Fagurkerar bíða skipbrot eftir góðærið 23. febrúar 2009 04:30 Sorglegt Arnar Gauti og Nadia Banine segja það vera sorglegt að sjá á eftir Habitat og Saltfélaginu. „Maður er eiginlega bara skelfingu lostin, ekkert annað. Þetta er mjög slæmt fyrir fólk í mínum bransa,“ segir Jóhanna Kristín Ólafsdóttir, innanhússarkitekt hjá AVH. Í fréttum Sjónvarpsins á fimmtudagskvöld var greint frá því að lífsstíls- og hönnunarbúðinni Saltfélaginu hefði verið lokað og að til stæði að loka Habitat sem löngum hefur verið þekkt fyrir smekklegar innanhússvörur. „Ég myndi nú kannski ekki segja að góðærinu væri formlega lokið. En vissulega á þetta eftir að gera fagurkeranum erfitt fyrir að nálgast flottar hönnunarvörur,“ segir Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri GK og fyrrum stjórnandi lífsstílsþáttarins Innlit/útlit. Hann viðurkennir hins vegar að þetta hafi kannski verið komið út í svolítið rugl, sér í lagi verðið. Í sama streng tekur fyrrum samstarfskona hans, Nadia Banine. „Það er alltaf sorglegt þegar maður hefur úr minna að velja. Saltfélagið hefur verið svolítið sér á báti með sínar vörur en það að verið sé að loka Habitat er skelfilegt. Þar var hægt að nálgast mjög smekklegar vörur á viðráðanlegu verði,“ segir Nadia. „Vonandi verður þetta hins vegar til þess að fólk líti sér nær og versli jafnvel frekar íslenska hönnun.“ Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, hefur starfrækt sína verslun í yfir þrjátíu ár. Og ekki er að sjá að það sé neitt fararsnið á honum þrátt fyrir erfitt árferði. Eyjólfur segist hóflega bjartsýnn á framhaldið. „Við höfum nánast aldrei greitt út arð í þessu fyrirtæki, höfum eytt öllum okkar peningum í fyrirtækið og hönnunina. Auðvitað er það sorglegt ef það fækkar aðilum í þessum bransa, maður getur bara ekkert annað sagt.“- fgg Hús og heimili Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
„Maður er eiginlega bara skelfingu lostin, ekkert annað. Þetta er mjög slæmt fyrir fólk í mínum bransa,“ segir Jóhanna Kristín Ólafsdóttir, innanhússarkitekt hjá AVH. Í fréttum Sjónvarpsins á fimmtudagskvöld var greint frá því að lífsstíls- og hönnunarbúðinni Saltfélaginu hefði verið lokað og að til stæði að loka Habitat sem löngum hefur verið þekkt fyrir smekklegar innanhússvörur. „Ég myndi nú kannski ekki segja að góðærinu væri formlega lokið. En vissulega á þetta eftir að gera fagurkeranum erfitt fyrir að nálgast flottar hönnunarvörur,“ segir Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri GK og fyrrum stjórnandi lífsstílsþáttarins Innlit/útlit. Hann viðurkennir hins vegar að þetta hafi kannski verið komið út í svolítið rugl, sér í lagi verðið. Í sama streng tekur fyrrum samstarfskona hans, Nadia Banine. „Það er alltaf sorglegt þegar maður hefur úr minna að velja. Saltfélagið hefur verið svolítið sér á báti með sínar vörur en það að verið sé að loka Habitat er skelfilegt. Þar var hægt að nálgast mjög smekklegar vörur á viðráðanlegu verði,“ segir Nadia. „Vonandi verður þetta hins vegar til þess að fólk líti sér nær og versli jafnvel frekar íslenska hönnun.“ Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, hefur starfrækt sína verslun í yfir þrjátíu ár. Og ekki er að sjá að það sé neitt fararsnið á honum þrátt fyrir erfitt árferði. Eyjólfur segist hóflega bjartsýnn á framhaldið. „Við höfum nánast aldrei greitt út arð í þessu fyrirtæki, höfum eytt öllum okkar peningum í fyrirtækið og hönnunina. Auðvitað er það sorglegt ef það fækkar aðilum í þessum bransa, maður getur bara ekkert annað sagt.“- fgg
Hús og heimili Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira