Stýrivextir og stjórnvöld Már Wolfgang Mixa skrifar 16. maí 2009 06:00 Það er alkunna í hagfræðikenningum að verð afurða ræðst af framboði og eftirspurn. Minnki framboð eða eykst eftirspurn þá hækkar verð afurða. Sé þróunin öfug þá lækkar verðið. Fjármagn er einnig afurð sem þróast því með sama hætti. Vilji fólk spara minna eða taka fleiri lán þá hækkar verðið í formi hærra vaxtastigs, aukist áhugi á sparnað og áhugi til lántöku minnkar þá lækka vextir. Svona ætti, í það minnsta, ferlið almennt að vera. Af ofangreindu er eðlilegt að í þensluskeiði undanfarinna ára hefur Seðlabanki Íslands stöðugt verið að hækka vaxtastig, sem hefði átt að draga úr fjármagni í umferð. Stjórnvöld hafa aftur á móti samhliða því verið að lækka óbeint vexti, þvert á þau skilaboð sem opinberar hagtölur veittu með aukningu fjármagns í umferð í formi: Hækkunar íbúðalána í 90% Vaxtabóta (sem hvetja til skuldsetningu) Skattalækkana Lítils aðhalds í útlánum banka Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár, stýrivextir hafa verið lækkaðir þrátt fyrir að sparnaðarhlutfall þar af tekjum hafi farið úr 5-10% í að vera neikvætt. Þetta er stór ástæða húsnæðisbólunnar bæði þar og hér. Svipaða sögu er að segja af flestum öðrum vestrænum þjóðum. Þetta óeðlilega erlenda vaxtastig fangaði athygli margra. Erlendar lántökur jukust stjarnfræðilega og með aðgerðaleysi juku stjórnvöld enn frekar á fjármagn í umferð og því þenslu. Bitlausir stýrivextir hækkuðu stöðugt sem lamaði atvinnulífið og jók freistinguna á því að taka erlend lán. Í dag þarf að draga úr neyslu og ætti áherslan í þjóðfélaginu að vera á að minnka skuldir og fara jafnvel að spara á nýjan leik. Stjórnvöld segjast aftur á móti vonast til að sjá stýrivexti í kringum 2-3% í lok árs sem dregur úr vilja til sparnaðar - með þessu vaxtastigi er verið að senda röng skilaboð. Vandinn sem við glímum við í dag er of mikil neysla undanfarin ár, ekki sparnaður. Neysla, t.d. í formi bílakaupa, gerir ekkert annað en að flytja gjaldeyri úr landi. Stýrivextir eiga að taka mið af raunverulegum aðstæðum - núverandi aðstæður kalla á aðhald, sparnað og skynsamlega neyslu. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það er alkunna í hagfræðikenningum að verð afurða ræðst af framboði og eftirspurn. Minnki framboð eða eykst eftirspurn þá hækkar verð afurða. Sé þróunin öfug þá lækkar verðið. Fjármagn er einnig afurð sem þróast því með sama hætti. Vilji fólk spara minna eða taka fleiri lán þá hækkar verðið í formi hærra vaxtastigs, aukist áhugi á sparnað og áhugi til lántöku minnkar þá lækka vextir. Svona ætti, í það minnsta, ferlið almennt að vera. Af ofangreindu er eðlilegt að í þensluskeiði undanfarinna ára hefur Seðlabanki Íslands stöðugt verið að hækka vaxtastig, sem hefði átt að draga úr fjármagni í umferð. Stjórnvöld hafa aftur á móti samhliða því verið að lækka óbeint vexti, þvert á þau skilaboð sem opinberar hagtölur veittu með aukningu fjármagns í umferð í formi: Hækkunar íbúðalána í 90% Vaxtabóta (sem hvetja til skuldsetningu) Skattalækkana Lítils aðhalds í útlánum banka Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár, stýrivextir hafa verið lækkaðir þrátt fyrir að sparnaðarhlutfall þar af tekjum hafi farið úr 5-10% í að vera neikvætt. Þetta er stór ástæða húsnæðisbólunnar bæði þar og hér. Svipaða sögu er að segja af flestum öðrum vestrænum þjóðum. Þetta óeðlilega erlenda vaxtastig fangaði athygli margra. Erlendar lántökur jukust stjarnfræðilega og með aðgerðaleysi juku stjórnvöld enn frekar á fjármagn í umferð og því þenslu. Bitlausir stýrivextir hækkuðu stöðugt sem lamaði atvinnulífið og jók freistinguna á því að taka erlend lán. Í dag þarf að draga úr neyslu og ætti áherslan í þjóðfélaginu að vera á að minnka skuldir og fara jafnvel að spara á nýjan leik. Stjórnvöld segjast aftur á móti vonast til að sjá stýrivexti í kringum 2-3% í lok árs sem dregur úr vilja til sparnaðar - með þessu vaxtastigi er verið að senda röng skilaboð. Vandinn sem við glímum við í dag er of mikil neysla undanfarin ár, ekki sparnaður. Neysla, t.d. í formi bílakaupa, gerir ekkert annað en að flytja gjaldeyri úr landi. Stýrivextir eiga að taka mið af raunverulegum aðstæðum - núverandi aðstæður kalla á aðhald, sparnað og skynsamlega neyslu. Höfundur er hagfræðingur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun