Góðærið skrifað út úr Dubbeldusch 7. janúar 2009 08:00 Verk Björns Hlyns Haraldssonar fékk tilnefningu til Grímunnar sem sýning ársins. Það hefur nú aðeins verið staðfært í ljósi efnahagsástandsins. Fréttablaðið/stefán „Við urðum að snúa þessu aðeins við, annað hefði bara verið kjánalegt," segir leikstjórinn og leikritaskáldið Björn Hlynur Haraldsson. Leikverkið Dubbeldusch er komið til Hafnarfjarðar eftir mikla sigurför fyrir norðan en hefur tekið stakkaskiptum síðan það var frumsýnt í mars á síðasta ári. Þá lék nefnilega allt í lyndi og enginn, ekki einu sinni ráðamenn, höfðu hugmynd um hvað væri handan við hornið. „Bönkunum hefur verið breytt og við getum ekkert verið minni menn og breytum verkinu, þetta er nýtt Dubbeldusch fyrir Nýja Ísland," útskýrir Björn Hlynur. Breytingarnar felast aðallega í umhverfinu, í staðinn fyrir glæsibifreiðar eru komnir eldri kaggar, gorgeirinn hefur breyst í hógværð og sumarbústaðurinn sem leikritið gerist í er ekki fullbúinn heldur þakinn byggingarplasti. „Við breyttum líka tóninum í samtölunum og það má eiginlega segja að áður hafi þetta verið fjölskylda í krísu í miðju góðæri en nú er þetta fjölskylda í krísu í kreppu." Leikritaskáldið áréttar þó að söguþráðurinn sé sami, handritið sé einfaldlega hráefni sem hægt sé að matbúa á þann hátt sem hver og einn kjósi. „Mér finnst þetta reyndar mjög skemmtilegt, að notast við handritið á þennan máta og væri alveg til í að gera meira af þessu." Verkefnastaðan hjá Birni er þéttskipuð. Hann hefur tekið við af Ólafi Agli Egilssyni við gerð kvikmyndahandrits eftir sögu Hreins Vilhjálmssonar, Bæjarins verstu, sem Vesturport hyggst kvikmynda þegar fram líða stundir. „Og svo er eitt og hálft leikrit sem ég geng með í maganum," bætir Björn við.- fgg Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við urðum að snúa þessu aðeins við, annað hefði bara verið kjánalegt," segir leikstjórinn og leikritaskáldið Björn Hlynur Haraldsson. Leikverkið Dubbeldusch er komið til Hafnarfjarðar eftir mikla sigurför fyrir norðan en hefur tekið stakkaskiptum síðan það var frumsýnt í mars á síðasta ári. Þá lék nefnilega allt í lyndi og enginn, ekki einu sinni ráðamenn, höfðu hugmynd um hvað væri handan við hornið. „Bönkunum hefur verið breytt og við getum ekkert verið minni menn og breytum verkinu, þetta er nýtt Dubbeldusch fyrir Nýja Ísland," útskýrir Björn Hlynur. Breytingarnar felast aðallega í umhverfinu, í staðinn fyrir glæsibifreiðar eru komnir eldri kaggar, gorgeirinn hefur breyst í hógværð og sumarbústaðurinn sem leikritið gerist í er ekki fullbúinn heldur þakinn byggingarplasti. „Við breyttum líka tóninum í samtölunum og það má eiginlega segja að áður hafi þetta verið fjölskylda í krísu í miðju góðæri en nú er þetta fjölskylda í krísu í kreppu." Leikritaskáldið áréttar þó að söguþráðurinn sé sami, handritið sé einfaldlega hráefni sem hægt sé að matbúa á þann hátt sem hver og einn kjósi. „Mér finnst þetta reyndar mjög skemmtilegt, að notast við handritið á þennan máta og væri alveg til í að gera meira af þessu." Verkefnastaðan hjá Birni er þéttskipuð. Hann hefur tekið við af Ólafi Agli Egilssyni við gerð kvikmyndahandrits eftir sögu Hreins Vilhjálmssonar, Bæjarins verstu, sem Vesturport hyggst kvikmynda þegar fram líða stundir. „Og svo er eitt og hálft leikrit sem ég geng með í maganum," bætir Björn við.- fgg
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira