Við mæltum okkur mót við Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, eiganda Gyðju Collection, við Höfða í Borgartúni í dag.
Sigrún Lilja, sem var ein af útvöldum sem boðið var að vera með sérstaka gjafapakka handa stjörnum Emmy-verðlaunanna í ár, sýndi okkur hvað frægu leikkonurnar í Hollywood fá sent frá henni.
Um er að ræða gríðarlega góða kynningu fyrir merki Sigrúnar Lilju þar sem fjölmiðlar veita því mikla athygli hvaða merki eru valin hvert ár.