Rýming gekk snurðulaust og eftir áætlun 15. apríl 2010 04:30 skráningarborðið Árni Magnússon fararstjóri ræðir við Hrafnhildi Björnsdóttur vettvangsstjóra í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla á Hvolsvelli þegar hann kom þangað með hóp 30 breskra skólastúlkna rétt fyrir fimm að morgni. Fréttablaðið/Vilhelm Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. Blásið var til allsherjarrýmingar á hættusvæðum í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaurum og í Landeyjum klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 14. apríl. Um leið var lokað alveg fyrir umferð í austurátt við Hvolsvöll og fólki beint í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla þar í bæ. Klukkan sjö um morguninn höfðu 487 látið skrá sig í hjálparmiðstöðinni, að sögn Hrafnhildar Björnsdóttur vettvangsstjóra. Hún sagði að á rýmingarsvæðinu öllu hefðu verið á skrá rúmlega 700 manns og taldi heimtur með ágætum. „Sumir eru að heiman og svo hefur hluti hópsins líka farið í Varmahlíð, Drangshlíð og á Heimaland,“ sagði hún. Fyrri rýming átti sér stað klukkan hálf eitt um nóttina þegar rýmdir voru um 20 bæir undir Eyjafjöllum, frá Markarfljóti og austur undir Skóga. Fólki þaðan var beint á þá staði sem Hrafnhildur nefndi undir Eyjafjöllunum. Rýming á svæðinu gekk nokkuð fljótt fyrir sig og höfðu einhverjir á orði að þar endurspeglaðist líka æfingin frá 20. mars þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og sama svæði var rýmt. Ekki liðu nema 25 mínútur frá því að ákveðin var allsherjarrýming þangað til fyrstu gestirnir komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla. Þar voru á ferð verkamenn sem vinna við gerð Landeyjahafnar fyrir Suðurverk, um 30 manna hópur. Upp úr því tók að drífa að fólk úr sveitunum, síðast úr Landeyjum, en þar varð einhver töf á því að boðun bærist á bæi frá Almannavörnum. Upp úr klukkan fimm voru um 100 manns í húsinu, en ekki létu allir ílengjast þótt þeir kæmu þar til að skrá sig og láta vita um ferðir sínar, heldur héldu áfram til ættingja eða þar sem húsaskjól var í boði. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði rýmingu á svæðinu hafa gengið mjög vel, en aðgerðum var stýrt bæði frá varðstöð lögreglunnar á Hvolsvelli og aðgerðastöð björgunarsveitarinnar á Hellu. Kallaðir voru út allir lögreglumenn sýslunnar, auk þess sem á svæðinu voru að störfum lögreglumenn frá Selfossi, Reykjavík og úr sérsveitinni. olikr@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. Blásið var til allsherjarrýmingar á hættusvæðum í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaurum og í Landeyjum klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 14. apríl. Um leið var lokað alveg fyrir umferð í austurátt við Hvolsvöll og fólki beint í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla þar í bæ. Klukkan sjö um morguninn höfðu 487 látið skrá sig í hjálparmiðstöðinni, að sögn Hrafnhildar Björnsdóttur vettvangsstjóra. Hún sagði að á rýmingarsvæðinu öllu hefðu verið á skrá rúmlega 700 manns og taldi heimtur með ágætum. „Sumir eru að heiman og svo hefur hluti hópsins líka farið í Varmahlíð, Drangshlíð og á Heimaland,“ sagði hún. Fyrri rýming átti sér stað klukkan hálf eitt um nóttina þegar rýmdir voru um 20 bæir undir Eyjafjöllum, frá Markarfljóti og austur undir Skóga. Fólki þaðan var beint á þá staði sem Hrafnhildur nefndi undir Eyjafjöllunum. Rýming á svæðinu gekk nokkuð fljótt fyrir sig og höfðu einhverjir á orði að þar endurspeglaðist líka æfingin frá 20. mars þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og sama svæði var rýmt. Ekki liðu nema 25 mínútur frá því að ákveðin var allsherjarrýming þangað til fyrstu gestirnir komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla. Þar voru á ferð verkamenn sem vinna við gerð Landeyjahafnar fyrir Suðurverk, um 30 manna hópur. Upp úr því tók að drífa að fólk úr sveitunum, síðast úr Landeyjum, en þar varð einhver töf á því að boðun bærist á bæi frá Almannavörnum. Upp úr klukkan fimm voru um 100 manns í húsinu, en ekki létu allir ílengjast þótt þeir kæmu þar til að skrá sig og láta vita um ferðir sínar, heldur héldu áfram til ættingja eða þar sem húsaskjól var í boði. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði rýmingu á svæðinu hafa gengið mjög vel, en aðgerðum var stýrt bæði frá varðstöð lögreglunnar á Hvolsvelli og aðgerðastöð björgunarsveitarinnar á Hellu. Kallaðir voru út allir lögreglumenn sýslunnar, auk þess sem á svæðinu voru að störfum lögreglumenn frá Selfossi, Reykjavík og úr sérsveitinni. olikr@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira