Leysum lífsgátuna Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. apríl 2009 06:00 Einn lærdómurinn af hruninu er að við eigum alltaf að vera virk - við eigum alltaf að vera að „leysa lífsgátuna" eins og Hannes H. Gissurarson orðaði það háðslega í lýsingu sinni á vinstri mönnum þegar hann kvað sjálfstæðismenn vera fólk sem vildi græða á daginn og grilla á kvöldin - og láta Davíð stjórna. Við eigum að vera starfsöm í eigin lífi: megum ekki eftirláta öðrum að búa til umgjörðina um líf okkar - við eigum að taka það í eigin hendur. Því bankajöfrarnir voru ekki fagmenn eins og við héldum heldur bara menn sem vildu græða á daginn og grilla okkur á kvöldin. Við eigum að vera virk. Við eigum að skapa. Við eigum að leysa lífsgátuna með því að vera skapandi afl í eigin lífi. Við gerum það með ýmsu móti. Til dæmis með því að taka hús af þeim sem fyrirgert hefur rétti sínum til að eiga það hús með smánarlegri vanrækslu og vandalisma: sjúklegri upphafningu ömurleikans og löngun til að saurga umhverfi meðborgaranna. Fólkið sem settist að í húsinu við Vatnsstíg er vonandi bara rétt að byrja að bjarga Reykjavík frá eyðingaröflunum. Búsáhaldabyltingin verður ekki endurtekin en ýmislegt lítur út fyrir að Bústaðabyltingin sé í vændum. Ef við teljum...Og við eigum að kjósa. Þannig „leysum við lífsgátuna" því lífið samanstendur vissulega af daglegum kosningum um smátt og stórt - á ég að fara út með ruslið núna eða á eftir? Ætti ég að fá mér hund eða kött? Ætti ég að flytja til Hólmavíkur, fara á sjóinn, byrja í kór? Ætli Guð sé til... Og núna um næstu helgi kjósum við yfir okkur landstjórn. Og það skiptir máli hvernig við högum atkvæði okkar. Það er munur á hægri stjórn og vinstri stjórn. Ef við teljum að landinu hafi verið vel stjórnað síðustu áratugi og við höfum verið á réttri leið þrátt fyrir tímabundinn mótbyr - þá kjósum við Sjálfstæðisflokkinn. Og ef við teljum að auðlindir landsins eigi að vera í einkaeigu, til dæmis álfyrirtækja, og samþykkjum að öll - öll! - vatnsföll landsins verði virkjuð í þágu þeirra; ef við erum andvíg þjóðaratkvæðagreiðslum og stjórnlagaþingi og öðrum aðferðum við valddreifingu í samfélaginu; ef við teljum að kvótakerfið og framsal aflaheimilda hafi gefist vel og tökum undir að þar hafi losnað úr læðingi sofandi fjármagn sem orðið hafi til góðs; ef við viljum að spítalar og skólar verði í eigu og rekstri einkaaðila; ef við viljum mæta fjárlagahalla með niðurskurði á velferðarmálum fremur en skattlagningu ofsatekna; ef við viljum afskiptaleysi stjórnvalda um viðskiptalífið; ef við viljum friðhelgi fjárglæframanna; ef við teljum að krónan sé þjóðargersemi; ef við erum andvíg aðild að ESB en viljum að Ísland verði „alþjóðleg fjármálamiðstöð", þ.e.a.s. skattaskjól - já, ef við aðhyllumst það valdakerfi sem ríkt hefur í landinu nánast óslitið frá lýðveldisstofnun - ætta- og skólabræðraklíkuveldið - þá kjósum við Sjálfstæðisflokkinn. Annars ekki. Nógir eru aðrir kostir. Í Framsóknarflokknum er ný kynslóð að ryðja sér til rúms, að sumu leyti óskrifað blað en að minnsta kosti virkar það fólk laust við S-hópinn og verktakastjórnmálin - sennilega voru það mistök hjá nýjum formanni að gerast svo gagnrýninn á vinsæla ríkisstjórn sem raun bar vitni í stað þess að njóta þess að vera nokkurs konar skapari hennar og lífgjafi en staðan var þröng. Borgarahreyfingin virðist prýðilega mönnuð og er einkum valkostur fyrir kjósendur Samfylkingar sem telja að hún hafi verið of eftirlát auðmönnum en afstaðan til AGS vefst samt fyrir manni. VG er á mikilli siglingu - ráðherrarnir standa sig vel og fólk vill almennt sjá þau áfram í sínum stólum eftir kosningar, stefnan klár og mannvæn. Listamaðurinn Ástþór hefur í frammi gjörning sem vissulega reynir á taugar flestra en er mjög sennilega hluti af djúpúðgu listaverki um einsemd og vanmátt einstaklingsins á tímum hraða og firringar í stórborgarsamfélagi samtímans... Og Samfylkingin. Sá flokkur gæti orðið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum eftir kosningar - ekki vantar mannvalið. Að vísu á stóriðjustefnan alltof ríkan hljómgrunn í flokknum og viss öfl þar voru um hríð höll undir frjálshyggju en engu að síður er flokkurinn eðlilegur valkostur fyrir félagshyggjufólk sem vill sjá Ísland sem fullgildan þátttakanda í samfélagi þjóðanna innan ESB fremur en spriklandi í skammarkrók sjálfstæðisstefnunnar. Það skiptir máli hvernig við kjósum - það skiptir öllu máli. Með því veljum við Ísland barnanna okkar, sjálfsmynd okkar, lífskjör okkar í víðasta skilningi, stöðu okkar, umgjörðina um líf okkar. Og leysum lífsgátuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Einn lærdómurinn af hruninu er að við eigum alltaf að vera virk - við eigum alltaf að vera að „leysa lífsgátuna" eins og Hannes H. Gissurarson orðaði það háðslega í lýsingu sinni á vinstri mönnum þegar hann kvað sjálfstæðismenn vera fólk sem vildi græða á daginn og grilla á kvöldin - og láta Davíð stjórna. Við eigum að vera starfsöm í eigin lífi: megum ekki eftirláta öðrum að búa til umgjörðina um líf okkar - við eigum að taka það í eigin hendur. Því bankajöfrarnir voru ekki fagmenn eins og við héldum heldur bara menn sem vildu græða á daginn og grilla okkur á kvöldin. Við eigum að vera virk. Við eigum að skapa. Við eigum að leysa lífsgátuna með því að vera skapandi afl í eigin lífi. Við gerum það með ýmsu móti. Til dæmis með því að taka hús af þeim sem fyrirgert hefur rétti sínum til að eiga það hús með smánarlegri vanrækslu og vandalisma: sjúklegri upphafningu ömurleikans og löngun til að saurga umhverfi meðborgaranna. Fólkið sem settist að í húsinu við Vatnsstíg er vonandi bara rétt að byrja að bjarga Reykjavík frá eyðingaröflunum. Búsáhaldabyltingin verður ekki endurtekin en ýmislegt lítur út fyrir að Bústaðabyltingin sé í vændum. Ef við teljum...Og við eigum að kjósa. Þannig „leysum við lífsgátuna" því lífið samanstendur vissulega af daglegum kosningum um smátt og stórt - á ég að fara út með ruslið núna eða á eftir? Ætti ég að fá mér hund eða kött? Ætti ég að flytja til Hólmavíkur, fara á sjóinn, byrja í kór? Ætli Guð sé til... Og núna um næstu helgi kjósum við yfir okkur landstjórn. Og það skiptir máli hvernig við högum atkvæði okkar. Það er munur á hægri stjórn og vinstri stjórn. Ef við teljum að landinu hafi verið vel stjórnað síðustu áratugi og við höfum verið á réttri leið þrátt fyrir tímabundinn mótbyr - þá kjósum við Sjálfstæðisflokkinn. Og ef við teljum að auðlindir landsins eigi að vera í einkaeigu, til dæmis álfyrirtækja, og samþykkjum að öll - öll! - vatnsföll landsins verði virkjuð í þágu þeirra; ef við erum andvíg þjóðaratkvæðagreiðslum og stjórnlagaþingi og öðrum aðferðum við valddreifingu í samfélaginu; ef við teljum að kvótakerfið og framsal aflaheimilda hafi gefist vel og tökum undir að þar hafi losnað úr læðingi sofandi fjármagn sem orðið hafi til góðs; ef við viljum að spítalar og skólar verði í eigu og rekstri einkaaðila; ef við viljum mæta fjárlagahalla með niðurskurði á velferðarmálum fremur en skattlagningu ofsatekna; ef við viljum afskiptaleysi stjórnvalda um viðskiptalífið; ef við viljum friðhelgi fjárglæframanna; ef við teljum að krónan sé þjóðargersemi; ef við erum andvíg aðild að ESB en viljum að Ísland verði „alþjóðleg fjármálamiðstöð", þ.e.a.s. skattaskjól - já, ef við aðhyllumst það valdakerfi sem ríkt hefur í landinu nánast óslitið frá lýðveldisstofnun - ætta- og skólabræðraklíkuveldið - þá kjósum við Sjálfstæðisflokkinn. Annars ekki. Nógir eru aðrir kostir. Í Framsóknarflokknum er ný kynslóð að ryðja sér til rúms, að sumu leyti óskrifað blað en að minnsta kosti virkar það fólk laust við S-hópinn og verktakastjórnmálin - sennilega voru það mistök hjá nýjum formanni að gerast svo gagnrýninn á vinsæla ríkisstjórn sem raun bar vitni í stað þess að njóta þess að vera nokkurs konar skapari hennar og lífgjafi en staðan var þröng. Borgarahreyfingin virðist prýðilega mönnuð og er einkum valkostur fyrir kjósendur Samfylkingar sem telja að hún hafi verið of eftirlát auðmönnum en afstaðan til AGS vefst samt fyrir manni. VG er á mikilli siglingu - ráðherrarnir standa sig vel og fólk vill almennt sjá þau áfram í sínum stólum eftir kosningar, stefnan klár og mannvæn. Listamaðurinn Ástþór hefur í frammi gjörning sem vissulega reynir á taugar flestra en er mjög sennilega hluti af djúpúðgu listaverki um einsemd og vanmátt einstaklingsins á tímum hraða og firringar í stórborgarsamfélagi samtímans... Og Samfylkingin. Sá flokkur gæti orðið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum eftir kosningar - ekki vantar mannvalið. Að vísu á stóriðjustefnan alltof ríkan hljómgrunn í flokknum og viss öfl þar voru um hríð höll undir frjálshyggju en engu að síður er flokkurinn eðlilegur valkostur fyrir félagshyggjufólk sem vill sjá Ísland sem fullgildan þátttakanda í samfélagi þjóðanna innan ESB fremur en spriklandi í skammarkrók sjálfstæðisstefnunnar. Það skiptir máli hvernig við kjósum - það skiptir öllu máli. Með því veljum við Ísland barnanna okkar, sjálfsmynd okkar, lífskjör okkar í víðasta skilningi, stöðu okkar, umgjörðina um líf okkar. Og leysum lífsgátuna.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun