Vilja bæta árangur drengja í skólum 18. ágúst 2010 05:15 sóley tómasdóttir Menntaráð Reykjavíkur ætlar að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Samkvæmt könnun Háskóla Íslands sem gerð var árið 2008 þykir 67 prósentum drengja í 1. bekk gaman að læra en 83 prósentum stúlkna. Að sama skapi finnst 65 prósentum sjö ára drengja gaman að lesa í skólanum en 74 prósentum stúlkna. Skipaður hefur verið átta manna stýrihópur með fulltrúum ýmissa deilda innan menntakerfisins til þess að vinna að úrlausnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkurborgar, er formaður hópsins. „Bilið á milli drengja og stúlkna í grunnskólum hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir Þorbjörg. „Það þarf að rýna vel í þessi mál og finna út hver orsökin er.“ Þorbjörg telur að kerfið hafi á einhvern hátt misst sjónar á strákum, meðal annars vegna fækkunar á körlum sem fyrirmyndum í skólakerfinu og hugsanlega sökum þess að einblínt hafi verið á stelpur og stöðu þeirra. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, gagnrýnir skoðanir Þorbjargar og segir að verið sé að falla í pytt gamallar orðræðu. „Það er mikilvægast að vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin,“ segir Sóley. „Staða stúlkna er alveg jafn mikilvæg, ekki bara vegna námsárangurs heldur líka vegna sjálfstausts og sjálfsmyndar.“ Sóley segir að rannsókn HÍ hafi einnig sýnt fram á að sjálfsmynd stúlkna sé yfirleitt mun lakari en drengja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segist fagna hverju skrefi þar sem tekið er á málefnum kynjanna á yngstu menntastigunum. „Það er þó varasamt að einblína á að stúlkum finnist skemmtilegra að læra heldur en strákum. Staðreyndin er sú að oft á tíðum er námsefnið þeim of létt vegna þess að þær eru á öðru þroskastigi en strákarnir,“ segir Margrét Pála. „En það er líka staðreynd að staða drengja í skólum er hrópandi slæm og við því verður að bregðast.“ Margrét Pála hvetur menntaráð til að fylgja málinu eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. sunna@frettabladid.is þorbjörg helga vigfúsdóttir margrét pála ólafsdóttir börn í skóla Drengir í yngstu bekkjum grunnskóla eru ekki eins ánægðir með námið og stúlkur, samkvæmt rannsókn. fréttablaðið/gva Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Menntaráð Reykjavíkur ætlar að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Samkvæmt könnun Háskóla Íslands sem gerð var árið 2008 þykir 67 prósentum drengja í 1. bekk gaman að læra en 83 prósentum stúlkna. Að sama skapi finnst 65 prósentum sjö ára drengja gaman að lesa í skólanum en 74 prósentum stúlkna. Skipaður hefur verið átta manna stýrihópur með fulltrúum ýmissa deilda innan menntakerfisins til þess að vinna að úrlausnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkurborgar, er formaður hópsins. „Bilið á milli drengja og stúlkna í grunnskólum hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir Þorbjörg. „Það þarf að rýna vel í þessi mál og finna út hver orsökin er.“ Þorbjörg telur að kerfið hafi á einhvern hátt misst sjónar á strákum, meðal annars vegna fækkunar á körlum sem fyrirmyndum í skólakerfinu og hugsanlega sökum þess að einblínt hafi verið á stelpur og stöðu þeirra. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, gagnrýnir skoðanir Þorbjargar og segir að verið sé að falla í pytt gamallar orðræðu. „Það er mikilvægast að vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin,“ segir Sóley. „Staða stúlkna er alveg jafn mikilvæg, ekki bara vegna námsárangurs heldur líka vegna sjálfstausts og sjálfsmyndar.“ Sóley segir að rannsókn HÍ hafi einnig sýnt fram á að sjálfsmynd stúlkna sé yfirleitt mun lakari en drengja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segist fagna hverju skrefi þar sem tekið er á málefnum kynjanna á yngstu menntastigunum. „Það er þó varasamt að einblína á að stúlkum finnist skemmtilegra að læra heldur en strákum. Staðreyndin er sú að oft á tíðum er námsefnið þeim of létt vegna þess að þær eru á öðru þroskastigi en strákarnir,“ segir Margrét Pála. „En það er líka staðreynd að staða drengja í skólum er hrópandi slæm og við því verður að bregðast.“ Margrét Pála hvetur menntaráð til að fylgja málinu eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. sunna@frettabladid.is þorbjörg helga vigfúsdóttir margrét pála ólafsdóttir börn í skóla Drengir í yngstu bekkjum grunnskóla eru ekki eins ánægðir með námið og stúlkur, samkvæmt rannsókn. fréttablaðið/gva
Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira