Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. mars 2010 18:45 Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. Bandaríski rithöfundurinn Michael Lewis sem er fyrrum undrabarn á Wall Street útskýrir í nýjustu bók sinni hvernig snillingarnir á Wall Street töpuðu 1,75 þúsund milljörðum dollara á undirmálslánamarkaðnum og orsökuðu þannig efnahagshrunið sem teygði anga sína út allan heim og þar með til Íslands. Lewis þessi skrifaði umdeilda grein um Ísland í tímaritið Vanity Fair á síðasta ári sem vakti gríðarlega athygli, en í nýjasta þætti 60 mínútna er rætt við Lewis um nýjustu bók hans, The Big Short. Í bókinni gerir Lewis m.a grein fyrir því að aðeins sárafáir einstaklingar hafi séð hrunið fyrir og vitað að miðlarar á Wall Street hafi verið að kaupa handónýta skuldabréfavafninga. Einn þeirra sem vissi þetta var Michael Burry, eineygður læknir í Kaliforníu með Asperger-heilkenni, sem er ein tegund einhverfu, en hann hengdi læknasloppinn á snagann og stýrir í dag vogunarsjóði. Hann segist hafa grætt gífurlega mikla peninga með því að veðja gegn Wall Street, en hann tók þátt í að móta markað með skuldatryggingar á skuldabréfavafningana.60 mínútur er á dagskrá annað kvöld á Stöð 2 kl. 22:50, en rætt verður ítarlega við bæði Lewis og Burry í þættinum. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. Bandaríski rithöfundurinn Michael Lewis sem er fyrrum undrabarn á Wall Street útskýrir í nýjustu bók sinni hvernig snillingarnir á Wall Street töpuðu 1,75 þúsund milljörðum dollara á undirmálslánamarkaðnum og orsökuðu þannig efnahagshrunið sem teygði anga sína út allan heim og þar með til Íslands. Lewis þessi skrifaði umdeilda grein um Ísland í tímaritið Vanity Fair á síðasta ári sem vakti gríðarlega athygli, en í nýjasta þætti 60 mínútna er rætt við Lewis um nýjustu bók hans, The Big Short. Í bókinni gerir Lewis m.a grein fyrir því að aðeins sárafáir einstaklingar hafi séð hrunið fyrir og vitað að miðlarar á Wall Street hafi verið að kaupa handónýta skuldabréfavafninga. Einn þeirra sem vissi þetta var Michael Burry, eineygður læknir í Kaliforníu með Asperger-heilkenni, sem er ein tegund einhverfu, en hann hengdi læknasloppinn á snagann og stýrir í dag vogunarsjóði. Hann segist hafa grætt gífurlega mikla peninga með því að veðja gegn Wall Street, en hann tók þátt í að móta markað með skuldatryggingar á skuldabréfavafningana.60 mínútur er á dagskrá annað kvöld á Stöð 2 kl. 22:50, en rætt verður ítarlega við bæði Lewis og Burry í þættinum.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira