Einn af bankastjórum Danske Bank í Svíþjóð hefur viðurkennt að hafa tekið af innistæðum viðskiptavina bankans til að spila í lottó og stunda veðmál.
Búið er að reka viðkomandi bankastjóra en upphæðir þær sem hann stal af viðskiptavinum bankans til að svala spilafíkn sinni nema um 170 milljónum kr. á síðustu fimm árum.
Það var árið 2006 sem innri endurskoðun bankans komast því að eitthvað bvar bogið við bókhaldið í útibúi því sem bankastjórinn stýrði. Við rannsókn kom síðar í ljós framangreindur stuldur.
Bankastjórinn viðurkennir málið í samtali við Göteborgs-Posten og segir þar að hann þáist af mikilli spilafíkn. Alls tók hann fé af reikningum 18 viðskiptavina en þeir hafa nú fengið sitt endurgreitt.
Peningana notaði bankastjórinn í Lottó, Oddset, Stryktipset og Måltipset.