Steingrímur íhugi stöðu sína 10. desember 2010 06:00 Þór Saari „Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu," segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. Nú þegar þetta er komið niður í upphæðir eins og kemur þarna fram hef ég velt upp þeirri hugmynd, og meðal annars rætt hana við fjármálaráðherra, að aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja verði einfaldlega látin borga þetta. Hrunið er þeim að kenna og þótt þetta yrðu bara fjármálafyrirtækin myndu þau ekki finna fyrir því að borga þetta," segir Þór. Þór segist ekki vita á þessari stundu hvort hann muni greiða atkvæði með samningnum á þingi. Til þess þurfi að lúslesa hann og öll fylgiskjöl. „Við höfum brennt okkur á því áður í tvígang að taka við skjölum frá ríkisstjórninni sem segja að við séum með æðislegan Icesave-samning sem hefur svo verið bara blekkingin innantóm. Ég reikna að vísu ekki með því að það sé þannig í þetta skiptið því ég treysti Lee Buchheit fyllilega til að segja sannleikann." Hins vegar telji hann líklegt að umtalsverður meirihluti verði fyrir þessu á þingi ef því verði gefinn nægur tími til að fara yfir málið og að því gefnu að hvergi sé fiskur undir steini. „En það er kurr í mönnum af því að það heyrðist strax á Steingrími að hann langaði að keyra þetta í gegn fyrir jól. Ef hann ætlar að reyna það verður allt vitlaust." Þór segir ekki víst að Steingrími J. Sigfússyni sé sætt sem fjármálaráðherra eftir þetta mál. Hann hafi haft kolrangt fyrir sér þegar hann reyndi að keyra í gegn samninga sem hefðu kostað þjóðina tugi ef ekki hundruð milljarða. „Ég held að hann ætti að sjálfsögðu að skoða sína stöðu mjög rækilega eftir þetta allt saman. Við ættum kannski að gera Lee Buchheit að fjármálaráðherra."- sh Icesave Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
„Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu," segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. Nú þegar þetta er komið niður í upphæðir eins og kemur þarna fram hef ég velt upp þeirri hugmynd, og meðal annars rætt hana við fjármálaráðherra, að aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja verði einfaldlega látin borga þetta. Hrunið er þeim að kenna og þótt þetta yrðu bara fjármálafyrirtækin myndu þau ekki finna fyrir því að borga þetta," segir Þór. Þór segist ekki vita á þessari stundu hvort hann muni greiða atkvæði með samningnum á þingi. Til þess þurfi að lúslesa hann og öll fylgiskjöl. „Við höfum brennt okkur á því áður í tvígang að taka við skjölum frá ríkisstjórninni sem segja að við séum með æðislegan Icesave-samning sem hefur svo verið bara blekkingin innantóm. Ég reikna að vísu ekki með því að það sé þannig í þetta skiptið því ég treysti Lee Buchheit fyllilega til að segja sannleikann." Hins vegar telji hann líklegt að umtalsverður meirihluti verði fyrir þessu á þingi ef því verði gefinn nægur tími til að fara yfir málið og að því gefnu að hvergi sé fiskur undir steini. „En það er kurr í mönnum af því að það heyrðist strax á Steingrími að hann langaði að keyra þetta í gegn fyrir jól. Ef hann ætlar að reyna það verður allt vitlaust." Þór segir ekki víst að Steingrími J. Sigfússyni sé sætt sem fjármálaráðherra eftir þetta mál. Hann hafi haft kolrangt fyrir sér þegar hann reyndi að keyra í gegn samninga sem hefðu kostað þjóðina tugi ef ekki hundruð milljarða. „Ég held að hann ætti að sjálfsögðu að skoða sína stöðu mjög rækilega eftir þetta allt saman. Við ættum kannski að gera Lee Buchheit að fjármálaráðherra."- sh
Icesave Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira