D-A-D aðdáendur spenntir 10. janúar 2009 08:00 Tónleikarnir verða sendir beint út á Rás 2 og B.sig hitar upp. Bergur Geirsson bassaleikari bíður spenntur eftir komu dönsku rokkaranna í D-A-D. Hann minnist þess að hafa enn verið með sítt hár þegar hann féll fyrir hljómsveitinni. „Já, hin goðsagnakennda hljómsveit D-A-D kemur Íslendingum til bjargar!" segir Grímur Atlason sveitarstjóri. Hann gerir nú undantekningu á þeirri reglu sinni að vera hættur að standa fyrir tónleikum. Enda býður tilefnið sannarlega upp á það. Fréttablaðið hefur greint frá því að D-A-D, ein þekktasta hljómsveit Danmerkur, muni halda tónleika á Nasa laugardaginn 24. janúar og er það til styrktar nauðstöddum Íslendingum í Danmörku. Tónleikarnir tengjast samtökunum Because We Care - dönsk samtök en þeim rennur til rifja umkomuleysi Íslendinga sem njóta lítils stuðnings heiman frá vegna bankahruns og hinnar íslensku krónu sem skiptir orðið litlu máli utan landsteina. „Danski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Poul Krebs kynntist hremmingum íslenskra námsmanna í Árósum og hleypt var í kjölfarið af stað söfnun sem nú þegar hefur skilað sér í 8 milljóna króna framlögum til námsmanna og lífeyrisþega í vanda í Danmörku," segir Grímur. Hann vill koma því á framfæri að D-A-D komi að sjálfsögðu fram án greiðslu auk þess sem mörg fyrirtæki og einstaklingar styðji þetta framtak. „Vert er að taka sérstaklega fram rausnarlegt framlag Iceland Express en án þess framlags hefði ekki verið hægt að standa að þessum tónleikum." Það er B.sig sem hitar upp en tónleikarnir verða sendir út á Rás 2. Þekktasta lag D-A-D er líklega „I"m Sleeping My Day Away" en margir Íslendingar þekkja hljómsveitina ekki síst af því að engin hljómsveit hefur komið oftar fram á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu. Einn helsti aðdáandi sveitarinnar á Íslandi er bassaleikari Buffsins, Bergur Geirsson, sem aldrei hefur séð hljómsveitina „live" og hlakkar til. Bergur mætir og verður að auki þeim innan handar með tæki og tól. Bergur veit ekki almennilega hvað varð til þess að hann og félagar hans, þá táningar, fóru að hlusta á þessa dönsku rokkara. En það var áður en heimsfrægðin knúði dyra hjá D-A-D. „Þeir bjóða til dæmis upp á aulalega danska orðaleikjabrandara. Sjá enskuna öðru vísi en Bretarnir," segir Bergur. Honum vefst tunga um tönn aðspurður hvað einkenni dæmigerða D-A-D-aðdáendur. „Ætli það séu ekki menn sem einhvern tíma voru síðhærðir, hlustuðu á lagið "I wont cut my hair", fóru svo í klippingu eða hreinlega misstu hárið. Eins og ég. Ég reyndar fór í klippingu og missti svo hárið. Geri aðrir betur." jakob@frettabladid.is Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Bergur Geirsson bassaleikari bíður spenntur eftir komu dönsku rokkaranna í D-A-D. Hann minnist þess að hafa enn verið með sítt hár þegar hann féll fyrir hljómsveitinni. „Já, hin goðsagnakennda hljómsveit D-A-D kemur Íslendingum til bjargar!" segir Grímur Atlason sveitarstjóri. Hann gerir nú undantekningu á þeirri reglu sinni að vera hættur að standa fyrir tónleikum. Enda býður tilefnið sannarlega upp á það. Fréttablaðið hefur greint frá því að D-A-D, ein þekktasta hljómsveit Danmerkur, muni halda tónleika á Nasa laugardaginn 24. janúar og er það til styrktar nauðstöddum Íslendingum í Danmörku. Tónleikarnir tengjast samtökunum Because We Care - dönsk samtök en þeim rennur til rifja umkomuleysi Íslendinga sem njóta lítils stuðnings heiman frá vegna bankahruns og hinnar íslensku krónu sem skiptir orðið litlu máli utan landsteina. „Danski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Poul Krebs kynntist hremmingum íslenskra námsmanna í Árósum og hleypt var í kjölfarið af stað söfnun sem nú þegar hefur skilað sér í 8 milljóna króna framlögum til námsmanna og lífeyrisþega í vanda í Danmörku," segir Grímur. Hann vill koma því á framfæri að D-A-D komi að sjálfsögðu fram án greiðslu auk þess sem mörg fyrirtæki og einstaklingar styðji þetta framtak. „Vert er að taka sérstaklega fram rausnarlegt framlag Iceland Express en án þess framlags hefði ekki verið hægt að standa að þessum tónleikum." Það er B.sig sem hitar upp en tónleikarnir verða sendir út á Rás 2. Þekktasta lag D-A-D er líklega „I"m Sleeping My Day Away" en margir Íslendingar þekkja hljómsveitina ekki síst af því að engin hljómsveit hefur komið oftar fram á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu. Einn helsti aðdáandi sveitarinnar á Íslandi er bassaleikari Buffsins, Bergur Geirsson, sem aldrei hefur séð hljómsveitina „live" og hlakkar til. Bergur mætir og verður að auki þeim innan handar með tæki og tól. Bergur veit ekki almennilega hvað varð til þess að hann og félagar hans, þá táningar, fóru að hlusta á þessa dönsku rokkara. En það var áður en heimsfrægðin knúði dyra hjá D-A-D. „Þeir bjóða til dæmis upp á aulalega danska orðaleikjabrandara. Sjá enskuna öðru vísi en Bretarnir," segir Bergur. Honum vefst tunga um tönn aðspurður hvað einkenni dæmigerða D-A-D-aðdáendur. „Ætli það séu ekki menn sem einhvern tíma voru síðhærðir, hlustuðu á lagið "I wont cut my hair", fóru svo í klippingu eða hreinlega misstu hárið. Eins og ég. Ég reyndar fór í klippingu og missti svo hárið. Geri aðrir betur." jakob@frettabladid.is
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira