Hrun íslensku bankanna gæti breytt bankalöggjöf ESB 15. janúar 2009 11:10 Hrun íslenska bankakerfisins gæti leitt til þess að bankalöggjöf Evrópusambandsins verði breytt. Töluverð umræða hefur verið um málið innan ESB, einkum þá staðreynd að íslensku bönkunum var leyft að blása út í nokkrum ESB löndum án þess að hafa nægilega sterkan bakhjarl heimafyrir. Einn þeirra sem skrifað hefur um málið er Howard Davies dálkahöfundur hjá Financial Times. Hann segir að hrun íslensku bankanna hafi afhjúpað minkinn í hænsnahúsinu hvað varðar EES samninginn. Það er þá staðreynd að banki sem hefur starfsleyfi í einu ESB landi hefur það jafnframt í þeim öllum. Davies tekur Landsbankann og Icesave sem dæmi en Landsbankinn var ekki undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins heldur þess íslenska en gat samt tekið við innistæðum frá breskum almenningi. Og þegar bankinn hrundi kom í ljós að stuðningur Seðlabanka Íslands var lítill sem enginn. Tvær lausnir eru til á þessu vandamáli að mati Davies og annarra sem fjallað hafa um málið. Önnur þeirra er að hverjum banka verði gert skylt að stofna sérstakt dótturfélag sem heyrði undir fjármálaeftirlit viðkomandi lands. Vandamálið við þessa leið er að hún væri í raun flótti frá hugmyndinni um að ESB sé eitt markaðssvæði. Og myndi þar að auki setja takmörk á flæði fjár frá bönkunum nú þegar lánsfé er af mjög skornum skammti. Hin lausnin er að gera eins og Bandaríkjamenn hafa gert og það er að skapa eitt ofurembætti fjármálaeftirlitis fyrir allt Evrópusvæðið. Og það embætti hefði svo aðgang að lánveitenda til þrautavara. Hugmyndir um þessar tvær stofnanir eru þegar á teikniborðinu. Karel Lannoo hjá Miðstöð Evrópu um stjórnsýslu hefur þegar sett fram hugmyndir á þessum nótum. Davies segir að þetta fyrirkomulag uppfylli þau skilyrði að áfram yrði um einn sameignlegan markað að ræða en gallinn er sá að sennilega yrði mjög erfitt að ná pólitískri samstöðu um málið innan allra ríkja ESB. En umræðan heldur áfram enda mönnum umhugað um að koma í veg fyrir annað "íslenskt stórslys" í bankakerfi Evrópu. Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Hrun íslenska bankakerfisins gæti leitt til þess að bankalöggjöf Evrópusambandsins verði breytt. Töluverð umræða hefur verið um málið innan ESB, einkum þá staðreynd að íslensku bönkunum var leyft að blása út í nokkrum ESB löndum án þess að hafa nægilega sterkan bakhjarl heimafyrir. Einn þeirra sem skrifað hefur um málið er Howard Davies dálkahöfundur hjá Financial Times. Hann segir að hrun íslensku bankanna hafi afhjúpað minkinn í hænsnahúsinu hvað varðar EES samninginn. Það er þá staðreynd að banki sem hefur starfsleyfi í einu ESB landi hefur það jafnframt í þeim öllum. Davies tekur Landsbankann og Icesave sem dæmi en Landsbankinn var ekki undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins heldur þess íslenska en gat samt tekið við innistæðum frá breskum almenningi. Og þegar bankinn hrundi kom í ljós að stuðningur Seðlabanka Íslands var lítill sem enginn. Tvær lausnir eru til á þessu vandamáli að mati Davies og annarra sem fjallað hafa um málið. Önnur þeirra er að hverjum banka verði gert skylt að stofna sérstakt dótturfélag sem heyrði undir fjármálaeftirlit viðkomandi lands. Vandamálið við þessa leið er að hún væri í raun flótti frá hugmyndinni um að ESB sé eitt markaðssvæði. Og myndi þar að auki setja takmörk á flæði fjár frá bönkunum nú þegar lánsfé er af mjög skornum skammti. Hin lausnin er að gera eins og Bandaríkjamenn hafa gert og það er að skapa eitt ofurembætti fjármálaeftirlitis fyrir allt Evrópusvæðið. Og það embætti hefði svo aðgang að lánveitenda til þrautavara. Hugmyndir um þessar tvær stofnanir eru þegar á teikniborðinu. Karel Lannoo hjá Miðstöð Evrópu um stjórnsýslu hefur þegar sett fram hugmyndir á þessum nótum. Davies segir að þetta fyrirkomulag uppfylli þau skilyrði að áfram yrði um einn sameignlegan markað að ræða en gallinn er sá að sennilega yrði mjög erfitt að ná pólitískri samstöðu um málið innan allra ríkja ESB. En umræðan heldur áfram enda mönnum umhugað um að koma í veg fyrir annað "íslenskt stórslys" í bankakerfi Evrópu.
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira