Miklu minna framboð af fíkniefnum 21. desember 2010 06:00 fíkniefnahlass Yfirlæknir á Vogi þakkar lögreglu og gjaldeyrishöftum þá þróun að miklu minna af fíkniefnum sé í umferð nú en fyrir fáeinum árum. Á myndinni má sjá fíkniefnahlass, um 109 kíló af amfetamíni, maríjúana, hassi og e-töflum, sem reynt var að smygla til landsins á síðasta ári. „Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Kannabisefnin og hassið eru ekki eins sterk og áður tíðkaðist. Nærtækasta skýringin er sú að okkar toll- og löggæsla er að skila góðum árangri. Við höfum einnig fjarlægst erlenda markaði vegna gjaldeyrishafta og fleiri þátta. Þessi þróun sést ekki annars staðar. Í Bandaríkjunum hefur meðalstyrkur kannabisefna aukist á síðasta áratug. Þetta er fyrst og fremst sigur lögreglunnar hér.“ Jakob Kristinsson, prófessor hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum, staðfestir að styrkleiki sýnishorna af hassi sem greind hafi verið sé minni heldur en á síðasta ári. „Það er alveg klárt að hassið á götunni er ekki eins sterkt og áður,“ segir Jakob og bætir við að erfiðara sé að segja til um styrkleika heimaræktaðra kannabisefna. „Það er meira háð tilviljunum sem felast fyrst og fremst í því á hvaða stigi ræktunin er þegar lögregla stöðvar hana. Sumt er fullbúið en annað skemmra á veg komið,“ útskýrir Jakob. Hann segir enn fremur að styrkleiki sterkari fíkniefna sé mjög breytilegur milli ára. Sé tekin stór sending geti rannsóknarsýnin skipt tugum, sem hafi mikil áhrif á meðaltalið. Fjöldi sýna fari eftir stærð sendingar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu, segir deildina hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum. „Við höfum kortlagt þetta og gengið með aðgerðum inn í þessa hópa. Það er enginn vafi, til dæmis í ljósi dómsmála, að búið er að ganga þokkalega á marga þeirra. Enn eru þó hópar starfandi og við höldum áfram að reyna að stöðva þá sem hafa lifibrauð af þessari skipulögðu brotastarfsemi.“ Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að reynt hefði verið að smygla hálfu kílói af efninu methedrone, áður nær óþekktu hér, til landsins. „Menn hafa leikið þennan leik lengi,“ segir yfirlæknirinn á Vogi. „E-pillan var upphaflega markaðssett af því að hún var ekki bönnuð formlega víða. Mér sýnist þetta vera eitt af þessum efnumsem menn reyna að smygla á milli landa í þeirri von að þau séu ekki skrásett sem ólögleg fíkniefni.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
„Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Kannabisefnin og hassið eru ekki eins sterk og áður tíðkaðist. Nærtækasta skýringin er sú að okkar toll- og löggæsla er að skila góðum árangri. Við höfum einnig fjarlægst erlenda markaði vegna gjaldeyrishafta og fleiri þátta. Þessi þróun sést ekki annars staðar. Í Bandaríkjunum hefur meðalstyrkur kannabisefna aukist á síðasta áratug. Þetta er fyrst og fremst sigur lögreglunnar hér.“ Jakob Kristinsson, prófessor hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum, staðfestir að styrkleiki sýnishorna af hassi sem greind hafi verið sé minni heldur en á síðasta ári. „Það er alveg klárt að hassið á götunni er ekki eins sterkt og áður,“ segir Jakob og bætir við að erfiðara sé að segja til um styrkleika heimaræktaðra kannabisefna. „Það er meira háð tilviljunum sem felast fyrst og fremst í því á hvaða stigi ræktunin er þegar lögregla stöðvar hana. Sumt er fullbúið en annað skemmra á veg komið,“ útskýrir Jakob. Hann segir enn fremur að styrkleiki sterkari fíkniefna sé mjög breytilegur milli ára. Sé tekin stór sending geti rannsóknarsýnin skipt tugum, sem hafi mikil áhrif á meðaltalið. Fjöldi sýna fari eftir stærð sendingar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu, segir deildina hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum. „Við höfum kortlagt þetta og gengið með aðgerðum inn í þessa hópa. Það er enginn vafi, til dæmis í ljósi dómsmála, að búið er að ganga þokkalega á marga þeirra. Enn eru þó hópar starfandi og við höldum áfram að reyna að stöðva þá sem hafa lifibrauð af þessari skipulögðu brotastarfsemi.“ Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að reynt hefði verið að smygla hálfu kílói af efninu methedrone, áður nær óþekktu hér, til landsins. „Menn hafa leikið þennan leik lengi,“ segir yfirlæknirinn á Vogi. „E-pillan var upphaflega markaðssett af því að hún var ekki bönnuð formlega víða. Mér sýnist þetta vera eitt af þessum efnumsem menn reyna að smygla á milli landa í þeirri von að þau séu ekki skrásett sem ólögleg fíkniefni.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira