Dagur B. Eggertsson: Reykjavík verður að taka forystu 12. maí 2010 09:39 Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á. Við teljum eindregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skapar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvínar - og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi.Atvinna Reykjavík á ekki að unna sér hvíldar fyrr en atvinnuleysi er úr sögunni. Þar þarf að leiða samvinnu margra. Sá doði sem stafar frá ráðhúsinu er bein afleiðing af því að frjálshyggjan vísar ábyrgðinni annað á meðan hún bíður eftir að markaðurinn leysi málin. Það er dýrt. Afleiðingin gæti orðið langvarandi atvinnuleysi. Höfuðborgin á þvert á móti að taka frumkvæði. Tryggja að hlúð sé að tækifærum í markvissu samstarfi við atvinnulífið, hvort sem er í ferðaþjónustu, þekkingariðnaði eða kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Reykjavík er í einstakri stöðu til að fá aðra með. Viðhaldsverkefnum og framkvæmdum á ekki að fresta heldur flýta eins og kostur er. Ráða á fólk af atvinnuleysisskrá til brýnna verkefna, þar sem það er hægt. Einnig þar á Reykjavík að stíga fram og leiða. Þá fylgja aðrir á eftir. Það er allt betra en atvinnuleysi.Öryggi Reykjavík á að tryggja öryggi. Við þurfum öll að geta treyst því að samfélagið standi með okkur ef í harðbakkann slær. Það þýðir að hækka þarf lágmarksframfærslu og styðja betur við barnafjölskyldur. Öllum verður að tryggja þak yfir höfuðið án yfirskuldsetningar. Til þess þarf leiguhúsnæði að vera öruggur kostur, viðráðanlegt og fáanlegt til lengri tíma. Öryggi barna á að vera númer eitt. Skólarnir eiga að vera griðastaður, líka í kreppu. Við eigum að standa saman um að endurskoða forgangsröðina og tryggja að börn hrekist ekki úr íþróttum eða frístundastarfi vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Sú menntun er líka nauðsynleg til að leggja grunn að farsælli og og öruggri framtíð. Við þurfum sterkt velferðarsamfélag því það er lykillinn að öryggi fyrir alla. Við skulum ekki kjósa frá okkur öryggið.Von Reykjavík á þó ekki síst að kveikja og næra von um sterkari borg og betra samfélag þar sem við lærum af reynslunni. Við eigum að horfa til framtíðar þar sem lausnir koma í stað kreddu, umhyggja og nágrannasamfélag í stað eigingirni og afskiptaleysis, samhjálp í stað kapphlaups eftir innantómum gæðum og umburðarlyndi í stað dómhörku. Borgarbragurinn byggir á okkur sjálfum. Í góðri borg fer saman óttaleysi og fjölbreytni, tilhlökkun gagnvart framtíðinni, ásamt hæfilegri blöndu af íhaldssemi og forvitni fyrir hinu nýja. Reykjavík er aflið sem mun koma Íslandi út úr kreppunni.Valið í vor Það er enginn vafi að ef rétt verður á málum haldið í borginni munum við sjá nýjar og gamalgrónar atvinnugreinar vaxa aftur og dafna sem aldrei fyrr. Við þurfum bara að þora að taka skrefið til forystu, og standa og falla með því. Byrjum á því að hafna þriggja ára framtíðarsýn meirihlutans í Reykjavík um aðgerðarleysi í atvinnumálum, 11% atvinnuleysi og 70% niðurskurð til mannaflsfrekra verkefna. Það boðar bara landflótta. Reykjavík hefur alla burði til að gera margfalt betur ef hún beitir sér. Atvinnustefna og aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sannar það. Þar birtist sýn um atvinnu, öryggi og von um betri framtíð. Þar liggur munurinn. Þitt er valið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á. Við teljum eindregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skapar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvínar - og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi.Atvinna Reykjavík á ekki að unna sér hvíldar fyrr en atvinnuleysi er úr sögunni. Þar þarf að leiða samvinnu margra. Sá doði sem stafar frá ráðhúsinu er bein afleiðing af því að frjálshyggjan vísar ábyrgðinni annað á meðan hún bíður eftir að markaðurinn leysi málin. Það er dýrt. Afleiðingin gæti orðið langvarandi atvinnuleysi. Höfuðborgin á þvert á móti að taka frumkvæði. Tryggja að hlúð sé að tækifærum í markvissu samstarfi við atvinnulífið, hvort sem er í ferðaþjónustu, þekkingariðnaði eða kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Reykjavík er í einstakri stöðu til að fá aðra með. Viðhaldsverkefnum og framkvæmdum á ekki að fresta heldur flýta eins og kostur er. Ráða á fólk af atvinnuleysisskrá til brýnna verkefna, þar sem það er hægt. Einnig þar á Reykjavík að stíga fram og leiða. Þá fylgja aðrir á eftir. Það er allt betra en atvinnuleysi.Öryggi Reykjavík á að tryggja öryggi. Við þurfum öll að geta treyst því að samfélagið standi með okkur ef í harðbakkann slær. Það þýðir að hækka þarf lágmarksframfærslu og styðja betur við barnafjölskyldur. Öllum verður að tryggja þak yfir höfuðið án yfirskuldsetningar. Til þess þarf leiguhúsnæði að vera öruggur kostur, viðráðanlegt og fáanlegt til lengri tíma. Öryggi barna á að vera númer eitt. Skólarnir eiga að vera griðastaður, líka í kreppu. Við eigum að standa saman um að endurskoða forgangsröðina og tryggja að börn hrekist ekki úr íþróttum eða frístundastarfi vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Sú menntun er líka nauðsynleg til að leggja grunn að farsælli og og öruggri framtíð. Við þurfum sterkt velferðarsamfélag því það er lykillinn að öryggi fyrir alla. Við skulum ekki kjósa frá okkur öryggið.Von Reykjavík á þó ekki síst að kveikja og næra von um sterkari borg og betra samfélag þar sem við lærum af reynslunni. Við eigum að horfa til framtíðar þar sem lausnir koma í stað kreddu, umhyggja og nágrannasamfélag í stað eigingirni og afskiptaleysis, samhjálp í stað kapphlaups eftir innantómum gæðum og umburðarlyndi í stað dómhörku. Borgarbragurinn byggir á okkur sjálfum. Í góðri borg fer saman óttaleysi og fjölbreytni, tilhlökkun gagnvart framtíðinni, ásamt hæfilegri blöndu af íhaldssemi og forvitni fyrir hinu nýja. Reykjavík er aflið sem mun koma Íslandi út úr kreppunni.Valið í vor Það er enginn vafi að ef rétt verður á málum haldið í borginni munum við sjá nýjar og gamalgrónar atvinnugreinar vaxa aftur og dafna sem aldrei fyrr. Við þurfum bara að þora að taka skrefið til forystu, og standa og falla með því. Byrjum á því að hafna þriggja ára framtíðarsýn meirihlutans í Reykjavík um aðgerðarleysi í atvinnumálum, 11% atvinnuleysi og 70% niðurskurð til mannaflsfrekra verkefna. Það boðar bara landflótta. Reykjavík hefur alla burði til að gera margfalt betur ef hún beitir sér. Atvinnustefna og aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sannar það. Þar birtist sýn um atvinnu, öryggi og von um betri framtíð. Þar liggur munurinn. Þitt er valið.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar