Ómissandi fólk Guðmundur Andri Thorsson skrifar 19. janúar 2009 04:00 Valdastólar landsins geyma ómissandi fólk. Afgangurinn af þjóðinni er hins vegar missandi. Það má alveg segja upp starfsfólki á spítulum og skrifstofum, skólum og elliheimilum, arkitektastofum, bönkum, byggingafyrirtækjum, fjölmiðlum, frystihúsum… já öllum fyrirtækjunum sem ekki geta lengur greitt laun vegna efnahagsstjórnar hins ómissandi fólks. Allar þessar vinnufúsu hendur sem af trúmennsku hafa haldið hjólum atvinnulífsins gangandi - þær mega nú hvíla verklausar í skauti. En á valdastólunum situr aftur á móti ómissandi fólk. Það er nefnilega í björgunarleiðangri. Enginn getur bjargað annar en þetta ómissandi fólk því að það veit svo vel hvað fór úrskeiðis. Það var nefnilega á staðnum. Enginn veit betur hvaða mistök voru gerð, hvenær og hvernig: það var nefnilega á staðnum. Og verður áfram… áfram… áfram… Yfirseðlabankastjórinn er ómissandi. Þessi maður sem gekkst fúslega við því allt fram á síðasta ár að vera helsti höfundur íslenska efnahagsundursins, enda forsætisráðherra og hálfgerður drottnari hér á landi árin þegar leikreglurnar voru samdar - eða öllu heldur numdar úr gildi - og keyrði í gegn reiðareksstefnu í efnahagsmálum en tapaði loks kosningum og ákvað þá að gerast Seðlabankastjóri frekar en til dæmis Hæstaréttardómari eða Biskup Íslands þrátt fyrir að hafa útbúið sér til handa stórfenglegustu eftirlaunaréttindi þjóðarleiðtoga á byggðu bóli síðan Bokassa var og hét. Árangur Seðlabankans við stjórn efnahagsmála er nú heimsfrægur. Og bankastjórinn ómissandi að eigin mati - og ríkisstjórnarinnar - vegna þess að enginn er hans jafni að eigin mati - og ríkisstjórnarinnar - í leiftrandi innsæi briddsnillingsins og skáldjöfursins þegar kemur að því að taka ákvarðanir hratt og örugglega og án óþarfa samráðs við háskólablækur og misvitra útlendinga, eins og til að mynda þegar Glitnir var „tekinn niður". Sem sagt: Ómissandi. Rétt eins og yfirmaður Fjármálaeftirlitsins sem langaði virkilega til að líta eftir útrásar-furstunum og stöðva ryksugu-starfsemi þeirra í bönkunum sem þeir náðu á vald sitt og er núna tekinn að hallast eindregið að því hvort ekki kunni að vera ástæða til að velta alvarlega fyrir sér að huga að því hvort tímabært sé með eindregnum hætti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar það sjónarmið að sú staða sé ef til vill í þann veginn að koma upp með einum eða öðrum hætti að það gæti verið ýmislegt sem benti til þess að vert væri að íhuga einhvers konar rannsókn á því að eitthvað kunni ef til vill að hafa farið úrskeiðis í einhverjum skilningi. Sem sagt: Ómissandi. Það fyrsta sem útrásararnir gerðu þegar þeir komust inn í bankana var að losa sig við bankamennina. Það næsta sem þeir gerðu var að leggja af raunverulega bankastarfsemi og breyta bönkunum í „fjárfestingarbanka" - það er að segja láta þá „fjárfesta" í margslungnum leynifélögum sínum - það er að segja tæma þá. Og flytja ránsfenginn á einhverjar gulleyjur með framandi nöfn. Ástandið var eins og í Tinnabók: Dularfullir olíusjékar með handklæði á hausnum og sólgleraugu sem dylja ískyggileg áform skjótandi upp kollinum og ásakanir um að rússneska mafían hafi stundað fjárböð í íslenskum bönkum. Við vitum að minnsta kosti þetta: íslensku viðskiptastrákarnir sköpuðu engin verðmæti heldur stálu þeim. Þeir voru eyðingarafl. Þeir voru siðblindir, þeir voru óhamdir - þeir voru glæpamenn. Og þeir Skafti og Skapti sem áttu að hafa hemil á þeim en létu það ógert - þeir sitja enn og reyna að átta sig. Ómissandi fólk. Og forsætisráðherrann með skollaeyrun sem hann skellti við öllum aðvörunum; sem sagði jafnan: nei nei, þetta er ekki svo alvarlegt, nei það getur ekki verið, nei hvaða vitleysa - hann er líka ómissandi fólk. Hann sem staðhæfði í ræðu sinni á Landsfundi Flokksins árið 2007: „Þau viðfangsefni sem við glímum nú við í efnahagsstjórninni hér á landi þætti flestum öðrum ríkjum öfundsverð…" og hélt áfram með því að eigna Sjálfstæðismönnum þennan undursamlega árangur því þeir hefðu staðið fyrir „auknu viðskiptafrelsi" (afnám eftirlits), „einkavæðingu ríkisfyrirtækja" (bankar í hendur glæpamanna) og „skattalækkunum" (á auðmenn)… Það er nákvæmlega þessi hárbeitta skarpskyggni, þetta ískalda raunsæi, þetta snilldarlega stöðumat sem íslenska þjóðin þarf á að halda um þessar mundir. Stefna einkavæðingar, skattalækkunar og „viðskiptafrelsis". Sú stefna er auðvitað ómissandi. Eða svo hlýtur Samfylkingunni að finnast. Aðra skýringu er naumast að finna á því að hún heldur hlífiskildi yfir þessum valdamönnum - þessum vildarmönnum. Samfylkingin starfar eftir einni hugsjón: Valdastólar landsins geyma ómissandi fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Valdastólar landsins geyma ómissandi fólk. Afgangurinn af þjóðinni er hins vegar missandi. Það má alveg segja upp starfsfólki á spítulum og skrifstofum, skólum og elliheimilum, arkitektastofum, bönkum, byggingafyrirtækjum, fjölmiðlum, frystihúsum… já öllum fyrirtækjunum sem ekki geta lengur greitt laun vegna efnahagsstjórnar hins ómissandi fólks. Allar þessar vinnufúsu hendur sem af trúmennsku hafa haldið hjólum atvinnulífsins gangandi - þær mega nú hvíla verklausar í skauti. En á valdastólunum situr aftur á móti ómissandi fólk. Það er nefnilega í björgunarleiðangri. Enginn getur bjargað annar en þetta ómissandi fólk því að það veit svo vel hvað fór úrskeiðis. Það var nefnilega á staðnum. Enginn veit betur hvaða mistök voru gerð, hvenær og hvernig: það var nefnilega á staðnum. Og verður áfram… áfram… áfram… Yfirseðlabankastjórinn er ómissandi. Þessi maður sem gekkst fúslega við því allt fram á síðasta ár að vera helsti höfundur íslenska efnahagsundursins, enda forsætisráðherra og hálfgerður drottnari hér á landi árin þegar leikreglurnar voru samdar - eða öllu heldur numdar úr gildi - og keyrði í gegn reiðareksstefnu í efnahagsmálum en tapaði loks kosningum og ákvað þá að gerast Seðlabankastjóri frekar en til dæmis Hæstaréttardómari eða Biskup Íslands þrátt fyrir að hafa útbúið sér til handa stórfenglegustu eftirlaunaréttindi þjóðarleiðtoga á byggðu bóli síðan Bokassa var og hét. Árangur Seðlabankans við stjórn efnahagsmála er nú heimsfrægur. Og bankastjórinn ómissandi að eigin mati - og ríkisstjórnarinnar - vegna þess að enginn er hans jafni að eigin mati - og ríkisstjórnarinnar - í leiftrandi innsæi briddsnillingsins og skáldjöfursins þegar kemur að því að taka ákvarðanir hratt og örugglega og án óþarfa samráðs við háskólablækur og misvitra útlendinga, eins og til að mynda þegar Glitnir var „tekinn niður". Sem sagt: Ómissandi. Rétt eins og yfirmaður Fjármálaeftirlitsins sem langaði virkilega til að líta eftir útrásar-furstunum og stöðva ryksugu-starfsemi þeirra í bönkunum sem þeir náðu á vald sitt og er núna tekinn að hallast eindregið að því hvort ekki kunni að vera ástæða til að velta alvarlega fyrir sér að huga að því hvort tímabært sé með eindregnum hætti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar það sjónarmið að sú staða sé ef til vill í þann veginn að koma upp með einum eða öðrum hætti að það gæti verið ýmislegt sem benti til þess að vert væri að íhuga einhvers konar rannsókn á því að eitthvað kunni ef til vill að hafa farið úrskeiðis í einhverjum skilningi. Sem sagt: Ómissandi. Það fyrsta sem útrásararnir gerðu þegar þeir komust inn í bankana var að losa sig við bankamennina. Það næsta sem þeir gerðu var að leggja af raunverulega bankastarfsemi og breyta bönkunum í „fjárfestingarbanka" - það er að segja láta þá „fjárfesta" í margslungnum leynifélögum sínum - það er að segja tæma þá. Og flytja ránsfenginn á einhverjar gulleyjur með framandi nöfn. Ástandið var eins og í Tinnabók: Dularfullir olíusjékar með handklæði á hausnum og sólgleraugu sem dylja ískyggileg áform skjótandi upp kollinum og ásakanir um að rússneska mafían hafi stundað fjárböð í íslenskum bönkum. Við vitum að minnsta kosti þetta: íslensku viðskiptastrákarnir sköpuðu engin verðmæti heldur stálu þeim. Þeir voru eyðingarafl. Þeir voru siðblindir, þeir voru óhamdir - þeir voru glæpamenn. Og þeir Skafti og Skapti sem áttu að hafa hemil á þeim en létu það ógert - þeir sitja enn og reyna að átta sig. Ómissandi fólk. Og forsætisráðherrann með skollaeyrun sem hann skellti við öllum aðvörunum; sem sagði jafnan: nei nei, þetta er ekki svo alvarlegt, nei það getur ekki verið, nei hvaða vitleysa - hann er líka ómissandi fólk. Hann sem staðhæfði í ræðu sinni á Landsfundi Flokksins árið 2007: „Þau viðfangsefni sem við glímum nú við í efnahagsstjórninni hér á landi þætti flestum öðrum ríkjum öfundsverð…" og hélt áfram með því að eigna Sjálfstæðismönnum þennan undursamlega árangur því þeir hefðu staðið fyrir „auknu viðskiptafrelsi" (afnám eftirlits), „einkavæðingu ríkisfyrirtækja" (bankar í hendur glæpamanna) og „skattalækkunum" (á auðmenn)… Það er nákvæmlega þessi hárbeitta skarpskyggni, þetta ískalda raunsæi, þetta snilldarlega stöðumat sem íslenska þjóðin þarf á að halda um þessar mundir. Stefna einkavæðingar, skattalækkunar og „viðskiptafrelsis". Sú stefna er auðvitað ómissandi. Eða svo hlýtur Samfylkingunni að finnast. Aðra skýringu er naumast að finna á því að hún heldur hlífiskildi yfir þessum valdamönnum - þessum vildarmönnum. Samfylkingin starfar eftir einni hugsjón: Valdastólar landsins geyma ómissandi fólk.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun