Arkitektar móðgast á fundi þingnefndar 15. september 2010 06:00 Mörður Árnason Þingmaðurinn segist ekki skilja hvers vegna arkitektar kveinki sér undan orðum hans.Fréttablaðið/Valli „Þetta var argasti dónaskapur,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, formaður Arkitektafélags Íslands, um framkomu Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á fundi umhverfisnefndar Alþingis fyrir hálfum mánuði. Fulltrúar Arkitektafélagsins voru kallaðir á fund umhverfisnefndarinnar 30. ágúst. Félagið hafði áður veitt umbeðna umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga og til skipulagslaga sem ræða átti á fundinum. Sigríður og tveir félagar hennar komu á fund nefndarinnar. „Mörður mætti okkur með miklum fordómum gagnvart því starfi sem arkitektar eru að vinna og fór með miklar rangfærslur eins og jafnan er þegar menn þekkja ekki vel til. Hann taldi að allt sem illa hefði farið í manngerðu umhverfi á Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta,“ lýsir Sigríður. Sigríður segist hafa sent formanni nefndarinnar, Ólínu Þorvarðardóttur, sem er flokkssystir Marðar, tölvuskeyti eftir fundinn. „Ég sagði að þetta hefði komið okkur verulega á óvart og við værum hugsi yfir framkomu þingmannsins,“ segir Sigríður. Mörður Árnason segist ekki hafa heyrt af bréfi formanns Arkitektafélagsins. Það komi honum mjög á óvart að arkitektarnir skuli hafi móðgast og kveinkað sér undan orðum hans sem sögð hafi verið í samræðum í léttum dúr. Arkitektarnir hafi á fundinum sagst hafa áhyggjur af stöðu byggingarlistar á Íslandi. „Ég sagði að arkitektar bæru sinn hlut ábyrgðarinnar á því að byggingarlist á Íslandi sé með því móti sem raun ber vitni. Arkitektar eru ákaflega misjafnir eins og aðrar starfsstéttir. Sumir þeirra eru frábærir listamenn. Aðra arkitekta hefur því miður hent að láta faglegan heiður víkja fyrir peningasjónarmiðum,“ útskýrir Mörður. Ólína Þorvarðardóttir segist engar athugasemdir hafa við framgöngu Marðar. „Mín skoðun er sú að hann hafi verið að tala í hálfkæringi og verið frekar grínaktugur um ljótar byggingar sem væru teiknaðar af arkitektum. Ég held að ummælum Marðar hafi alls ekki verið ætlað að gera lítið út arkitektum,“ segir formaður umhverfisnefndar. „Við höfðum ekki húmor fyrir þessu en kannski er þetta ný tegund af íslenskri fyndni,“ segir formaður Arkitektafélagsins. gar@frettabladid.is Sigríður Magnúsdóttir Fréttir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Þetta var argasti dónaskapur,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, formaður Arkitektafélags Íslands, um framkomu Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á fundi umhverfisnefndar Alþingis fyrir hálfum mánuði. Fulltrúar Arkitektafélagsins voru kallaðir á fund umhverfisnefndarinnar 30. ágúst. Félagið hafði áður veitt umbeðna umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga og til skipulagslaga sem ræða átti á fundinum. Sigríður og tveir félagar hennar komu á fund nefndarinnar. „Mörður mætti okkur með miklum fordómum gagnvart því starfi sem arkitektar eru að vinna og fór með miklar rangfærslur eins og jafnan er þegar menn þekkja ekki vel til. Hann taldi að allt sem illa hefði farið í manngerðu umhverfi á Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta,“ lýsir Sigríður. Sigríður segist hafa sent formanni nefndarinnar, Ólínu Þorvarðardóttur, sem er flokkssystir Marðar, tölvuskeyti eftir fundinn. „Ég sagði að þetta hefði komið okkur verulega á óvart og við værum hugsi yfir framkomu þingmannsins,“ segir Sigríður. Mörður Árnason segist ekki hafa heyrt af bréfi formanns Arkitektafélagsins. Það komi honum mjög á óvart að arkitektarnir skuli hafi móðgast og kveinkað sér undan orðum hans sem sögð hafi verið í samræðum í léttum dúr. Arkitektarnir hafi á fundinum sagst hafa áhyggjur af stöðu byggingarlistar á Íslandi. „Ég sagði að arkitektar bæru sinn hlut ábyrgðarinnar á því að byggingarlist á Íslandi sé með því móti sem raun ber vitni. Arkitektar eru ákaflega misjafnir eins og aðrar starfsstéttir. Sumir þeirra eru frábærir listamenn. Aðra arkitekta hefur því miður hent að láta faglegan heiður víkja fyrir peningasjónarmiðum,“ útskýrir Mörður. Ólína Þorvarðardóttir segist engar athugasemdir hafa við framgöngu Marðar. „Mín skoðun er sú að hann hafi verið að tala í hálfkæringi og verið frekar grínaktugur um ljótar byggingar sem væru teiknaðar af arkitektum. Ég held að ummælum Marðar hafi alls ekki verið ætlað að gera lítið út arkitektum,“ segir formaður umhverfisnefndar. „Við höfðum ekki húmor fyrir þessu en kannski er þetta ný tegund af íslenskri fyndni,“ segir formaður Arkitektafélagsins. gar@frettabladid.is Sigríður Magnúsdóttir
Fréttir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira