Laddi sextugur í tvö ár 20. janúar 2009 04:00 Uppselt hefur verið á sextugsafmælissýningu Ladda frá því að hún var frumsýnd fyrir tveimur árum, en síðasta sýningin er næstkomandi laugardag. Sýningin Laddi 6-tugur fagnar óvæntum tímamótum í kvöld en Laddi sjálfur verður þá 62. Hópurinn kemur saman í síðasta sinn á laugardaginn. „Ég er 62 ára í dag svo það er afmælissýning í kvöld," segir Þórhallur Sigurðsson betur þekktur sem Laddi um sýninguna Laddi 6-tugur. Sýningin hefur nú gengið fyrir fullu húsi síðan hún var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í febrúar 2007 í tilefni af sextugsafmæli Ladda og uppselt hefur verið á 120 sýningar í röð. „Þetta átti nú bara að vera svona afmælissýning yfir eina helgi. Það tók því ekki að byrja fyrir minna en fjórar sýningar, en síðan þá eru komnar 116 aukasýningar," segir Laddi og brosir. „Ég hlakka rosalega til í kvöld því síðasta sýning var fyrir jól svo það er orðið töluvert langt síðan," bætir hann við. Aðspurður segist hann nú sjá fyrir endann á uppfærslunni, tveimur árum eftir frumsýningu. „Síðasta sýningin er á laugardaginn svo það er komið að lokum. Þetta er búið að vera heilt ævintýri. Maður hlakkar alltaf til að sýna og enginn í hópnum er orðinn leiður á þessu svo það er strax kominn söknuður í fólk," útskýrir Laddi sem mun þó ekki sitja auðum höndum eftir að sýningum lýkur því hann fer að vinna í plötu með Björgvini Halldórssyni. Plötuna segir hann vera ekta Ladda-plötu, með gríni og glensi fyrir alla fjölskylduna. „Við vorum að hugsa um þetta fyrir jólin, en frestuðum því. Við erum að fara í þetta núna, ætlum að klára plötuna í febrúar og sjáum svo til hvenær hún kemur út," segir Laddi. - ag Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýningin Laddi 6-tugur fagnar óvæntum tímamótum í kvöld en Laddi sjálfur verður þá 62. Hópurinn kemur saman í síðasta sinn á laugardaginn. „Ég er 62 ára í dag svo það er afmælissýning í kvöld," segir Þórhallur Sigurðsson betur þekktur sem Laddi um sýninguna Laddi 6-tugur. Sýningin hefur nú gengið fyrir fullu húsi síðan hún var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í febrúar 2007 í tilefni af sextugsafmæli Ladda og uppselt hefur verið á 120 sýningar í röð. „Þetta átti nú bara að vera svona afmælissýning yfir eina helgi. Það tók því ekki að byrja fyrir minna en fjórar sýningar, en síðan þá eru komnar 116 aukasýningar," segir Laddi og brosir. „Ég hlakka rosalega til í kvöld því síðasta sýning var fyrir jól svo það er orðið töluvert langt síðan," bætir hann við. Aðspurður segist hann nú sjá fyrir endann á uppfærslunni, tveimur árum eftir frumsýningu. „Síðasta sýningin er á laugardaginn svo það er komið að lokum. Þetta er búið að vera heilt ævintýri. Maður hlakkar alltaf til að sýna og enginn í hópnum er orðinn leiður á þessu svo það er strax kominn söknuður í fólk," útskýrir Laddi sem mun þó ekki sitja auðum höndum eftir að sýningum lýkur því hann fer að vinna í plötu með Björgvini Halldórssyni. Plötuna segir hann vera ekta Ladda-plötu, með gríni og glensi fyrir alla fjölskylduna. „Við vorum að hugsa um þetta fyrir jólin, en frestuðum því. Við erum að fara í þetta núna, ætlum að klára plötuna í febrúar og sjáum svo til hvenær hún kemur út," segir Laddi. - ag
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira