóhanna hafði betur á Meistaramótinu. Hafdís stökk 5,81 metra í bikarnum og 5,82 metra á MÍ en Jóhanna stökk 6,10 metra á MÍ og 5,75 í bikarnum. Það verður því gaman að sjá hvor þeirra stekkur lengra á danska meistaramótinu. Kristinn Torfason úr FH náði sínu besta langstökki á ferlinum þegar hann stökk 7,45 metra í Bikarkeppninni um síðustu helgi. Eftir að hann bætti 30 ára met í þrístökki innanhúss á dögunum þá sagðist Kristinn ætla að stefna á Íslandsmetið innanhúss í langstökki. Jón Arnar Magnússon á það met en hann stökk 7,82 metra 5. mars 2000. Þessi keppa á opna danska meistaramótinu: Arndís María Einarsdóttir Breiðabliki, keppir í 200m og 400m. Bjartmar Örnuson UFA, keppir í 400m og 800m. Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, keppir í langstökki, 60m og 200m. Jóhanna Ingadóttir ÍR, keppir í langstökki og þrístökki. Kristinn Torfason FH, keppir í langstökki. Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki, keppir í 60m og 60m grindahlaupi.
Innlendar Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira