Það tók hinn magnaða Manny Pacquiao ekki nema tæpar sex mínútur að gjörsigra Englendinginn Ricky Hatton í frábærum bardaga þeirra á laugardagskvöldið.
Margir reiknuðu með því að Pacquiao myndi sigra í bardaganum en fæstir áttu von á að Manchester-búinn Hatton fengi þá slæmu útreið sem hann fékk þegar hann lá steinrotaður í gólfinu í lok annarar lotu.
Pacquiao þarf ekki að hafa stórar áhyggjur af fjármálum sínum eftir bardagann, en CNN greinir frá því að hann hafi verið með rúmar 250 milljónir króna á mínútu í bardaganum. Það þýðir að hann hafi rakað inn rúman 1,5 milljarð fyrir bardagann.
Hatton á heldur ekki að þurfa að svelta, því hann fær í kring um milljarð fyrir bardagann - sem hugsanlega var hans síðasti á ferlinum.
Tölfræðin hjá Pacquiao í bardaganum:
* 250 milljónir á mínútu
* 11,8 milljónir á högg
* 20,5 milljónir á hvert högg sem hitti í mark