Papar neyddir til nafnabreytingar 6. febrúar 2009 08:00 „Hljómsveitin Papar er ákveðið vörumerki sem maður á hlut í að hafa byggt upp. Einn daginn fór ég að fá símtöl og var spurður hvort ég væri að syngja hér og þar. Ég vissi ekkert hvað var í gangi," segir Matthías Matthíasson, kenndur við Papa. Það sem var í gangi var að tveir stofnmeðlimir Papa, þeir Georg Ólafsson og Hermann Ingi Hermannsson (úr Logum) höfðu tekið upp á því að endurvekja Papa-bandið og voru farnir að spila. „Þeir komu bara með lögbann og við nenntum ekki að standa í einhverju stríði," segir Vignir, bróðir Georgs, sem var í Pöpum og er í endurvöktu útgáfunni. Hljómsveitin heitir því Hrafnar í dag. „Í sjálfu sér skiptir engu hvað hljómsveitir heita eins lengi og þær eru skemmtilegar." „Eysteinn trommari fékk einkaleyfi á Papa-nafnið og við lítum svo á að Papar sé ekki starfandi lengur," segir Matti. Ekkert Papa-kombakk er í spilunum. „Þetta hjá þeim er dálítið eins og ef Jón Ólafsson og Halli Þorsteins myndu byrja að spila sem Sálin hans Jóns míns," segir Matti. Hrafnar leikur á Rás 2 í dag kl. 11 og Vignir segir bandið vera í gamla rokkinu og „írsku deildinni" - „Auðvitað flýtur svo eitthvert Papa-efni með. Það er ekki hægt að banna manni að spila það," segir hann.- drg Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Hljómsveitin Papar er ákveðið vörumerki sem maður á hlut í að hafa byggt upp. Einn daginn fór ég að fá símtöl og var spurður hvort ég væri að syngja hér og þar. Ég vissi ekkert hvað var í gangi," segir Matthías Matthíasson, kenndur við Papa. Það sem var í gangi var að tveir stofnmeðlimir Papa, þeir Georg Ólafsson og Hermann Ingi Hermannsson (úr Logum) höfðu tekið upp á því að endurvekja Papa-bandið og voru farnir að spila. „Þeir komu bara með lögbann og við nenntum ekki að standa í einhverju stríði," segir Vignir, bróðir Georgs, sem var í Pöpum og er í endurvöktu útgáfunni. Hljómsveitin heitir því Hrafnar í dag. „Í sjálfu sér skiptir engu hvað hljómsveitir heita eins lengi og þær eru skemmtilegar." „Eysteinn trommari fékk einkaleyfi á Papa-nafnið og við lítum svo á að Papar sé ekki starfandi lengur," segir Matti. Ekkert Papa-kombakk er í spilunum. „Þetta hjá þeim er dálítið eins og ef Jón Ólafsson og Halli Þorsteins myndu byrja að spila sem Sálin hans Jóns míns," segir Matti. Hrafnar leikur á Rás 2 í dag kl. 11 og Vignir segir bandið vera í gamla rokkinu og „írsku deildinni" - „Auðvitað flýtur svo eitthvert Papa-efni með. Það er ekki hægt að banna manni að spila það," segir hann.- drg
Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira