Kammerverk vantar í sumar 10. janúar 2009 04:00 Daníel Bjarnason, leiðtogi Ísafoldar, er formaður dómnefndar um kammerverk fyrir Djúpið. Tónlistarhátíðin Við Djúpið er orðinn árviss viðburður við Djúp. Hún verður haldin á Ísafirði í 7. sinn dagana 18. til 23. júní 2009. Viðamesta verkefnið á dagskrá hátíðarinnar í ár er stórt samstarfsverkefni með Ísafold kammersveit og Rás 1 Ríkisútvarpsins. Verkefnið er samkeppni fyrir ný tónskáld. Tilhögun er þessi: 3 til 4 tónskáld fá tækifæri til að skrifa verk sérstaklega fyrir sveitina Ísafold sem verður frumflutt á hátíðinni. Tónskáldin fá tækifæri til að vinna náið með meðlimum Ísafoldar með sérstaka áherslu á praktíska hluti sem varða framsetningu verksins og skrif fyrir einstök hljóðfæri. Danska tónskáldið Bent Sørensen er sérstakur gestur hátíðarinnar og mun leiðbeina þessum upprennandi tónskáldum enn frekar við vinnu þeirra. Auk þess mun hann flytja fyrirlestra um eigin verk og kenna á námskeiði á dagskrá hátíðarinnar. Tilgangurinn með þessu skemmtilega verkefni er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með hljómsveit, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Það eru þeim sem standa að verkefninu, tónlistarhátíðinni, kammersveitinni og Rás 1 mikil ánægja að bjóða upp á þessa nýjung hér á landi. Nokkur praktísk atriði fyrir þátttakendur: Þátttakendur skila inn umsóknum fyrir 15. janúar. Þar þurfa ákveðin gögn að fylgja samkvæmt reglum keppninnar. Reglurnar er að finna á heimasvæði keppninnar á heimasíðu tónlistarhátíðarinnar: www.viddjupid.is. Hinn 15. febrúar verður tilkynnt hverjir fá að taka þátt og 1. maí verða verkin að vera tilbúin. Dómnefndina skipa: Daníel Bjarnason, formaður, Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari, Jónas Tómasson, tónskáld, og Þuríður Jónsdóttir, tónskáld. Heiðursdómari: Bent Sørensen. Þá er bara að draga fram hugmyndir að kammerverkum úr skúffunum og sækja um.- pbb Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tónlistarhátíðin Við Djúpið er orðinn árviss viðburður við Djúp. Hún verður haldin á Ísafirði í 7. sinn dagana 18. til 23. júní 2009. Viðamesta verkefnið á dagskrá hátíðarinnar í ár er stórt samstarfsverkefni með Ísafold kammersveit og Rás 1 Ríkisútvarpsins. Verkefnið er samkeppni fyrir ný tónskáld. Tilhögun er þessi: 3 til 4 tónskáld fá tækifæri til að skrifa verk sérstaklega fyrir sveitina Ísafold sem verður frumflutt á hátíðinni. Tónskáldin fá tækifæri til að vinna náið með meðlimum Ísafoldar með sérstaka áherslu á praktíska hluti sem varða framsetningu verksins og skrif fyrir einstök hljóðfæri. Danska tónskáldið Bent Sørensen er sérstakur gestur hátíðarinnar og mun leiðbeina þessum upprennandi tónskáldum enn frekar við vinnu þeirra. Auk þess mun hann flytja fyrirlestra um eigin verk og kenna á námskeiði á dagskrá hátíðarinnar. Tilgangurinn með þessu skemmtilega verkefni er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með hljómsveit, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Það eru þeim sem standa að verkefninu, tónlistarhátíðinni, kammersveitinni og Rás 1 mikil ánægja að bjóða upp á þessa nýjung hér á landi. Nokkur praktísk atriði fyrir þátttakendur: Þátttakendur skila inn umsóknum fyrir 15. janúar. Þar þurfa ákveðin gögn að fylgja samkvæmt reglum keppninnar. Reglurnar er að finna á heimasvæði keppninnar á heimasíðu tónlistarhátíðarinnar: www.viddjupid.is. Hinn 15. febrúar verður tilkynnt hverjir fá að taka þátt og 1. maí verða verkin að vera tilbúin. Dómnefndina skipa: Daníel Bjarnason, formaður, Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari, Jónas Tómasson, tónskáld, og Þuríður Jónsdóttir, tónskáld. Heiðursdómari: Bent Sørensen. Þá er bara að draga fram hugmyndir að kammerverkum úr skúffunum og sækja um.- pbb
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira